Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021
✝
Sigurður Her-
mannsson
fæddist 13. júní
1943 í Gerðakoti í
Hjallasókn í Ölf-
ushreppi. Sig-
urður lést á Land-
spítalanum hinn
17. nóvember
2019, eftir
skamma legu.
Foreldrar hans
voru hjónin Sol-
veig Sigurðardóttir, sem fædd-
ist á Vötnum í Ölfusi, en ólst
upp hjá foreldrum sínum á
Þúfu í sömu sveit, húsfrú í
Gerðakoti, f. 2. október 1898,
d. 2. nóvember 1987 og Her-
mann Eyjólfsson frá Króki í
Hjallahverfi í Ölfusi, bóndi í
Eyjólfur, f. 1927, fram-
kvæmdastjóri Vinnufatagerðar
Íslands, d. 2002. 2) Ragnar
Sigurður, f. 1928, bifvélavirki
á Selfossi, d. 2015. 3) Hermann
Helgason, f. 1929, lögfræð-
ingur í Reykjavík, kjörsonur
Helga Eyjólfssonar, föður-
bróður síns, d. 2009. 4) Ársæll,
f. 1931, rafvirki í Hveragerði,
d. 2008. 5) Guðbjörg Rósa, f.
1933, húsfrú í Reykjavík, d.
2014. 6) Marta Sigríður, f.
1934, húsfrú í Reykjavík.
Sigurður tók við búi af for-
eldrum sínum í Gerðakoti.
Hafði hann blandaðan búskap
fram eftir árum, en árið 1997
gerðist hann þar skógarbóndi
og plantaði á annað hundrað
þúsund trjám af ýmsum
tegundum.
Hann var kirkjuvörður og
meðhjálpari í Hjallakirkju í
áraraðir og sat lengi í sóknar-
nefnd.
Útför hans fór fram í kyrr-
þey.
Gerðakoti og
kennari í Ölfusi og
Hveragerði,
hreppstjóri og
oddviti Ölfus-
hrepps, f. 1. júlí
1893, d. 17. mars
1973.
Foreldrar Sol-
veigar voru hjónin
Sigurður Eyjólfs-
son og Ragnheiður
Björnsdóttir, sem
bjuggu á Þúfu. Foreldrar Her-
manns voru hjónin Eyjólfur
bóndi á Ytri-Grímslæk í Ölfusi
og Herdís Jónsdóttir frá
Hrauni í Ölfusi.
Sigurður var yngstur barna
þeirra Solveigar og Hermanns,
en þau voru í aldursröð: 1)
Foreldrar Sigurðar voru af
Bergsætt; afkomendur Magnús-
ar ríka Beinteinssonar útvegs-
bónda í Þorlákshöfn og Hólmfríð-
ar ljósmóður Árnadóttur prests
Sigurðssonar í Holti undir Eyja-
fjöllum uppeldisdóttur síra Sig-
urðar í Arnarbæli. Sigurður var
því fjórði maður frá Jórunni ljós-
móður Magnúsdóttur og Oddi
Björnssyni í Þúfu. Þar bjó sama
ættin frá því um 1750 og fram
undir okkar daga. Varð Sigurði
tilrætt um Þúfu-svipinn, sem
hann kallaði svo. Jórunn var
nafnkunn yfirsetukona í Ölfusi;
þjóðsagnapersóna. Var í minnum
haft er þau feðginin Magnús og
Jórunn héldu með hvítvoðung til
skírnar í Arnarbæli og sundriðu
Nauteyrarálinn, hún 14 vetra
með reifastranga í fangi.
Þegar Hermann og Solveig
brugðu búi tók Sigurður við og
rækti í fjölda ára uns gerðist
skógarbóndi. Að auki stundaði
hann rannsóknir á því hversu
gæfist að nota á landið aðskilj-
anlegar tegundir og blöndur af
áburði. Hann var einn fyrstur til
þess að ljúka námi frá fræðslu-
stofnuninni Grænum skógum
vorið 2004.
Sigurður var kirkjuvörður og
meðhjálpari í Hjallakirkju. Í
mörg horn var að líta: Lesa bæn-
ina í upphafi messu og í lokin;
kynda kirkjuna og halda í henni
hæfilegum yl milli athafna; þrífa
hana og sjá um, að vel væri geng-
ið um guðshúsið; tryggja, að til
væru kerti að hafa á altari, oblát-
ur og messuvín, messu- og sálma-
skrár eftir atvikum; slá kirkju-
garðinn og snyrta leiði; líta eftir
því að girðingin væri held. Þetta
rækti Sigurður af alúð og sam-
viskusemi.
Hér um árið var Sigurði orðið
ljóst að mála þyrfti kirkjuna
utan. Hitt þóttist hann skynja að
safnaðarbændur yrðu varla bráð-
fljótir að taka við sér til þessa.
Því brá hann á það ráð að vitja
heimila í sókninni, þiggja kaffi-
sopa og skeggræða í þessum
óáreitna og hálf-geispandi tóni
sem bændum er eiginlegur. Þar
kom að hann hneigði talið að
þeirri arfavitlausu hugmynd að
fara að drífa Hjallakirkju farva.
Þetta sagði Sigurður kjökurhlæj-
andi og svo sem í framhjáhlaupi.
Taldi hann sig sjaldan hafa orðið
áskynja annarrar eins vitleysu og
að láta sér detta í hug að fara að
mála kirkjugreyið og það meira
að segja um hábjargræðistím-
ann! Og hristi höfuðið skríkjandi
og dauðhneykslaður á þessu
endemis rugli.
Orðræða Sigurðar hafði þver-
öfug áhrif á áheyrendurna. Þetta
var í byrjun túnasláttar og um
réttaleytið stóð hún Hjallakirkja
stífmáluð á grænni grundinni
engu líkari en hún væri stigin
ofan af himnum, búin eins og
brúður sem skartar fyrir manni
sínum.
Guð blessi minningu drengsins
góða, Sigurðar Hermannssonar
frá Gerðakoti.
Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
Sigurður
Hermannsson
Mig langar til að
minnast fallegu,
hlýju og góðu Ingu
með nokkrum orð-
um. Þegar ég flutti á Seltjarn-
arnesið fimm ára gömul var ég
svo lánsöm að lenda í húsi við
hliðina á Ingu og fjölskyldu og
eignast þar með dýrmætu
æskuvinkonu mína, hana Sig-
rúnu, einkadóttur Ingu og
Mumma.
Inga hafði svo hlýja og fallega
rödd og fallegt bros, hún hafði
líka mjög góða nærveru. Man
eftir því einu sinni þegar ég gisti
hjá Sigrúnu, þá færði hún okkur
morgunverð á bakka í rúmið.
Mér leið eins og ég væri stödd í
Inga H.
Ágústsdóttir
✝
Inga H.
Ágústsdóttir
fæddist 14. sept-
ember 1943. Hún
lést 9. nóvember
2021. Útför hennar
fór fram 20. desem-
ber 2021.
miðju ævintýri,
þetta hafði ég aldrei
áður upplifað!
Inga kallaði mig
Mössu, ég var
Massan hennar,
mér fannst það
skemmtilegt og hlý-
legt. Inga var húm-
oristi og gerði
óspart grín að
sjálfri sér, hún sá
léttleikann í tilver-
unni. Inga var klár í að búa til
hugguleg og hlýleg rými, hún var
líka alltaf smart og vel tilhöfð
sem mér fannst aðdáunarvert. Í
veikindum sínum var Inga and-
lega sterk og jákvæð, hún gaf sko
engan afslátt á smartheitum þó
svo að hún væri orðin lasin. Það
finnst mér líka aðdáunarvert.
Elsku Sigrún og fjölskylda,
hjartans samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning þín, elsku
Inga.
Þín Massa,
Margrét Leifsdóttir.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Nýr 2021 Nissan Leaf Tekna 40
kWh battery. Drægni um 270 km.
Evrópubíll í fullri ábyrgð. Eigum
hvíta, Dökk grá og svarta til afhend-
ingar strax.
Rúmri milljón undir listaverði á
aðeins 4.150.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Húsviðhald
Tek að mér
ýmisskonar
húsaviðhald og
ýmis smærri verk-
efni .
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Atvinnuauglýsingar
Rað- og smáauglýsingar
Nauðungarsala
Hæfniskröfur:
• Reynsla af verslunarstörfum
• Góð þjónustulund
• Stundvísi
• Snyrtimennska
• Góð íslensku kunnátta
Hæfniskröfur:
• Bílpróf
• Reynsla sem nýtist í starfi
• Stundvísi
• Snyrtimennska
• Góð íslensku kunnátta
Einungis reyklausir einstaklingar eldri en 25 ára koma til greina.
Umsóknir fyrir bæði störfin ásamt ferilskrá skal senda á atvinna@rafkaup.is fyrir 1$. j'%"'! 202#
Sölumaður
í verslun
Starfsmaður
á lager
Óskum eftir að ráða sölumann í Rafvörumarkaðinn.
Í starfinu felast öll almenn verslunarstörf,sölumennska,
vöruframsetning og uppsetning, innkaup, áfylling ofl.
Óskum eftir að ráða starfsmann á lager í Rafkaup.
Í starfinu felast öll almenn lagerstörf, s.s. Vöruafgreiðsla til
viðskiptavina, tiltekt og afgreiðsla pantana, vörumóttaka
og frágangur, áfyllingar, vörutalningar, útkeyrsla og fleira.
Vinnutími er virka daga frá kl. 09-18 og ein til tvær helgar
í mánuði, laugardaga frá kl. 10-16 og sunnudag frá
12-16. Um fullt starf er að ræða.
Vinnutími er alla virka daga frá kl. 8:00-17:00.
Um fullt starf er að ræða.
Annar stýrimaður
Annar stýrimaður óskast
á Málmey Sk 1 til afleysinga.
Umsækjandi þarf að hafa tilskilin réttindi.
Upplýsingar gefur skipstjóri í síma 848 8345.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Ath. Grímuskylda er á uppboðum
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Hellisgata 18, Hafnarfjörður, fnr. 207-5316, þingl. eig. Hermann Ingi
Guðbrandsson, gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtudaginn 6.
janúar nk. kl. 10:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
30. desember 2021
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
fjölskyldunni samúð og hlýhug við fráfall og
útför elsku pabba, tengdapabba og afa,
KRISTINS GUÐMUNDSSONAR,
Kidda á Látrum,
sem lést í bílslysi við Hvallátra
14. nóvember.
Jóna Vigdís Kristinsdóttir
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við fráfall
SJAFNAR KRISTJÁNSDÓTTUR
læknis,
sem lést 19. nóvember.
Sérstakar þakkir fá sr. Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti Neskirju.
Einnig Ásta S. Sigurðardóttir og allt starfsfólk Vitatorgs fyrir
ómælda hlýju og framúrskarandi starf.
Fríða Bonnie Andersen
Elísabet Kristjánsdóttir Margrét Kristjánsdóttir
Bragi Kristjánsson Bjarnfríður Árnadóttir
og fjölskyldur
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug vegna fráfalls okkar ástkæru
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
MATTHILDAR GESTSDÓTTUR,
Lautasmára 3, Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heru, líknarheimaþjónustu LSH,
og kvennadeildar LSH fyrir góða umönnun og hlýhug.
Við óskum þess að nýja árið færi ykkur öllum gleði, gæfu og
góða heilsu.
Þ. Björgvin Kristjánsson
Kristján Björgvinsson Hrefna Gunnarsdóttir
Matthildur Gunnarsdóttir Jóhann Gunnarsson
Björgvin Smári Kristjánsson Iðunn Elva Ingibergsdóttir
Þorgeir Örn Tryggvason Hulda Ósk Bergsteinsdóttir
Gunnhildur Kristjánsdóttir
Hekla Sóley, Snædís Lilja, Friðrik Hrafn og Harpa Sif