Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hefur eytt of miklu fé að undan- förnu og nú er komið nóg. Sláðu á þráðinn til vinar sem þú veist að er í erfiðleikum. 20. apríl - 20. maí + Naut Samstarfsfólkið er bæði samvinnu- þýtt og hvetjandi þessa dagana. Haltu dauðahaldi í trúna á sjálfa/n þig og mundu að þú þarft ekki að vera fullkomin/n. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það getur verið gaman að hafa mannaforráð en þá því aðeins að þú farir vel með vald þitt. Eyddu ekki tímanum í vol og væl. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Leggðu allt kapp á að finna farsæla lausn á heimatilbúnum vanda svo þú getir sofið róleg/ur. Einhver gerir hosur sínar grænar fyrir þér. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er nauðsynlegt að halda sig á mottunni hvað fjárútlát varðar. Góður há- degisgöngutúr getur gert kraftaverk og hreinsað til í huganum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Hver er sinnar gæfu smiður svo það er í þínu valdi að velja milli þeirra mögu- leika sem lífið býður upp á. Heimilið er þinn griðastaður. 23. sept. - 22. okt. k Vog Dagurinn í dag er tilvalinn til að ein- beita sér að börnum. Þú þarft á tilbreyt- ingu að halda. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Fólk sem elskar þig í raun og veru kippir sér ekki upp við það þótt þú hvæsir á það svona endrum og sinnum. Þreifaðu fyrir þér með nýja vinnu. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þótt það sé ekki í eðli þínu að bæla niður tilfinningar þínar er rétt að þú gerir það núna, í mjög stuttan tíma. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú þarfnast einhverrar örvunar. Það krefst fórna og gtur kostað mikið erfiði að láta drauma sína rætast. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú veist öðrum betur hvað þér er fyrir bestu svo vertu óhrædd/ur við að fara þínar eigin leiðir. Einbeittu þér að markmiðum þínum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er gott og blessað að leggja fjölskyldu sinni lið, en varastu að létta öðr- um lífið um of. Haltu ró þinni hvað sem á dynur. kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs í janúar 2013. „Þegar ég var í Kanada kynntist ég Skúla Mogensen sem þá var að reka OZ þar. Með okkur tókst góður vinskapur og hann fékk mig til að koma í stjórn Wow air 2011 og síðan áfram í flugfélagið.“ Björn Ingi var hjá Wow air til 2015, en hefur síðan sinnt rekstrar- ráðgjöf. Meðal annars tók hann að sér hjá flutningsmiðluninni Schen- Montréal í Kanada 2004-2006. Frá 2008-2010 var Björn Ingi síð- an framkvæmdastjóri Saltkaupa, sem var stærsti innflytjandi salts til fiskverkunar og hálkuvarna. „Mér voru boðin mun betri laun og kjör en ég hafði sem flugvallarstjóri svo ég tók því boði.“ Það leið þó ekki á löngu þar til Björn Ingi var aftur kominn í flugbransann, en hann var ráðinn hjá Wow air sem fram- B jörn Ingi Knútsson Höiriis fæddist 31. des- ember 1961 á Fæðing- arheimilinu í Reykja- vík. „Eftir áreiðan- legum heimildum er ég síðasta barnið sem fæddist á árinu 1961, korter yfir átta um kvöldið,“ segir Björn Ingi. Hann ólst upp í Keflavík og var í sveit eitt sumar þegar hann var níu ára í Otradal í Arnarfirði. Björn Ingi gekk í Barnaskólann í Keflavík og Gagnfræðaskólann þar, en var síðasta veturinn í grunnskóla, 1976-77, í heimavistarskóla á Reykj- um í Hrútafirði. Svo fór hann til sjós sem vikapiltur í október 1977 hjá Sambandinu á MS Mælifelli. Hann lauk síðan prófi frá Stýrimannaskól- anum árið 1984, prófi í skipamiðlun frá London School of Foreign Trade árið 1985 og prófi í skipa- og hafna- rekstrarfræði frá University of Wales í Cardiff árið 1987. Björn starfaði hjá Skipadeild Sambandsins og síðar Samskipum í ýmsum stjórnunarstöðum til ársins 1996 og var eftir það framkvæmda- stjóri hjá frönsku skipafélagi sem heitir Sofrana Unilines, í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi til 1998. „Svo ákváðum við fjölskyldan að flytja heim til Íslands í október 1998. Stelpan var komin á unglingsárin svo það var annaðhvort að koma heim eða verða andfætlingur.“ Björn var skipaður flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelli 1.1. 1999 og gegndi þeirri stöðu til 2008. „Þetta eru vissulega ólík störf,“ seg- ir Björn Ingi aðspurður, „en þarna er í báðum tilfellum um að ræða flutningafræði. Helsta breytingin var sú að á Keflavíkurflugvelli var ég embættismaður. Stærsta áskorunin í starfinu var þegar varnarliðið fór, því þá stýrði ég allri yfirtöku á rekstri varnarliðsins, þ.m.t. slökkvi- liðinu, snjómokstri og öllum tækja- búnaði sem tilheyrði Bandaríkja- her,“ en starfsmannafjöldinn fór úr 35 manns í 300 á þessum árum. Björn Ingi fór í launalaust leyfi í eitt og hálft ár og var á vegum íslenskra stjórnvalda varaþingfulltrúi og þing- fullrúi allra Norðurlandanna hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni í ker að koma upp dreifi- og aðfanga- kerfi Costco við komu verslunar- innar til Íslands. Hann var tíma- bundið forstöðumaður Keilis flugakademíunnar og hafði það verkefni að sameina Keili flug- akademíu og Flugskóla Íslands. Hann hefur einnig sinnt ýmsum verkefnum fyrir Austurbrú ses, og var ráðinn tímabundið yfirverkefna- stjóri þar, en starfinu lýkur þar núna um áramótin. „Ég er bara rólegur í tíðinni núna, það er búið að bjóða mér ákveðin verkefni sem ég á eftir að taka af- stöðu til. Næsti vettvangur er að stofna Vínskólann við vatnið, en ég hef verið einlægur vínáhugamaður í áratugi og tekið alþjóðlegar próf- gráður í vínfræðum. Ég er búinn að eiga hús við Meðalfellsvatn í tæp 30 ár og var að byggja þar 38 fermetra útiborðstofu. Meiningin er að taka inn 10-12 manna hópa og vera með fræðslu. Það er búið að stofna fyrir- tækið sem heitir Vínskólinn við vatn- ið, en starfsemi hefst ekki fyrr en það er farið að sjá til lands í Covid.“ Björn Ingi stundar mikið útivist og fjallgöngur, en hann gekk t.d. á Snæfell í byrjun september. Hann hefur verið í Oddfellowreglunni frá 2006 og verið yfirmeistari í sinni Björn Ingi Knútsson rekstrarráðgjafi – 60 ára Með börnunum Aron Grétar, Björn Ingi, Erna og Knútur Magnús. Næsta skref að opna vínskóla Vínsmökkun Björn Ingi hefur tekið alþjóðlegar gráður í vínfræðum. Á Akureyri Björn Ingi, Rakel Linda og Esja, sem er Golden Retriever. Á morgun, 1. janúar, eiga 70 ára brúð- kaupsafmæli hjónin Kristín Sturlu- dóttir og Guðbjörn Björnsson. Þau voru gift í Suðureyrarkirkju af séra Jóhannesi Pálmasyni, sóknarpresti á Suðureyri, 1. janúar 1952. Þau voru bú- sett á Suðureyri til ársins 1984, þá fluttu þau til Reykjavíkur og búa nú á Sléttuvegi 13. Á silfurbrúðkaupsafmæli þeirra barst þeim þessi vísa, ort af séra Jóhannesi Pálmasyni: Í dag hljómar sætt ykkar silfraða bjalla um sæmd þá er fylgdi ykkur leiðina alla. Svo hljómi hún áfram uns gullhörpur gjalla og glitrandi demantar til ykkar falla. Platínubrúðkaup Eloflex rafknúinn hjólastóll fyrir fólk á ferðinni Léttur rafknúinn hjólastóll sem er fimur í keyrslu og með góða drægni. Hentar notendum sem þurfa einfaldan stól sem auðvelt er að ferðast með og setja í skottið á bíl. Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf. Trönuhrauni 8, Hafnafirði | Sími 565 2885 | stod.is Reykjavík Guðni Þór Karólínuson fædd- ist 19. febrúar 2021 kl. 02.03 á Landspít- alanum í Reykjavík Hann vó 2.930 g og var 49 cm langur. Móðir hans er Karólína Þórunn Guðnadóttir. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.