Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 56
Starfsfólk Svefn & heilsu óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar öll viðskiptin á líðandi ári. Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Í fimmta skiptið hefst nýtt ár í Reykjavík á upplestri ljóða á vegum Bókmenntaborgarinnar. Lesturinn fer fram í Gröndalshúsi á morgun, 1. janúar, milli kl. 10 og 17. Líkt og í fyrra sitja gestir heima vegna heimsfarald- urs og nýársljóðalestrinum verður streymt á facebook- síðu Bókmenntaborgar og á ruv.is. Meðal skáldanna sem koma fram eru: Anne Carson, Bergsveinn Birgis- son, Brynja Hjálmsdóttir, Eva Rún Snorradóttir, Gerður Kristný, Haukur Ingvarsson, Ingólfur Eiríksson, Jakub Stachowiak, Jón Kalman Stefánsson, Ragnar Helgi Ólafsson, Soffía Bjarnadóttir, Þórarinn Eldjárn, Þórdís Helgadóttir og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir. Nýársljóðalestur í Gröndalshúsi FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 365. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. „Ég missti af átta mánuðum hjá landsliðinu og á meðan gerbreyttist liðið. Ég verð aftur hálfgerður nýliði í landsliðinu,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, knatt- spyrnumaður hjá CSKA í Moskvu, en hann er að komast aftur af stað eftir að hafa verið frá keppni síðan í apríl vegna meiðsla. »51 Ég verð aftur hálfgerður nýliði ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Siglfirðingurinn Sigurður Ásgríms- son, yfirmaður séraðgerða og sprengjueyðingarsveitar Landhelg- isgæslunnar, lætur af störfum um áramótin. Áhugamálin eru nokkur og nú gefst meiri tími en áður til að sinna þeim. Þar á meðal ljósmyndun og vinnslu mynda, sem hann hefur haft áhuga á frá barnsaldri. „Ég sé líka fyrir mér að hafa meiri tíma í golfið þegar fer að vora.“ Tilviljun réð því að Sigurður réðst til Gæslunnar í fullt starf í lok árs 1989 eftir að hafa unnið mikið fyrir hana sem rafvirki hjá raftækjaverk- stæðinu Segli. Hann segir að þeir sem hafi séð um rekstur skipanna hafi jafnframt verið sprengisérfræð- ingar stofnunarinnar og eftir að þeir hafi boðið sér að fara til Danmerkur og læra meðhöndlun á sprengjum hjá danska hernum og sjóhernum og gera þær óvirkar hafi ekki orðið aft- ur snúið. Fjölbreytt verkefni Auk þess að vera rafvirkjameist- ari hafði Sigurður lært stýritækni í Rafiðnaðarskólanum og þegar Gæsl- an fékk fyrstu tölvurnar kom það í hlut deildarinnar að sjá um tölvu- deildina til 2005. Vinnufélagarnir voru jafnframt sprengisérfræðingar bandaríska hersins á þessum tíma. Eftir brottför hans 2006 tóku þeir yfir sprengjugeymslur og verkstæði sem tengdust hernum. „Banka- hruninu fylgdi mikill niðurskurður, hagræðing og skipulagsbreytingar,“ segir Sigurður. Ýmis verkefni hafi verið færð undir deildina, meðal annars til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. Þar á meðal hafi verið umsjón kafara, valdbeitingar- kennsla, þrekþjálfun áhafna skipa og almenn skyndihjálp innan LHG. „Í byrjun vorum við þrír en nú erum við sex. Við höfum tekið að okkur mörg störf eins og björgun flótta- manna á Miðjarðarhafi, sprengju- eyðingu í Írak og Líbanon og kennslu í sprengjueyðingu í Jórd- aníu, ná upp sokknum bátum, stöðva mengun frá El Grillo, leit að fólki og aðstoða lögreglu og björgunar- sveitir.“ Starfið er ekki hættulaust, en Sig- urður segir að áhersla sé lögð á góða þjálfun, menn fari eftir ákveðnum verkferlum, hvort sem farið sé um borð í togara til að gera djúp- sprengju óvirka eða inn í hús til að fjarlægja og eyða gömlu og við- kvæmu dínamíti. „Þetta eru verkefni sem þarf að leysa og meðan á því stendur er enginn tími til að hugsa um neitt annað. En sem betur fer hef ég ekki slasast, er enn með alla putt- ana.“ Áhugi á sprengjum kviknaði á unga aldri á Siglufirði. Sigurður seg- ir að félagarnir hafi kynnt sér hvern- ig búa mætti til púður og m.a. gert tilraunir til að smíða eldflaugar úr málmvindlahylkjum. „Það gekk ekki vel að koma þeim á loft og ég man sérstaklega eftir því, þegar ég var að búa til kveikiþráð og þurrkaði hann á ofninum inni í baðherberginu heima!“ Sigurður flutti til Vestmannaeyja 1971, gekk í Björgunarfélag Vest- mannaeyja og var nýbyrjaður í slökkviliðinu þegar gosið hófst 1973. Hann segir það hafa verið lærdóms- ríkt og mikilvæga reynslu. „Fyrst það fór ekki verr hefði ég ekki viljað missa af því.“ Vinna sprengjusérfræðinga er fyrst og fremst mannúðarstarf, að sögn Sigurðar. Mikill tími fari í að hreinsa fyrrverandi átakasvæði um víða veröld. „Haldið hefur verið fram að ef hætt yrði að framleiða jarð- sprengjur og klasasprengjur, sem aðallega örkumla og drepa saklausa borgara þessara landa, tæki hreins- unarstarf allra sprengjusérfræð- ingja heims 80 ár.“ Hann leggur áherslu á að hlutverk Gæslunnar sé meðal annars að gæta efnahags- lögsögunnar fyrir rányrkju fiski- miða og mengun auk þess að sinna björgun. Hann þakkar fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna með öllu því frábæra fólki sem þar starfi og geta lagt sitt af mörkum. „Við erum alltaf til taks, alltaf að hjálpa einhverjum og það er mjög gefandi.“ Gefandi mannúðarstarf - Sigurður Ásgrímsson hættir hjá Gæslunni vegna aldurs Ljósmynd/Landhelgisgæslan Lykilmenn Halldór Nellett skipherra, Sigurður Ásgrímsson og Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður lengst til hægri hafa látið af störfum á árinu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, er annar frá hægri. Hætta Sigurður vinnur við að ná forsprengju úr aðalhleðslu tundur- dufls um borð í togara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.