Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Blaðsíða 1
Orð í belg...
Ágæti félagi.
Um leið og ég set nokkrar jákvæðar línur
á blað, óska ég þér gleðilegrar jólahátíðar í
von um heillaríkt Sjálfsbjargarár 1998.
Snemma á þessu ári gerðu Félagsmála-
ráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfé-
laga með sér tveggja ára samkomulag, um að
koma á markvissu starfi á sviði ferli- og að-
gengismála fatlaðra. Markmiðið er að hvetja
sveitarfélögin til þess að sinna ferlimálum
með skipulögðum hætti.
Sjálfsbjörg bindur miklar vonir við þetta
samkomulag og hvet ég öll félög okkar til að
ræða við sínar sveitastjómir um málefnið.
Ataksdagar Sjálfsbjargarfélagana hafa
vissulega vakið athygli og er búið að vera sér-
stakt átak hjá mörgum félögum. Lít ég þá til
þeirrar áskorunar sem félagið á Húsavík, var
upphafsaðili að. Félagið á Vopnafirði var með
átaksdag í sumar og vom fyrirtækjum sem
höfðu gert úrbætur veittar viðurkenningar.
Vakti það undrun mína hvað mörg fyrirtæki í
tiítölulega litlu sveitarfélagi, höfðu tekið til
hendi í sínum garði. Ekki að allt væri full-
komið, en samt til betri vegar, þannig að
ástæða er til að láta velþóknun í ljós. Einnig
er félagið á Akureyri með átak undir kjörorð-
inu „Létt hurð - greið leið“. Félagið á höfuð-
borgarsvæðinu hefur fengið byr undir báða
vængi og á fulltrúa í ferlinefnd á vegum
Reykjavíkurborgar. Félagsmálanefnd lands-
sambandsins er einnig að undirbúa sérstakt
átak sem beint verður til félaga sambandsins
þegar þar að kemur.
María félagsmálfulltrúi og ég lögðum leið
okkar til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, þar sem
við gerðum grein fyrir, að Sjálfsbjörg, lsf.,
hefur mikinn hug á að fá tækifæri til að fylgj-
ast með þeirri undirbúningsvinnu sem fram
undan er í tengslum við flutning á málefnum
fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga í þeim til-
gangi að vekja athygli á málefnum hreyfi-
hamlaðra.
Ahersla var lögð á eftirfarandi atriði.
•Tryggja
þarf sveitarfé-
lögunum fjármagn til verksins. Einhvers kon-
ar jöfnunaraðgerðir verða að koma til, því sér-
tæk úrræði verða að vera fyrir hendi.
•Jafnræði til þjónustu verður að tryggja.
Það er algerlega óviðunandi að fólk þurfi að
flýja úr sinni heimabyggð vegna aðstöðuleys-
is og skorts á þjónustu. Sú þróun verður ekki
stöðvuð ef ákveðin réttindi til þjónustu verða
ekki skilgreind. Löggjöf er þó ekki nóg, held-
ur þarf að veita henni aðhald.
•Fagþekking þarf að vera til staðar. Hin
smærri sveitarfélög verða að sameinast um
þjónustuna til að geta ráðið starfsfólk með
sérþekkingu.
•Þjónustusvæði mega ekki verða það stór
að hagurinn af „nálægð þjónustunnar" glatist.
•Skýlaus krafa er að þær stofnanir sem
taka að sér að sinna þjónustunni á vegum
sveitarfélaganna verði aðgengilegar öllum.
GuðríSur Ólafsdóttir
formaður.