Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Page 9

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Page 9
9 Klifur FFff-FRfEÐSLfi FYRIR FfiTUIÐfl OG fiÐSTfíNDENDUR SYSTKINANÁMSKEIÐ HAUST- IÐ 1997. Á vegum FFA var haldið námskeið fyrir systkini fatlaðra dagana 17. október til 13. nóvember s.l. í sam- vinnu við Svæðisskrifstofu Reykja- víkur og Reykjaness. Fulltrúi Styrkt- arfélags vangefinna í FFA, María Jónsdóttir félagsráðgjafi, hélt utan um skipulagningu námskeiðsins. Hugmyndir að baki systkinanám- skeiðsins má rekja norður til Akur- eyrar en s.l. vor stóð FFA fyrir slíku námskeiði þar og þótti útkoman það góð að ákveðið var að halda samsvar- andi námskeið hér í Reykjavrk byggt á þeirri reynslu og nýjum hugmynd- um og áhersluþáttum bætt við. Á námskeiðinu er talað um við- horf, tilfinningar og samskipti bam- anna til fatlaða systkinisins. Fjallað er um tilfinningar gagnvart foreldrum og eins rætt um hvemig eða hvort það að eiga fatlað systkini hafi áhrif á samband við vinina. Einnig er unnið með t.d. myndir og leikþætti. Mark- miðið er að hvert bam fái að tjá sig á þann hátt sem hentar því best. SYSTKINANÁMSKEIÐ í FEBR- ÚAR 1998. Reynslan af þessu fyrsta systkina- námskeiði hér í Reykjavík var það góð að ákveðið hefur verið að bjóða upp á annað systkinanámskeið í febr- úar 1998. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í því og eru á aldrinum 9-12 ára hafi samband Systkinanámskeiðið er fyrir börn á aldrinum 9-12 ára sem öll eiga það sameiginlegt að eiga fatlað syskini. í þetta sinn voru það 12 börn sem tóku þátt og var þeim skipt í tvo hópa yngri og eldri hóp. Það voru 2 leiðbeinendur með hverjum hóp sem stýrðu vinnunni með börnunum. Hittust þau tvisvar í viku, í sex skipti, 1 1/2 klst. í senn. Markmið námskeiðsins er að: • Veita bömunum tækifæri til að hitta önnur börn sem eiga fötluð systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi. • Gefa börnunum tækifæri til að ræða saman á jákvæðan hátt með jafnöldrum sínum um margt sem tengist því að eiga fatlað systkini. • Gefa bömunum sýn inn í það hvemig takast megi á við þær marg- breytilegu aðstæður sem fylgja því að eiga fatlað systkini. • Veita foreldrum og fagmönnum tækifæri til að kynnast því hvemig er í raun og veru að alast upp með fötl- uðu systkini, þ.e. um þá sérstöku gleði og áskorun í lífinu að alast upp við slíkar aðstæður. Eftirfarandi félagasamtök eru aöilar aö FFA: Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg landssamband fatlaöra, Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra og Styrktarfélag vangefinna. fyrir 15. janúar á skrifstofu FFA í síma 588-9390 eða á skrifstofu Sjálfsbjargar l.s.f. í síma 552-9133. FRÆÐSLUKVÖLD FYRIR FOR- ELDRA HREYFIHAMLAÐRA UNGLINGA. Stefnt er að því að halda tvö fræðslukvöld fyrir foreldra hreyfi- hamlaðra unglinga í febrúar n.k. und- ir yfirskriftinni; „Væntingar og fram- tíðarsýn foreldra. Geta þeir stutt og undirbúið jarðveginn til sjálfstæðis?“ Á dagskránni verða m.a. kynnt ýmis stuðningsúrræði, eins og heimil- ishjálp, heimahjúkrun, og liðveisla. Rætt verður hvernig sú þjónusta virk- ar og hvemig best sé að nýta sér hana þannig að hún stuðli að fmmkvæði og efli sjálfstæði einstaklingsins. Fjallað verður um virkni og fæmi í daglegri iðju. Fatlaðir einstaklingar munu segja frá reynslu sinni af að flytja að heiman. Unglingsárin verða almennt til umræðu og rætt verður um hvað felst í sjálfstæði, forræðishyggju, of- verndun og um félagslega einangrun. Umræður verða í minni hópum þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að ræða sín mál og heyra reynslu ann- arra. Einnig verður endurhæfingar- íbúð Sjálfsbjargar kynnt og sagt frá reynslu af henni. Að undirbúningi standa ásamt undirritaðri, María Þorsteinsdóttir fé- lagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar l.s.f., Erla Jónsdóttir félagsráðgjafi og Valerie Harris iðjuþjálfi ,en þær eru starfsmenn Sjálfsbjargarheimilisins og endurhæfingaríbúðar Sjálfsbjarg- ar. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á námskeiðið, eða óska nánari upplýs- inga, hafið gjarnan samband við Lilju eða Maríu á skrifstofu Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra í síma 552- 9133. Nánari dagsetningar verða auglýstar síðar í Klifri og/eða í dag- blöðunum. KYNNING Á LÖGRÆÐISLÖG- UNUM. Stefnt er að því að halda kynningu á lögræðislöginum í mars n.k. og verður það nánar auglýst síðar. Lilja Þorgeirsdóttir, félagsmálafulltrúi Fræðsla fyrir iatlaða og aðstandendur FFA

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.