Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Side 4

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Side 4
Klifur Sjálfsbjörg á Húsavík og nágrenni 40 ára Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Húsavík og nágrenni, var stofnað þann 20. júní 1960, og varð því fertugt síðastliðið vor. Fyrsti formaður þess var Jón Þór Buch, á Einarsstöðum í Reykja- hverfi. Þegar þetta er skrifað hef ég ekki í höndunum nöfn hinna er skipuðu fyrstu stjómina, en á þessum tíma- mótum skal þakkað öllum frumherj- um félagsins sem inntu af hendi brautryðjendastarfið, sem við njót- um góðs af í dag. Fljótlega keypti Sjálfsbjörg sitt húsnæði, neðri hæð í húsinu Snælandi, sem síðar varð Ar- gata 12. A tímabili rak félagið þar vinnustofu, sem nú myndi vera köll- uð „vemdaður vinnustaður." Það er ekki létt að halda uppi fé- lagstarfi í fámennum félögum, það hefur að sjálfsögðu verið barátta gegnum árin, og er það enn. En ekki þýðir að láta deigan síga. Félagið reynir eftir bestu getu, að fylgjast með því, sem máli skiptir fyrir hreyfihamlaða en þar er oft við ramman reip að draga. Eg hef þá bjargföstu trú, að félagið hafi áfram skyldum að gegna, og skipti talsverðu máli fyrir umhverfi sitt - fatlaða, sem ófatlaða. Og þó við séum fá, og náum kannski aldrei fram öllu því sem við vildum og þyrftum, þá stendur sú staðreynd óhögguð, að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Stöndum á verði! CríaiQ & Greitt BIRGÐAVERSL UN seit & sent Stjórn Sjálfsbjargar á Húsavík. Aftari röðf.v. Brynhildur Bjarnadóttir, formaður; Brynjar Halldórsson, ritari; María Oskarsdóttir, meðstjórnandi og Hermann Larsen, gjaldkeri. Fremri röð f.v.: Ag^nar Kári Sœvarsson, varaformaður og Kristbjörn Oskarsson, meðstjórnandi. A myndina vantar Ingunni Halldórsdóttur. Sjálfsbjörg á Húsavík og nágr. sendir sínar fjörutíu ára baráttu- kveðjur til allra landssambandsfé- laga Sjálfsbjargar, svo og þeirra, er starfa fyrir þá er minna mega sín. Lifið heil. Brynhildur Bjarnadóttir formaður. Flaggað við Snœland, félagsheimili Sjálfsbjargar við Árgötu 12 á Húsavík, þegar haldið var upp á 40 ára afmœli félagsins 9. september síðastliðinn. Sjálfsbjörg, Isf. fœrði félaginu fánastöng að gjöf sem sést þó ekki á þessari mynd. 4

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.