Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Qupperneq 5
Klifur
Siálfsbjörg. landssamband fatlaðra:
Hættir afgreiðslu
P-merkja
Stæöiskort
ryrírhreyTiharníaða
Gilrlir til: 00.00.0000
Nr.: 000-0000-00000
ÚKjefandi:
000000000000000000
Lögreglustjórinn í Reykjavík og sýslumenn víðs vegar um landið sjá nú um af-
greiðslu kortanna en ríkislögreglustjóri er útgáfuaðili. Umsóknareyðublöð fást hjá
lögreglustjóra og sýslumönnum.
Þann 5. júní 2000 tók í gildi
reglugerð um útgáfu og notk-
un stæðiskorta fyrir hreyfi-
hamlaða. Frá og með þeim degi
hætti Sjálfsbjörg lsf. að afgreiða P-
merki en þau merki sem gefin höfðu
verið út fyrir gildistöku reglugerðar-
innar eru í gildi þar til dagsetning
rennur út.
Lögreglustjórinn í Reykjavík og
sýslumenn víðs vegar um landið sjá
nú um afgreiðslu kortanna en ríkis-
lögreglustjóri er útgáfuaðili. Um-
sóknareyðublöð fást hjá lögreglu-
stjóra og sýslumönnum. Um er að
ræða tvö eyðublöð annað fyrir lækni
og hitt sem umsækjandi fyllir sjálfur
út. Umsóknum skal skilað til lög-
reglustjóra/sýslumanns þar sem um-
sækjandi á lögheimili eða dvelur að
jafnaði. Umsóknareyðublöð fyrir
stæðiskortin má einnig fá hjá Sjálfs-
björg, landssambandi fatlaðra, Há-
túni 12 í Reykjavík svo og aðildarfé-
lögum landssambandsins um allt
land.
Miklar breytingar hafa verið gerð-
ar á útliti kortsins og gildir það nú
einnig í ríkjum Evrópusambandsins.
Þetta verður að teljast mikil framför
því gömlu merkin giltu ekki í öðrum
löndum. Aðrar jákvæðar breytingar
eru að kortin eru gefin út á einstak-
linga en ekki bifreið þannig að við-
komandi á að geta notað það í hvaða
bifreið sem er. Kortin eru sem fyrr
gefin út til fimm ára en einnig er
möguleiki að fá kort sem gildir í
skemmri tíma, gerist þess þörf.
Sjálfsbjörg hefur ekki alveg sleppt
hendinni af kortunum því fulltrúi
samtakanna situr í sérstakri úrskurð-
arnefnd sem dómsmálaráðherra
skipar. Þessari nefnd er meðal ann-
ars ætlað að fjalla um synjanir á út-
Klifur á
Veraldarvefnum
Isumar var gerð tilraun til að
birta fréttablaðið Klifur á
vefnum okkar á svokölluðu
pdf. formi en þá lítur blaðið út
eins og það kemur úr prent-
smiðju. Því miður gafst þetta
ekki vel. Blaðið okkar er ein-
faldlega of stórt. Það tók lang-
an tíma að fá það fram og var í
raun ekki nema fyrir öflugustu
vélar með háhraða sambandi.
Við höfum því ákveðið að
hætta að birta blaðið í þessu
formi og taka í staðinn upp
gamla formið þ.e.a.s. að birta
einungis texta blaðsins á vefn-
um sem venjulegan HTML
texta.
Þeir sem vilja hins vegar fá
blaðið sent í áskrift eru beðnir
um að setja sig í samband við
skrifstofu Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra í síma 552 -
9133.
F.h. útgáfunefndar
Sjálfsbjargar,
Jón Eiríksson.
Brandari
Hafnfirðingur nokkur var
spurður að því hvað þeir vœru
margir bræðurnir. Ekki stóð á
svarinu: Það er ég, Hebbi,
Gunni og Valdi pabbi. Og
mamma er elst af okkur
bræðrunum!
5