Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Side 9

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Side 9
Klifur - framhald af bls. 7 tróðu þar upp með söng og hljóðfæri af ýmsum gerðum, svo sem skálum, sleifum, bollum, greiðum, regnhlíf- um og hverju því sem hendi var næst. Síðan var farið í ýmsa leiki. Á föstudeginum var lífið tekið ró- lega, til að safna orku fyrir Tívolíið og heimferðina daginn eftir. Sumir fóru samt aftur til Odder, leiðbein- andinn með flugnabitið fór aftur til læknis, komin með ígerð í sárið, aðr- ir fóru í gönguferðir í dæmigerðri danskri rigningu t.d. til að kaupa kók, nammi og jarðarber (hm, af hverju jarðarber?). Afgangurinn af deginum, var sem sagt notaður til þess að slappa af, ganga frá og taka til. Bryndís kom sérstaklega frá Köben til að hjálpa okkur að ganga frá. Haldið heim á leið Laugardagur, haldið af stað heim til íslands. Allir voru vaknaðir klukkan 7, klæddir og komnir á ról. Farið var í síðasta skiptið upp í matsal til að snæða morgunmat að hætti Dana. Gamli Olle (ostur) var snæddur ofan á nýbökuðu brauði og ýmislegt fleira góðgæti. Strax eftir morgumat var haldið til Kaupmannahafnar, nánar tiltekið Tívolíið. Eftir hádeg- isverð á Hard Rock voru allir mætt- ir í Tívolígarðinn með armbönd og prófuðu meirihlutann af tækjunum með bros á vör. Síðan var haldið upp á flugvöll þar sem Nolli og Bryndís voru kvödd með tár á hvörmum. Flugið gekk vel og vorum við lent á íslandi klukk- ann 23:30 að staðartíma. í Leifstöð- inni kvöddumst við með söknuð í hjarta. Frábær ferð var á enda. Hópurinn styrktist til muna við þessa ferð og er nú orðinn eins og ein stór fjölskylda, jafnt unglingar sem leiðbeinendur. Fyrir hönd BUSLARA: Arni, Lárus, Kolbrún, Halla, Halli, Leifur, Brynja, Aðalbjörg og Begga. Sjálfsbiargarh úsið: Nýjar gestaíbúðir Teknar hafa verið í notkun tvær nýjar gestaíbúðir í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12 um leið og hinar tvær sem áður hafa gegnt þessu hlutverki voru settar í almenna útleigu. Algengt er að fólk utan að landi sem er að leita sér lækninga eða sinna öðr- um erindum í Reykjavík dvelji í íbúðunum. Sjúkrarúm er í íbúðun- ‘flt um svo og tvíbreiður svefnsófi er því svefnpláss fyrir þrjá einstak- linga. íbúðimar eru búnar öllum helstu nauðsynjum og eru að- gengilegar fólki í hjólastólum. Gestir geta keypt sér máltíðir í mötuneyti Sjálfsbjargarheimilis- ins á sanngjömu verði. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 552-9133 ISLANDSBANKIFBA ERFÐAGREININC 9

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.