Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Side 11

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Side 11
Klifur „Ég elska að vinna með börnum." - segir Sigríður Ósk Geirsdóttir, semfékk vinnu ígegnum „Atvinnu með stuðningi.“ „Þetta hefur allt gengið að óskum og starfsfólkið hefur tekið mér vel,“ segir Sigríður sem hér sést ásamt nokkrum börnum á leikskólanum Foldakoti þar sem hún hefur starfað í tæpt ár. Mynd/kmh. Sigríður Ósk Geirsdóttir var búin að leita sér að vinnu í langa tíma er henni var kynnt verkefnið Atvinna með stuðningi. Hún fékk vinnu fljótlega eftir það og hefur nú unnið á leikskólanum Foldakoti í Grafarvogi í tæpt ár. Hún er yfir sig ánægð enda segist hún ekki geta hugsað sér skemmti- legri vinnu en að vinna með bömum. Sigríður er haldin sjaldgæfum sjúkdómi sem á íslensku hefur verið kallaður vöðva- og taugakyrking. Hann gerir það að verkum að vöðva- svömn líkamans er sein og við- brögðin því ekki sem skyldi. Sigríð- ur á erfitt með ýmsar hreyfingar og þreytist mjög fljótt. Hún á það t.d. til að missa skyndilega mátt í fótum og detta og verður því að fara mjög var- lega. „Ég var 18 ára gömul þegar í Ijós kom að ég var haldin þessum sjúkdómi. Faðir minn slasaðist eftir að hann missti mátt í fótunum og datt illa. í kjölfarið vorum við systk- inin send í rannsókn. Systir mín er líka haldin þessu sjúkdómi en bróðir okkar hefur alveg sloppið.“ Sigríður vann á Reykjalundi í 11 ár en varð að hætta þegar deildinni sem hún vann á var lokað og öllu starfsfólki sagt upp. „Ég var búin að leita mér að vinnu í nokkum tíma, hafði m.a. haft samband við Vinnu- miðlun fatlaðra en það kom ekkert út úr því. Þegar haft var samband við mig frá Svæðisskrifstofu Reykjavíkur og mér kynnt verkefnið Atvinna með stuðningi leist mér strax vel á það. Mér bauðst að vinna á sjúkrahúsi en ég sagði að ég myndi helst af öllu vilja vinna á leikskóla. Ég hef alltaf verið mikið gefin fyrir böm. Mamma er fóstra og þess vegna þekki ég vel til starfsins sem fram fer á leikskólum. Og þetta gekk upp og ég var fljótlega komin í vinnu.“ Allir jafnir á vinnustaðnum Sigríður vinnur á Foldakoti alla daga vikunnar frá kl. 9 til 13:30. Á þriðjudögum og föstudögum fer hún eftir vinnu á Dagvist Sjálfsbjargar þar sem hún er til kl. 16. Hún notar ferðaþjónustu fatlaðra til að komast til og frá vinnu. Sigríður segir starf- ið fjölbreytt og skemmtilegt. „Ég byrja t.d. vinnudaginn á að leika við bömin og síðan fer ég og hjálpa til í eldhúsinu. Mér finnst afskaplega skemmtilegt að vinna með bömum, þau eru svo opin og hlý. Þetta hefur allt gengið að óskum og starfsfólkið hefur tekið mér vel. I byrjun vissi það ekki hversu fötluð ég var, þan- nig að það spurði mig alltaf hvort ég treysti mér til að gera hina og þessa hluti sem þurfti að gera. Ef það er eitthvað sem ég treysti mér ekki til að gera þá segi ég það strax og þá er bara einhver annar sem gerir það. Það em allir jafnir á þessum vinnu- stað og vinnuandinn er góður. Mér var einnig sagt að taka bömin ekki upp nema ég treysti mér til að halda á þeim. Sum þeirra tók ég upp þeg- ar þau vom yngri, en ég get ekki haldið á þeim núna þegar þau em orðin svona stór. Ég bara leiði þau og set þau á stólana. Það er líka engin þörf á að halda stöðugt á böm- um þegar þau em orðin svona stór, þannig að þetta hindrar mig ekkert í starfi.“ Krakkarnir spyrja mikið Sigríður segir krakkana sömuleiðis hafa tekið sér vel. „Ég er stundum hrædd um að detta þegar þau em að hlaupa til og frá en þá þarf bara að 11

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.