Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Síða 15
Klifur
þessi tími verðbréfabrasks síðustu
ára, þar sem allt gengur út á að
græða peninga með einhverjum
hætti, hafa bitnað á hinum félags-
legu viðhorfum í þjóðfélaginu. Ég
tel að kjör öryrkja hafi verið snöggt-
um betri en þau eru í dag þegar ég
hætti á þingi, þó að mörg mál hafi
unnist. Þá var alltaf reynt að halda
þeirri meginreglu að öryrkjar væru
þó að minnsta kosti á sambærilegum
launum og lægst launaða fólkið í
þjóðfélaginu. En síðan var það afn-
umið. Ég verð að segja að ég hef
orðið fyrir vonbrigðum með stjóm-
völd á síðustu tíu ámm. Það ríkti
kreppa á tímabili og þá hugsuðum
við með okkur að kreppan gæti ekki
annað en komið að einhverju leyti
niður á öryrkjum líka, sem það svo
sannarlega gjörði. En í uppsveiflu
síðustu ára þá hefur hins vegar ver-
ið lag að gera átak, en það hefur því
miður ekki verið gert. Ég harma
það skilningsleysi stjómvalda þegar
menn sitja á ríkiskassa, sem segja
má að hafi flotið út af á síðustu 2-3
ámm og fjármálaráðherra er farinn
að kvarta yfir því hvað afgangurinn
sé mikill, af hverju í ósköpunum sé
ekki hægt að nota eitthvað af þess-
um afgangi til að rétta kjör þeirra
sem hafa það hvað lakast.“
Blind peningahyggja veður uppi
En hvað telur Helgi að þurfi að gera
til að opna augu stjómvalda? „Ég tel
að við höfum lagt öll plögg á borð-
ið. Það hafa verið lagðir fram vand-
aðir útreikningar fyrir stjórnvöld
sem sýna ástandið svart á hvítu. Ég
held að það sé ekki í mannlegu valdi
að opna augu þess stjómmálamanns
sem lokar augunum fyrir þeim
vanda að einstaklingur eigi að kom-
ast af á innan við 70 þúsund krónum
á mánuði og sambúðarfólk á innan
við 100 þúsund krónum. Menn eru
þá bara ákveðnir í því að núverandi
ástand sé gott. Þegar maður talar
við suma af þessum ágætu þing-
mönnum, sem margir hverjir eru
góðir kunningjar mínir, þá viður-
kenna þeir að ástandið sé ómögulegt
og að lagfæringa þurfi við en svo
gerist ekki neitt. Skrefin sem tekin
eru í leiðréttingaátt ná aðeins svo
alltof skammt. Breytingin á dögun-
um hjá tryggingaráðherra var góð
svo langt sem hún náði. Hún
breytti hins vegar litlu sem engu um
kjör þeira öryrkja sem minnst hafa,
en raunar er því lofað að sú breyting
sé í ekki alltof mikilli fjarlægð. Það
þarf að vinna að því með öllum til-
tækum ráðum að lagðar verði aðrar
áherslur í samfélaginu. Fjármunir
einstakra aðila eiga ekki að ráða
heldur heildin. Hvarvetna í samfé-
laginu veður uppi þessi blinda pen-
ingahyggja. Menn greiða sjálfum
sér laun upp á tugi milljóna á ári og
blikna ekkert eða blána við það.
Þeim þykir bara eðlilegt að gera
slíkt af því að þeir hafa unnið hjá
viðkomandi fyrirtæki og ávaxtað
peningana sína nógu vel. En þeir
sem enga peninga eiga til að ávaxta
komast aldrei inn í þetta kerfi og
geta þar af leiðandi aldrei nýtt sér
það. Ef ég væri ekki orðinn svona
gamall þá myndi ég fara aftur í
framboð og berja á þessum málum á
réttum vettvangi. Það eru menn á
þingi sem hafa vakið athygli á mál-
efnum öryrkja, þingmenn úr öllum
flokkum, sem vilja þessum hags-
munahópum vel, en þeir hafa bara
orðið undir í þeirri þjóðfélagsþróun
sem orðið hefur. Og
þetta sér allt samfé-
lagið, að hinir ríku
eru að verða ríkari
og hinir fátæku fá-
tækari. Þetta er
gömul lumma, en
hún hefur svo sann-
arlega sannast á síð-
ustu árum. Innan
okkar raða er hópur
sem hefur það veru-
lega slæmt, einstak-
lingar sem lifa ekki
bara við hungur-
mörk margir hverjir,
heldur eru þeir líka svo félagslega
einangraðir. Þeir eru dæmdir til fé-
lagslegrar einangrunar og geta ekki
tekið þátt í einu eða neinu. Oft er
mjög sárt að heyra sögur manna um
það hvernig þeim gengur að veita
bömum sínum það sem öðrum börn-
um er veitt, það er átakanlegast af
öllu.“
Þörf á að menn samstilli krafta
sína
Helgi segir suma vilja kenna Ör-
yrkjabandalaginu sjálfu um hvemig
komið er fyrir öryrkjum í dag, að
þar á bæ hafi menn einfaldlega ekki
unnið sína heimavinnu. „Eflaust
má halda þessu fram, en ég fullyrði
þó að hér hafa menn lagt sig fram
með öllum tiltækum ráðum og not-
að allar mögulegar aðferðir til þess
að reyna að koma þessum málstað á
framfæri og gert það með eins fjöl-
breyttum hætti og mögulegt er.
Fólk verður líka að átta sig á því að
við erum að berjast fyrir hópi sem er
samningsréttarlaus og hefur engan
rétt til að krefjast eins eða neins, t.d.
með verkfallsrétti. Við verðum ein-
faldlega að láta okkur nægja
ákvarðanir stjórnvalda eftir að
kjarasamningar hafa verið gerðir.
En ég leyni ekki vonbrigðum mín-
um með að sjá ekki meiri árangur
þegar ég hverf frá störfum. Þá á ég
ekki við af minni baráttu, heldur af
baráttu þeirra ótalmörgu sem koma
að þessum málum, bæði í félögun-
um okkar og í bandalaginu, vegna
þess að þetta er sameiginleg barátta
svo margra. Allar mögulegar að-
ferðir hafa verið
reyndar og ekkert
hefur skilað þeim
árangri sem ég hefði
viljað sjá. Ef til vill
þurfa menn að sam-
stilla krafta sína enn
betur og gera virkn-
ina ennþá meiri.
Maður heyrir líka
rætt um það, meira
að segja valdamenn
í þjóðfélaginu, að
öryrkjar hafi það
bara ágætt og á
meðan sú skoðun er uppi þá batnar
ástandið auðvitað ekki. Þá eru
menn einfaldlega í óraunverulegum
tengslum við fólkið í landinu. Eldri
borgarar kvarta líka yfir sínum kjör-
um en þó tel ég að mjög margir þeir-
ra séu mun betur settir vegna þess
að þeir hafa getað unnið svo til alla
sína lífsleið og eignast eignir. Hins
vegar hefur margt af okkar fólki, t.d.
„Mér hefur fundist
þessi tími verðbréfa-
brasks síðustu ára,
þar sem allt gengur
út á að grœða pen-
inga með einhverjum
hœtti, hafa bitnað á
hinum félagslegu
viðhorfum íþjóðfé-
laginu.“
15