Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Page 17
Klifur
„Ég dáist oft aðfólki hvað það vinnur mikið þrátt fyrir þessar skerðingar sem
dynja yfir það í hvert skipti sem þaðfœr launaumslagið frá Tryggingastofnunf'
segir Helgi.
spannar afskaplega vítt svið, í raun
allt litróf mannanna sem leiðir til
þess að maður kynnist gífurlega
mikilli fjölbreytni í starfinu. Starfið
hefur gefið mér færi á að komast að
kviku mannlífsins þar sem fólk býr
við hvað erfiðust kjör. Margt af
þessu fólki sýnir þó oft undraverða
lífsgleði og lífsþrótt þrátt fyrir alla
erfiðleikana. Maður er oft gjörsam-
lega gáttaður yfir því hvað þetta fólk
er í raun og veru orðið þroskað og
tekur þessum hlutum með miklu
jafnaðargeði og vinnur vel úr sínum
málum.
Félagsmálafulltrúastarfið, sem ég
tók að mér í byrjun, var m.a. hugsað
sem samskiptaaðili við aðildarfélög
Öryrkjabandalagsins og það varð
býsna mikið starf eftir því sem þeim
fjölgaði, en þau eru 26 að tölu í dag.
Samstarfið við félögin hefur verið
afar ánægjulegt og það hefur verið
gott að vinna með þeim sem þar að
koma. Við höfum lagt okkur fram
um að heimsækja félögin reglulega
og vera í góðu sambandi. Vinnan
við fréttablað Öryrkjabandalagsins
hefur sömuleiðis veitt mér mikið
yndi og ánægju þrátt fyrir alla fyrir-
höfnina sem því fylgir. Blaðið, sem
kemur út fjórum sinnum á ári, fer út
til allra aðildarfélaga okkar, sem
þýðir að það fer til 18
þúsund áskrifenda.
Við verðum auðvitað
vör við hvaða þýð-
ingu það hefur að
fólk geti fylgst með
því sem er að gerast
hjá félögunum og
bandalaginu sjálfu.
Margt af þessu fólki
sem fær blaðið hefur
einfaldlega ekki efni
á að kaupa sér dagblöð eða tímarit
og þar af leiðandi er blaðið eins og
hver önnur himnasending.
Það hefur verið gott að vinna inn-
an veggja Öryrkjabandalagsins hér í
Hátúni. Við höfum verið mjög
heppin með starfsmenn og andrúms-
loftið á vinnustaðnum er gott. Gott
andrúmsloft á vinnustað hefur gríð-
arlega mikið að segja, það gerir
manni gott á sama hátt og það getur
verið afskaplega slæmt fyrir sálar-
tetrið að vera alltaf í andrúmslofti
þar sem hið neikvæða ríkir.“
Mun hafa nóg fyrir stafni
En hvað vill Helgi segja um framtíð-
ina er viðkemur málefnum öryrkja?
„Við lifum í það auðugu landi, að ef
menn vilja á annað borð skipta þess-
um gífurlegu þjóðartekjum okkar
jafnt, þannig að þeir hópar sem
minnst hafa fái eðlilegan hlut af
þeim, þá dettur mér ekki í hug annað
en að segja að framtíð-
in sé björt, líka fyrir þá
verst settu.“
Þrátt fyrir að Helgi
láti senn af störfum þá
fer því fjarri að hann
ætli að sitja með hend-
ur í skauti. „Ég mun
áfram vera víða á vett-
vangi, bæði í félögum
fatlaðra sem og hjá
bindindishreyfing-
unni, þannig að ég kvíði því ekkert
að ég hafi ekki nóg að gera. Svo á ég
mín persónulegu áhugamál, sem ég
ætla að reyna að sinna, bæði skrift-
um og öðru, þannig að ég mun hafa
nóg fyrir stafni. Ég er eiginlega
hræddari um að maður fái meira en
nóg að gera, en að vera aðgerðarlaus
með öllu. Við hjónin ætlum að
hætta að vinna á sama tíma og reyna
þá bæði að njóta lífsins og gera það
sem okkur helst langar til. Ég mun
að sjálfsögðu áfram fylgjast vel með
málefnum öryrkja. Ég held að mér
finnist að mörgu leyti betra og auð-
veldara að taka þátt í umræðunni og
vera harður og grimmur, eins og ég
hef reyndar oft verið, þegar ég er
ekki að gera það af neinni skyldu-
rækni. Það er einfaldlega vegna
þess að þetta er mín innsta hjartans
sannfæring og er búin að vera það
lengi. Ég var alinn upp við það sem
ungur drengur að það ættu allir að
hafa það sem allra jafnast í samfé-
laginu og ég ætla að vona að ég hafi
alla tíð haldið fast við þá megin-
skoðun.“
Texti: Kristrún M. Heiðberg.
„Ef ég vœri ekki
orðinn svona gam-
all þá myndi ég
fara aftur ífram-
boð og berja á
þessum máilum á
réttum vettvangi.u