Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Qupperneq 18

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Qupperneq 18
Klifur Á sióðum Zorba - Ferðasaga eftir Sigurð Björnsson. Á Krít eru grískar ortódoxkirkjur á flestum jörðum, moskurfrá tímum Tyrkja og virkifrá tímum Feneyinga. Hellirinn sem Seifur á að hafafœðst í er þarna og rúst- irnar í Knossos, sem sjá má á myndinni. Myndirlkmh. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæð- inu stóð fyrir ferðalagi fyrr í sumar sem hér mun í stuttu máli greint frá. Farið var með ferðaskrifstofunni Urval-Utsýn til Krítar, þeirrar fomfrægu eyjar sem stærst er af grísku eyjunum. Við vomm 21 í hópnum sem lagði í hann árla morguns þann 26 júní. Flogið var með leiguflugi beint til Krítar og er flugleiðin 5-6 stundir. Lent var á flugvellinum við Hania, sem er önnur stærsta borgin á eyjunni, og stendur á skaga sem er merkilegur fyrir það að kvik- myndin „Grikkinn Zorba“ var tekin upp þar og er vettvangur sögunnar. Það var tiltölulega auðvelt að upp- lifa Zorbastemningu þarna, um- hverfið, músíkin, húsakostur og fólkið sjálft kallaði hana fram. Það tók á móti okkur sól, mikil sól og enn meiri sól. Hitinn var yfir 30 gráður en það var bara fyrst sem okkur þótti hitinn mikill. Aður en ferðin var öll þótti svalandi er kvöldhitinn fór niður í 30 stig. Flugvöllurinn er í um 70 km fjar- lægð frá hótelinu. Rútur sáu um flutninga á milli, en þær vom illfær- ar hreyfihömluðum. Sendibíll beið okkar hinna sem ekki gátum nýtt rútukostinn. Bíll þessi reyndist skelfilegur, án nokkurra festinga og lofthæðin var höfði mínu of lítil. Eftir mikið brambolt tókst að koma okkur fyrir þó þannig að undirritað- ur varð að halla undir flatt alla leið- ina. Það var eins gott að við lentum ekki á ósléttum vegi, þá hefði höfuð mitt eða bílþakið látið á sjá. Sem betur fer fannst annar bfll sem var stærri og betur búinn. Hann var reyndar í einkaeigu gistihúss- eiganda en sá ágæti maður var okk- ur innan handar með bfl sinn þann hálfa mánuð sem við vomm á Krít. Sem sagt: Það er ekki auðvelt að finna sérútbúinn bfl á Krít. Að því þarf að huga í tíma. Ef hjólastóll er með í för er nauðsynlegt að hafa með sér sliskjur því lyftubúnaður og rampar þekkjast ekki á bflum. Afangastaður okkar var rétt hjá borginni Rethymno sem er þriðja stærsta borg Krítar með um 30.000 íbúa. Hótelið heitir Rithymna Beach og er sannkallað glæsihótel. Villur og einkabaðströnd Hótelið er í raun svæði eða þorp þar sem bungalowar, raðhús villur og aðalbyggingar mynda þjónustu- svæði með göngugötum, veitinga- stöðum, sundlaugum, verslunum og fleira. Hótelinu fylgir 500 metra löng einkabaðströnd og em örfáir metrar frá aðalbyggingunni á ströndina þar sem ókeypis baðbekk- ir bíða. Þjónusta var öll til fyrirmyndar, lipur og vingjamleg. Þama var sér- stakt barnasvæði, dagskrá fyrir böm og unglinga alla daga og skemmti- dagskrá var flest kvöld á einum veit- ingastaðnum. Aðgengi var alveg þokkalegt og reyndar mjög gott miðað við hversu aftarlega þessi heimshluti er í aðgengismálum fatl- aðra almennt. Það vom vissulega gallar, sumar skábrautir vom hættulega brattar og sérhönnuð snyrtiaðstaða fannst ekki. Það kom sér að sjálfsögðu illa ef baðherbergið var lítið en sum her- bergin voru sem betur fer stærri og þar komust flestir hjólastólar inn. Ef hæð á klósetti skiptir fólk máli þá borgar sig að hafa klósetthækkun með sér út. Óaðgengileg klósett em stærsta vandamál hreyfihamlaðra ferðamanna á Krít og því alveg nauðsynlegt að sýna þar fyrirhyggju eins og með bflakost. En hvað sem þessu leið þá er þetta yndislegur staður. Þama var sannar- lega hægt að slaka á, baða sig í sól og hita, já hita sem fór seinni vikuna 18

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.