Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Side 20

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Side 20
Klifur Könnun á högum íbúa í leigu- íbúðum Sjálfsbjargarhússins Sjálfsbjörg leigir út 36 íbúðir fyrir hreyfihamlaða að Hátúni 12 í Reykjavík. Þar er einnig rekið heimili fyrir um 40 mikið fatlaða einstaklinga. Sjálfsbjargarhúsið og starfsem- in þar Fyrsti áfangi Sjálfsbjargarhússins að Hátúni 12 í Reykjavík var tekinn í notkun árið 1973. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, rekur þar nú 33 leiguíbúðir, sem leigðar eru hreyfihömluðu fólki til langs tíma. íbúðimar em ætlaðar fólki á aldrin- um 16 til 60 ára en á síðustu árum er töluvert um að fólk sem er komið á ellilífeyrisaldur sæki um íbúðir. Leigjendur í Sjálfsbjargarhúsinu geta keypt sér máltíðir í mötuneyti hússins. í húsinu er sundlaug sem íbúar hafa aðgang að og þar er einn- ig starfrækt sjúkraþjálfunin Stjá. Húsverðir em starfandi og sjá þeir um viðhald íbúða og eru íbúum inn- an handar um ýmis mál, stór og smá. Á skrifstofu landssambandsins er starfandi framkvæmdastjóri, fé- lagsmálafulltrúi, bókari, fjármála- fulltrúi og æskulýðsfulltrúi. Einnig eru í húsinu gestaíbúðir og gestaherbergi sem ætlaðar em fólki sem vantar húsnæði í skemmri tíma, t.d. fólki af landsbyggðinni sem er að leita sér lækninga í Reykjavík. Nýlega vom teknar í notkun tvær nýjar gestaíbúðir í húsinu. í Sjálfsbjargarhúsinu er Sjálfs- bjargarheimilið einnig til húsa, og búa þar að jafnaði 36-39 mikið fatl- aðir einstaklingar. Einnig er í húsinu dagvist sem rekin er af Sjálfsbjarg- arheimilinu. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu hefur aðsetur í húsinu og er þar hægt að taka þátt í félagsstarfssemi af ýmsu tagi. Könnun á högum íbúa í leigu- íbúðum I maí síðastliðnum var gerð könnun á högum íbúa í leiguíbúðaálmu Sjálfsbjargarhússins. Tilgangur með könnuninni var einkum tvíþættur: í fyrsta lagi að gefa íbúum kost á að koma á framfæri skoðunum sínum á búsetu í Sjálfsbjargarhúsinu og því sem e.t.v. mætti betur fara. í öðm lagi að gefa starfsfólki landssam- bandsins vísbendingu um hagi íbú- anna. Könnunin var kynnt fyrir íbúum á húsfundi í apríl og einnig var sent bréf til þeirra allra. Könnunin var nafnlaus þannig að ekki kom fram hvaðan einstök svör komu og svör- unum var skilað í sérstakan póst- kassa sem settur hafði verið upp á göngum hússins. Spurningalistar voru sendir til allra íbúa C-álmu, samtals 35, þar af voru 24 karlar og 11 konur. Alls vom spumingamar tuttugu, þar af sautján krossaspurningar og þrjár spumingar þar sem fólki gafst kost- ur á að tjá sig í stuttu máli. Niðurstöður úr könnun Alls bárust 24 listar til baka og er það um 70% svarhlutfall. Svarhlut- fall kvennanna var aðeins hærra eða 72% á móti 62% svarhlutfalli hjá körlunum. Flestir sem svömðu vom á aldrinum 51-66 ára og þrettán höfðu búið sjö ár eða lengur í Sjálfs- bjargarhúsinu. Langflestir íbúar hússins búa einir enda eru flestar íbúðimar litlar. Einungis tvö pör eru í húsinu og engin böm. Spurt var hvemig fólki líkaði að búa í húsinu. Sögðu langflestir, eða 21 af 24, að þeim líkaði mjög vel eða frekar vel að búa í Sjálfsbjargarhús- inu og engum líkaði illa að búa þar. Hvað varðar einmanaleika og félags- lega einangrun þá sögðust átta ekki finna fyrir slíku. Átta manns merktu við stundum og stundum ekki og hinir dreifðust annarstaðar á skalann 0 til 10 þar sem 0 merkti alls enga einangrun og 10 merkti mjög mikla 20

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.