Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Side 23

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Side 23
Klifur Setið að spjalli. Frá vinstri; Hafdís Hannesdóttir, Ólöf Ríkarðsdóttir og Arnór Pétursson. Að lokum ræddi Bragi um for- dóma og viðhorf í garð fatlaðra. Lykillinn er þekking og nálægð - að kynnast hver öðrum. Sveitarstjóm- armenn eru í dag hikandi, en Bragi sagði sína afstöðu ljósa - fatlaðir eru íbúar sveitarfélagsins og eiga þar rétt, sem á að mæta í heimabyggð. Helgi Seljan framkvæmdastjóri ÖBI steig næstur í pontu og kastaði hann fram þessari vísu; Afmérfáið eflaust nóg ekki er það í lagi Ekki er ég með ágœtt „sjó“ eins og kappinn Bragi. Hann velti síðan upp ýmsum grund- vallarspumingum s.s. eftirfarandi; Afnám sérlaga. Ná hin almennu landslög nægilega yfir málaflokk- inn? Rekstrardæmið. Hver verður heimanmundur ríkisins með þessum fjórum lagaflokkum? Burðir sveit- arfélaga til að taka við málaflokkn- um. Mörg sveitarfélögin em smá og þarf væntanlega að efla þau með samruna þeirra. Samtök fatlaðra, hvemig standa þau að tengslum við sveitarfélögin? Helgi lýsti síðan ýmsum fyrirvör- um sínum við lögin, m.a. um styrki til náms fyrir fatlaða og stofnanir eins og Hringsjá, starfsþjálfun fatl- aðra, sem tryggja ber. Bað hann í lokin menn að lesa lögin og koma á framfæri athugasemdum. Fyrir- spurnir komu nokkrar, einkum um fjármagn og þjónustustig. Umræður um þetta urðu hinar gagnlegustu og er þess að vænta að þingfulltrúar hafi betur áttað sig á hvað þama er mikið í húfi ef ekki verður vel stað- ið að málum. Kosningar eru jafnan fyrirferða- mikill þáttur hvers þings og verður þeim ekki gerð full skil hér en í framkvæmdastjóm Sjálfsbjargar til næstu tveggja ára voru kosin: Arn- ór Pétursson, formaður, Pálína Snorradóttir, varaformaður, Grétar Pétur Geirsson, gjaldkeri, Hildur Jónsdóttir, ritari og Jón Stígsson, meðstjómandi. Sunnudagurinn 4. júní hófst á lagabreytingum og umræðum um þær. Gekk það greiðlega. miðað við hversu margar breytingamar voru. Efnislegar breytingar vom þó ekki miklar aðallega orðalagsbreytingar. Greinilegt var að laganefnd hafði undirbúið tillögumar vel og vand- lega. Alyktanir starfshópa voru því næst teknar fyrir og kynnti hver starshópur sínar ályktanir. Þá var aftur tekið fyrir erindi IFR um viðbyggingu við íþróttahús þess. Skrifleg tillaga kom frá for- manni Sjálfsbjargar lsf. Amóri Pét- urssyni: „Þingið heimilar samband- stjóm að taka ákvörðun í þessu máli þegar nánari upplýsingar liggja fyr- ir.“ Gengið var til atkvæðagreiðslu og tillagan samþykkt með 16 at- kvæðum gegn 12. Þingforseti leit- aði eftir hvað margir sætu hjá við at- kvæðagreiðsluna og reyndust þeir vera þrír. Þingforseti úrskurðaði að málið hlyti ekki afgreiðslu þar sem hann liti svo á að 2/3 fulltrúa eða 34 þyrftu að taka þátt í atkvæðagreiðsl- unni. (51:2/3 = 34.). Urðu um þetta nokkrar deilur en úrskurður þingfor- seta stóð. Framkvæmdastjóm var falið að ákveða með næsta þing. Síðasti liður hvers þings hefur oft á tíðum verið fjörugur þ.e.a.s. þegar önnur mál eru tekin fyrir. Að þessu sinni var hópurinn farinn að þynnast verulega þannig að fjölmörg mál sem annars hefðu komið fram voru látin bíða til seinni tíma. Guðmundur Magnússon kastaði fram þessari vísu; Löngu er nú lokið þingi látum þessum fundi lokið Legg ég til að saman syngi að sjái alveg oní kokið. Aðrir þökkuðu gott þing, og góð- an aðbúnað á Akranesi. Síðan fékk Skúli formaður Sjálfsbjargar á Akranesi orðið og þakkaði fyrir þingið. Amór Pétursson formaður sleit því næst þingi þakkaði góð þing- störf og óskaði þingfulltrúum góðr- ar heimkomu. -framhald afbls. 10 áfram starfsemi SSR eða hins vegar að flytjast undir starfsemi Vinnumiðlunar á höfuðborgar- svæðinu. Ég tel að síðari kostur- inn sé mun vænlegri og í anda þeirra frumvarpa sem lögð voru fyrir Alþingi á vorþingi. Hér á ég við frumvarp til laga um félags- þjónustu og frumvarp til laga um vinnumarkaðsaðgerðir. í báðum þessum fmmvörpum er lagt til að aðstoð við fatlaða á almennnum vinnumarkaði verði á vegum Vinnumálastofnunar og svæðis- vinnumiðlana. Það er von mín og trú að þegar störf okkar og árang- ur hjá amS verður skoðaður sjái þeir sem valdið hafa að það væri hin mesta skammsýni að halda ekki áfram með Atvinnu með stuðningi. Það er einnig skoðun mín að veru amS innan Vinnu- miðlunar höfuðborgarsvæðisins þurfi að tryggja ef vel á á takast í framtíðar uppbyggingu Atvinnu með stuðningi í Reykjavík.“ Texti: Kristrún M. Heiðberg. 23

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.