Strandapósturinn - 01.06.2018, Blaðsíða 26
24
Forspjall
Þegar ég hugsa til löngu liðins tíma, finnst mér oft eins og minn-
ingarnar beri mig af leið; allt hafi verið öðruvísi, fjöllin brattari,
tindarnir hærri, fjörðurinn lengri og víðari, stórviðri tíðari, en
blíðan líka fordæmalaus.
Sannleikurinn verður líka annar og í minningunni birtast
manneskjurnar sem gangverk í furðuveröld, ofnar skringilegri
rómantík og hetjuskap í bland við fátækt og basl, sem myndar
einhverskonar sjónarspil um mannlegt eðli og mannleg sam-
skipti, sem sköpuðu þeim örlög.
Það er vart að ég trúi eigin minni og þeim sannleika sem það
otar að mér af ágengri áfergju.
Rekinn áfram af efanum leita ég á skjalasöfnin, leggst á skjáinn,
sýsla í gömlum blöðum og bókum, sem segja aðra sögu en ég
hafði áður haft fyrir satt. Smátt og smátt tekst mér að finna leiðar-
steina, sem vísa veginn og áður en varir verða gömlu fjöllin auð-
gengnari og tindarnir lægri, veðrin mildari og lognspegill fjarðar-
ins hversdaglegur viðburður þegar innlögnina lægir. Þannig
færist allt smátt og smátt í það horf sem ég sjálfur þekki úr hvers-
dagsleika eigin lífs.
Rómantíkin í lífi forfeðranna snerist um að lifa af, eiga nóg í
skemmunni fyrir veturinn og vona að eitthvað af barnaskaranum
næði fullorðinsaldri og gæti haldið áfram að teygja söguna fram á
veginn, fram á nýja öld, yfir til nýrra kynslóða. Lengra náðu vart
draumar alþýðufólks á Íslandi á fyrstu áratugum tuttugustu aldar.
Þá fór að rofa til.
Leiðarsteinn eftirfarandi samantektar eru skjalfestar stað-
reyndir í bland við munnlegar heimildir og mína eigin reynslu,
að því marki sem mér hefur tekist að koma henni heim og saman
við það sem sannast reynist.
Fróðleiksmoli
Minnsti miðinn
Skráning í manntalið 1703 var svo nákvæm að jafnvel flakkarar og
annað lausafólk var skráð. Minnsti miðinn sem fylgdi manntalinu
er skráning á flökkufólki í Bitru og Kollafirði aðfaranótt páska-
dags árið 1703. Þessi nótt er valin þar sem páskahelgin framund-