Strandapósturinn - 01.06.2018, Blaðsíða 92
90
Jóhann Carl Söebeck
Innkominn í sóknina 1835
Jóhann Carl Söebeck beykir var fæddur 1810 í Hróarskeldu á Sjá-
landi í Danmörku. Hann kom til Reykjarfjarðar verslunar 1835.
Árið 1841 gekk hann að eiga aðra heimasætuna í Kjós, Steinunni
Jónsdóttur (1824–1878), Þórólfssonar og Helgu Hjálmarsdóttur.
Alsystkini Steinunnar voru Hjálmar (1822–1901) skipasmiður og
kaupmaður á Flateyri og Guðríður, kona Guðmundar Pálssonar
bónda í Kjós. Hálfsystkini hennar (sammæðra) voru Helga Sveins-
dóttir í Byrgisvík og Jón Jónsson „smiður“ (1819–1883) í Norður-
firði og víðar í Árneshreppi. Það má telja fullvíst að Jóhann Carl
hafi stundað beykisstörfin eingöngu þar til hann kvæntist. Þá
fluttist hann að Kjós, gerðist bóndi og bjó þar til 1851, og síðan í
Veiðileysu til 1874 og var síðan húsmaður þar til æviloka. Varla
leikur á því vafi að Jóhann Carl hafi haldið áfram beykisstarfinu
eftir að hann gerðist bóndi, því ekki er vitað um annan beyki á
„staðnum“ eða í nágrenninu, að undanskildum þeim tveimur
árum sem Rasmus Petersen beykir starfaði þar, og allt þar til Frið-
rik Ferdinand, sonur Jóhanns Carls tók við, sem síðar verður sagt
frá. Þau Jóhann Carl og Steinunn eignuðust fjölda barna. Jóhann
Carl lést 8. nóvember 1891, og hafði þá verið blindur í nokkur ár.
Rasmus Petersen
Innkominn í sóknina 1857
Rasmus Petersen, 23ja ára beykir, kom til Reykjarfjarðar sumarið
1857 frá Kaupmannahöfn. Þann 15. september árið eftir, 1858,
eignaðist hann stúlkubarn með Ingibjörgu Óladóttur Viborg,
22ja ára, sem var vinnukona á staðnum, og yngsta dóttir Óla Jens-
sonar Viborg og konu hans, Elísabetar Guðmundsdóttur. Stúlkunni
var gefið nafnið Soffía Juliana Petersen 16. nóvember 1858; var
svo efnt til kirkjubrúðkaups í Árnesi og þau Rasmus beykir og
Ingibjörg saman gefin í hjónaband.
Er ekki að orðlengja það frekar, en strax á næsta hausti, 1859,
tóku þau hjónakornin sér far til Kaupmannahafnar og höfðu
með sér dótturina ungu og 5 ára gamla dóttur Ingibjargar,
Ólínu Guðrúnu að nafni. Faðir hennar var Daníel Markússon
(1821–1874) sem um tíma var bóndi á Munaðarnesi.