Strandapósturinn - 01.06.2018, Síða 42
40
f.h.r.
Gústav A. Jónasson.
Gefið út af sýslumanni Strandasýslu, 3. ágúst 1939
Jóhann Salberg Guðmundsson.“
Samkvæmt fasteignamati 1942 er landverð Undralands 13,6%
af heildarlandverði Stóra-Fjarðarhorns.
Strax og afsalið fyrir Undralandi er undirskrifað og þinglýst,
hefst undirbúningur nauðsynlegra framkvæmda. Fyrst af öll þarf
að koma upp húsaskjóli fyrir mannfólkið og síðan búfénað. Full-
ur bjartsýni sest pabbi niður og teiknar upp húsaskipan og grunn-
teikningar af öllum fyrirhuguðum húsum. Fyrst er að telja íbúðar-
hús, hlöðu og svo sambyggð í einni húsalengju fjós, fjárhús og
hesthús. Hann teiknar á smjörpappír og sendir síðan teikningarn-
ar suður til Reykjavíkur á teiknistofu landbúnaðarins, sem teiknar
allt upp á sama hátt og forskriftin segir til um. Undirritaður er
með teikningu teiknistofunnar undir höndum, sem er uppdráttur
nr. 315 og merktur: „Hjörtur Sigurðsson Nýja Fjarðarhorni“. Þessi
uppdráttur er ódagsettur og ekki áritaður, en er af íbúðarhúsi og
útihúsum, líklega frá því snemma árs 1939. Á uppdrættinum má
sjá að heildarskipulag var hugsað frá byrjun, og vitnar um
skipulagshæfileika og skýra framtíðarsýn.
Fyrst var ráðist í byggingu íbúðarhúss, sem var einnar hæðar
steinsteypt hús, um 64 fermetrar að flatarmáli með valmaþaki.
Samhliða íbúðarhúsinu var steypt upp lítið hús, þvottahús og
geymsla. Þetta hús er ekki að finna á teikningum, hefur líklega
verið byggt af fingrum fram þar sem hvorki var gert ráð fyrir
þvottahúsi né eldiviðargeymslu í íbúðarhúsinu og auk þess vant-
aði geymslu fyrir ýmislegt annað sem tilheyrði heimilishaldi og
búrekstri í sveit. Þetta hús ásamt íbúðarhúsinu stendur enn 2016.
Meðan á byggingu íbúðarhúss á Undralandi stendur búa for-
eldrar mínir í Stóra-Fjarðarhorni út árið 1939, en árið eftir er
húsið á Undralandi orðið íbúðarhæft og þá flytja þau inn og eru
skráð þar ásamt Páli syni sínum í fyrsta sinn það ár.18
Útihús, fjós og fjárhús voru í fyrstu hlaðin upp úr torfi.