Strandapósturinn - 01.06.2018, Blaðsíða 48
46
verða gjarna til úr stórum jörðum, því að jarðeigandi hagnast á
því að skipta jörðinni í smærri býli og leigja út.
Hamar er eina hjáleigan í Fellslandi sem er í byggð 1709. Þessi
jörð er í innanverðum Þrúðardal, í neðanverðum hlíðum Klakks-
ins, sem er allhátt fjall sem rís upp af undirlendinu miðfirðis og
skiptir firðinum innanvert í tvo hluta. Að sunnanverðu gengur
Þrúðardalur og Mókollsdalur inn með hlíðum Klakksins en hin-
um megin teygjast allbrattar hlíðar til norðvesturs og sveigja inn í
Steinadal.
Túnið í Hamri er nokkuð bratt, en hefur verið gott til ræktun-
ar. Snjóþyngsli eru þar oft mikil, og af þeim sökum illt til beitar á
vetrum. Hamar er samfellt í byggð til 1909/1910, er hann fellur
úr ábúð og byggist ekki upp frá því. Túnið í Hamri var nytjað fram
yfir 1940 frá ýmsum bæjum í sveitinni. Með breyttum atvinnuhátt-
um leggst hinn litli dalabúskapur af. Í sýslulýsingu frá 1744–1749
er túnið metið á 8 hundruð, en annars eins og 1709. 1805 er
Hamar metinn með heimajörðinni en áhöfnin er þá 15 ær og 1
kýr. Búskapnum hefur hnignað eftir plágurnar, er trúlegt að þar
valdi miklu um, að leigukúgildum hafi fækkað, sbr. Hannes Finns-
son: Mannfellir af hallærum á Íslandi. Í jarðatalinu 1848 er jarðar-
dýrleiki enn 8 hundruð, landskuld 0,3, kúgildi 4 og ábúandi 1
leigjandi. Hér er landskuld og kúgildafjöldi jafnstór og 1709. Í
Jarðabók S. Thorarensen frá 1849–1850 segir að túnið sé 8 hund-
raða, slægjur reytingslegar og vetrarbeit léleg. Sumarhagar góðir.
Jörðin er metin á 120 RbD. Í endurmatinu 1861 er hún virt á 6,34
hundruð. Í fasteignamatinu 1917 er landverð jarðarinnar 10
hundruð, en húsaverð hennar 0 en þá er jörðin búin að vera í
eyði í tæpan áratug.
Heyskapurinn
Landið sem um var að ræða var ekki gjöfult, óræktaðar og
áburðarfrekar sjávargrundir, sjö til átta hektarar samtals, sem
þurfti að bylta og rækta upp. Því var erfitt að afla heyja og þurfti
að snapa engjaslátt fyrstu tíu til tólf árin. Fyrstu árin var heyjað
fram á Þrúðardal á eyðibýlinu Hamri í Fellslandi.23 Þar voru góð-
ar slægjur í gömlu túni og grasgefnar engjar þar í kring. Heyið var
bundið og flutt heim á hestum og þurrkað þar. Seinna var heyjað