Strandapósturinn - 01.06.2018, Síða 60
58
Kaupverð jarðarinnar er kr. 70.000,-
Greiðslur fari fram sem hér segir: Jón G. Jónsson tekur við og
greiðir Ræktunarsjóði Íslands lán No. 6263 að upphæð kr.
18.748,44. Kr. 51.251,56 greiðist fyrir 31/12 1958.
Þessi drög að kaupsamningi eru síðan vélrituð upp og undirrit-
uð 22. júní 1958 og vottuð af Páli Hjartarsyni og Stefáni Jónssyni.
Samningurinn er tekinn til þinglýsingar daginn eftir á mann-
talsþingi í Fellshreppi þann 23. júní 1958 og undirritaður af sýslu-
manni, Björgvini Bjarnasyni.31
Afsal var aldrei gefið út né þinglýst, því var það að þegar við
bræður festum kaup á fimm hekturum úr landi Undralands árið
2005, þá þurftum við að staðfesta með undirrituðu vottorði að
Jón G. Jónsson hefði eignast jörðina árið 1958.
Pabbi og mamma dvelja ásamt okkur þrem32 á Undralandi
sumarið 1958, en þegar haustar að lokinni sláturtíð er bærinn
tæmdur og flutt til Akureyrar.
Þar með lýkur réttri tuttugu ára eign og búsetu foreldra minna
á Undralandi.
Fróðleiksmoli
Þrúðardalur. Um hana segir í Jarðabók A.M.:
„Jarðardýrleiki 16 hundruð. Jarðareigandi einhvör dætra Þor-
steins sál. Þórðarsonar Skarði. Ábúandi Jón Þórarinsson.
Landskuld af allri jörðinni með hjáleigunni Þorsteinsstöðum hef-
ur fyrrum verið 100 álnir og eins næst fyrir bóluna. En nú eftir
bóluna er á helmingi jarðarinnar landskuld óviss, og ábúenda
sagt að gjalda svo mikið af landskuld sem hann neiðarlaust getur,
30 álnir eða minna ef miður getur. Við til húsa hefur ábúandi til-
lagt, en mjög lítið fyrir þegið. Leigukúgildi eru og hafa verið fyrr-
um og næst fyrir bóluna 4. Leigur betalast í smjöri heim. Kvaðir
öngvar fyrrum né nú. Kvikfénaður er þar 2 kýr, 1 kálfur, 12 ær, 12
lömb, 1 hross, 1 foli, 1 folald. Þar kann fóðrast 2 kýr, 1 vetrungur,
12 ær, 8 lömb, 2 hestar. Heimilismenn 4. Móskurður má vera til
eldiviðar. Grasatekja að nokkru gagni.
Hagagott á sumar. Útigangur á vetur sæmilegur. Túnið
skemmist stundum nokkuð af skriðum. Engjar fordjarfast af
skriðum úr fjallinu. Hætt fyrir fénað, stundum af klettum.