Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
Reykjavík Design flytur í Síðumúla
í nóvember í rúmlega 200 fm húsnæði
Við munum taka húsnæðið alveg í gegn, framkvæmdir
byrja um miðjan október og þið getið fylgst með því öllu
á Instagraminu okkar @reykjavikdesign.
Nýtt húsnæði
með vörum í hæsta gæðaflokki
É
g var nýverið að klára fæðingarorlof þar sem
ég hafði færi á því að vera lengi heima með
dóttur minni. Þetta var dýrmætur tími sem
kemur víst ekki aftur og ég er þakklát fyrir.
Um þessar mundir er ég í meistaranámi í
heilbrigðisvísindum með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi
og er að leggja drög að meistararitgerð minni á því sviði.
Ég mun verja næstu mánuðum í skrif og er virkilega
spennt fyrir því.“
Hvernig lýsir þú heimilinu þínu?
„Ég myndi fyrst og fremst segja að það væri mjög hlý-
legt og notalegt. Það er svolítið skandinavískt í hönnun en
mér finnst svo mikilvægt að upplifa hlýju þegar maður
kemur inn í rými. Ég hef lagt áherslu á það á þeim stöðum
sem við höfum búið á. Mér finnst mikilvægt að heimilið
haldi utan um mann ef maður getur sagt sem svo og ég
vona að það hafi tekist hjá okkur hingað til.“
Inni á heimilinu eru fallegir litir og einmitt þessi mýkt
sem Svava Guðrún talar um að sé henni mikilvæg.
„Ég held að mýktin sé eitthvað sem ég hef þróað með
mér undanfarin ár. Það tekur alltaf tíma að finna sinn eig-
in persónulega stíl. Umhverfi sem manni líður vel í og er
heimilislegt.
Ég hef komist að því að ljósir, oft kremaðir litir í bland
við fallegan við veita mér ákveðna hlýju.“
Svefnherbergið uppáhaldsstaðurinn
Svefnherbergið er uppáhaldsstaðurinn hennar í húsinu.
„Við biðum lengi með að gera svefnherbergið okkar
notalegt í gömlu íbúðinni okkar og lofuðum okkur að það
kæmi ekki fyrir aftur.
Við höfum því gert svefnherbergið nákvæmlega eins og
við viljum hafa það. Bjart og fallegt og því er það klárlega
uppáhaldsstaðurinn minn heima.“
Hvernig lýsir þú eldhúsinu ykkar?
„Eldhúsið okkar er partur af opnu rými. Eldhús-
innréttingin var öll í dökkum við þegar við fengum íbúð-
ina en við ákváðum að filma hana alla hvíta sem kemur vel
út að mínu mati.
Eldhúsið er í sjálfu sér ekki stórt en samt svo mátulegt
fyrir litla fjölskyldu.“
Herbergin í húsinu eru rúmgóð og skemmtileg og vek-
ur spegillinn inni í barnaherberginu sérstaka athygli.
„Þessi spegill er dásamlegur. Ég er bæði mjög mikið
fyrir spegla og sömuleiðis skeljar og hann hafði að geyma
hvort tveggja þannig að það kom ekki annað til greina en
að kaupa hann um leið og ég sá hann. Hann er keyptur í
barnavöruversluninni Petit og kemur frá merkinu Kon-
gens Sløjd sem er danskt, afar vandað barnavörumerki
sem ég er hrifin af.“
Hvað einkennir þitt heimili?
„Ég myndi segja að ég væri mikið í smáatriðunum. Mér
finnst kerti, bækur, vasar, styttur og strá gera heilmikið
fyrir heimilið og hef sankað að mér miklu af því á undan-
förnum árum. Til að mynda hef ég farið mikið í Góða hirð-
inn og keypt þar styttur sem prýða heimilið. Ég fæ oft
spurningar tengdar þeim.
Ein þeirra er sem dæmi gerð úr marmara og er stytta
af manni og konu. Hún er á skenknum inni í stofu.
Mamma og pabbi eiga nákvæmlega eins styttu sem þau
keyptu sér fyrir peninga sem þau fengu í brúðargjöf fyrir
þó nokkuð mörgum árum. Ég keypti þar jafnframt dökk-
an blómastand, lakkaði hann hvítan og hef hann inni í
stofu. Það er því hægt að eignast flotta hluti sem ekki
endilega þurfa að kosta mikið hafi maður augun opin fyrir
því. Þá finnst mér speglar ótrúlega mikilvægir fyrir heim-
ilið. Þeir hafa stækkandi áhrif á rými og gera allt fallegra
að mínu mati.“
Kommóðan frá ömmu í uppáhaldi
Hvað með baðherbergið og í skúffum og skápum;
hvernig skipulag er þar?
„Ég er með flokkunarbox inni í öllum skápum á baðher-
berginu. Þar skipti ég niður húð- og hárvörum, mínum
vörum, vörum mannsins míns og dóttur.“
Litirnir á veggjunum eru keyptir í Sérefnum.
„Við fengum mikla hjálp með litaval í Sérefnum sem og
ráðeggingar um hvernig er best að lakka hurðir og skápa.
Liturinn sem við völdum á alrýmið heitir Hop Greige.
Hann er fallega kremlitaður grár litur sem við hrifumst
strax af.
Inni í litla herberginu hennar Kristínar Bjargar er síð-
an liturinn Restful Melum sem er virkilega hlýlegur,
bleikur litur. Við lökkuðum síðan allar hurðir og skápa
hvíta, hálfmatta sem áður voru í dökkum lit. Við erum
ennþá með bráðabirgðagardínur úr IKEA sem þó eru
virkilega fallegar en erum búin að velja draumagard-
ínurnar sem eru frá Hvítt.is. Þær munu ramma heimilið
fallega inn og eru úr virkilega fallegu hvítgylltu efni. Ég
hlakka mjög mikið til að sjá útkomuna þegar þær verða
hengdar upp.“
Hvaða húsgagn þykir þér vænst um?
„Það er mjög falleg kommóða inni í svefnherbergi sem
kemur frá ömmu minni heitinni sem ég var mjög náin.
Ég er að gæla við hvort ég eigi að lakka hana hvíta en
hef ekki ennþá fengið mig til þess. Kommóðan er kannski
ekki alveg í litnum sem ég helst hefði viljað hafa hana í en
mér finnst hún samt passa eitthvað svo vel inn í mjúku lit-
ina inni í svefnherbergi og af því að hún kemur frá ömmu
þá þykir mér hún ósjálfrátt fallegt.
Svo kemur hún frá ömmu og þá einhvern veginn ósjálf-
rátt verður hún falleg.“
„Speglar stækka rýmið
og gera allt fallegra“
Svava Guðrún Helgadóttir býr í fallegri íbúð á Álftanesi ásamt
manni sínum og dóttur. Hún segir að rólegt umhverfi og falleg
náttúra sé einkennandi fyrir staðinn sem hún býr á.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Svava Guðrún Helgadóttir
var að klára fæðingarorlof
með dóttur sinni. Hún er í
meistaranámi í heilbrigð-
isvísindum með áherslu á
sálræn áföll og ofbeldi.
Ljósir og kremaðir litir í
bland við fallegan við
veita ákveðna hlýju.
Mýktin er nokkuð
sem Svava Guðrún
hefur verið að þróa
inni á heimilinu und-
anfarin ár. Hún segir
taka tíma að finna
sinn persónulega
stíl.
Það er ekki sama úr hvern-
ig við húsgögnin eru.
Þessi mubla fer ein-
staklega vel með ljósu.
Spegill úr barna-
vöruversluninni Petit
er frá danska vöru-
merkinu Kongens
Sløjd.
Mér finnst kerti, bækur, vasar, styttur og
strá gera heilmikið fyrir heimilið og hef
sankað aðmér miklu af því á undanförnum
árum. Til að mynda hef ég farið mikið í Góða
hirðinn og keypt þar styttur sem prýða
heimilið. Ég fæ oft spurningar tengdar þeim.