Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 40
H elga Vilmundardóttir er annar eigandi Stáss arki- tekta. Hún er með meistaragráðu frá Den Konelige Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn. Hún er stjórnarmaður í stjórn arkitektafélagsins og lýsir starfinu sínu sem fjölbreyttu og skemmtilegu. „Maður fær oftar en ekki að starfa í skapandi umhverfi en fær jafnframt að vera í góðu samtali við alla þá sem koma nálægt verkefnunum sem er ánægjulegt og gefur verkefnum meiri dýpt þegar gott samtal er á milli aðila.“ Helga býr í húsi sem er byggt árið 1960. „Við keyptum húsið árið 2015 og höfum verið að taka það hægt og rólega í gegn. Næst á dagskrá hjá okkur heima er að taka bað- herbergið okkar í gegn. Við erum búin að vera í framkvæmdapásu í nokkra mánuði en núna er ég orðin mjög spennt að tækla næsta verkefni.“ Ánægð með allt sem hún hefur gert heima Áttu þér upphálds uppgert svæði í húsinu? „Það er erfitt að velja en ég er mjög ánægð með flestallt sem við höfum gert. Eldhúsið og stofan eru kannski mín uppáhalds- svæði en líka hjónaherbergið okkar. Þar var áður þvottahús og geymslur en við breyttum því í rúmgott herbergi með „en suite“- baðherbergi og fataherbergi.“ Hvað heldur þú upp á sem er upprunalegt í húsinu? „Ég er búin að halda í loftpanil í stofunni. Mér finnst hann gefa alrýminu skemmtilegan karakter.“ Er ekki mikil kúnst að halda í það sem er gamalt, setja inn sinn eigin stíl og að uppfæra og endurgera hús sem eru gömul? „Hönnun og arkitektúr tvinnast saman“ Helga Vilmundardóttir arkitekt á fallegt hús sem var byggt árið 1960. Fjölskyldan eignaðist húsið árið 2015 og hefur verið að gera það upp hægt og rólega á undanförnum árum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Unnur Karen Fjölskyldan keypti húsið árið 2015 og hefur verið að gera það upp hægt og rólega á undanförnum árum. Helga er með meistaragráðu frá Kon- unglega list- og arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn (d. Den Kongelige Kunstakademiets Arkitektskole). Fyrri eigendur hússins gáfu fjölskyldunni þennan sófa. Hann var búinn til fyrir rýmið á sjöunda áratugnum og er upprunalegur og gerður af portúgölskum húsgagnasmiði. Þegar þurfti að endurnýja svampana í honum var settur á hann þessi hressandi litur. Á veggnum eru ljós frá Louis Poulsen sem passa vel við bronskúlurnar frá Tom Dixon. 40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.