Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
Hafðu samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
ALHLIÐAMÚRVERK
ÞAKVIÐGERÐIR
GLUGGASKIPTI
H
ildur starfar einnig sem umhverfisfræð-
ingur og er skipulagsfulltrúi Faxaflóa-
hafna. Hún er framkvæmdaglöð áhuga-
kona um pottaplöntur, sem elskar að deila
fallegri hönnun og list á samfélags-
miðlum.
Hildur var að byrja að starfa aftur eftir eitt ár í
barneignaleyfi. Auk starfa hennar sem skipulags-
fulltrú starfar hún við sjálfstæð arkitektaverkefni,
innanhússráðgjöf og annað því tengt.
„Ég er með lítil börn og mann sem vinnur mikið
þannig að ég þarf að velja verkefni sem ég fæst við
gaumgæfilega. Skipulagsmál og vandað borg-
arumhverfi er mér hjartans mál og ég fæ góða útrás
fyrir það í vinnunni en það veitir mér líka mikla gleði
þegar fólk treystir mér fyrir heimilinu sínu. Þar sem
tími minn er af skornum skammti þá vel ég í þeim
verkefnum að vinna með fólki sem er opið fyrir ein-
hverju nýju og spennandi. Ég tek alltaf útgangspunkt
í persónulegum stíl fólks og reyni alls ekki að troða
mínum stíl inn á aðra. Ég er auk þess í sífelldum fram-
kvæmdum heima fyrir og elska að deila því með öðrum
á Instagram.“
Býr í 270 fermetrum
Hvað getur þú sagt mér um heimilið þitt?
„Heimilið mitt er 270 fermetra raðhús byggt um
1960. Það er þeim töfrum gætt að geta endalaust
breyst og þróast með fjölskyldunni. Þegar við tókum
við raðhúsinu var það búið að vera í herbergjaleigu og
hafði séð fífil sinn fegurri en við erum búin að taka það
mikið í gegn. Við rifum niður veggi þannig að birti til,
settum gólfhita og ný gólfefni á allt, endurnýjuðum
eldhúsið og stækkuðum það og ýmislegt annað. Eins
og stendur erum við með auka íbúð í kjallaranum sem
við leigjum út, sem er algjör draumur í dýrum fram-
kvæmdum, en við sjáum fyrir okkur að geta síðar meir
notað íbúðina sem athvarf fyrir elstu börnin okkar.
Næstu skref hjá okkur eru að fara í miklar fram-
kvæmdir í garðinum þar sem hver fermetri af litla
garðinum okkar verður nýttur til hins fyllsta með per-
gólu, heitum potti, útieldhúsi og ýmsu öðru. Auk þess
sem við ætlum að fara að byggja yfir stórar vannýttar
þaksvalir. Mig langar síðan til þess að opna inn í bíl-
skúr í rými með aukinni lofthæð og útbúa þar bóka-
stofu með arin og mögulega bíótjaldi en ég reyni að
tala sem minnst um það svo það líði ekki yfir manninn
minn en við erum misframkvæmdaglöð. Við höfum
reynt að nýta fermetrana sem best en við tókum ný-
verið í gagnið um 35 fermetra í kjallaranum sem höfðu
farið í geymslu á ýmsu drasli. Í stað þess að vera með
hrörlega geymslu þá erum við nú með rými sem ég
kýs að kalla pastelhellinn sem hýsir ógrynnin öll af
leikföngum, lítið hús fyrir þær yngstu, Playstation-
horn með bleikum sófa, leikfimisrimla og ýmislegt
annað. Rýmið nýtist fyrir bæði börn og í sumum til-
vikum manninn minn og vini hans þegar þeir hittast.
Þannig kemst ég líka hjá því, alla jafna, að vera með
leikföng úti um allt hús og Playstation suðandi í sjón-
varpinu. Þau sem fylgja mér á Instagram hafa fylgt
„Er í sífelldum
framkvæmdum
heima fyrir“
Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt á raðhús sem byggt var árið 1960. Hún er alltaf
að hanna og breyta en segir mikilvægast af öllu að vera þakklátur fyrir heimilið sitt.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Innréttingar úr
Ikea. Borðplatan
er Dekton-steinn
frá Steinsmiðjunni Rein.
Á veggnum eru hillur úr IKEA sem
Hildur lakkaði og eru því í stíl við
herbergið sjálft. Rósirnar á veggn-
um pantaði hún á netinu.
Hildur segir að liturinn á svefn-
herberginu sé alger töfralitur. Það
er mjög hátt til lofts og liturinn held-
ur vel utan um þau hjónin.
Á ganginum er
upprunalegt hand-
rið sem býr yfir
miklum sjarma.
Hildur setti þessi
þrjú ljós upp til að
skapa stemningu.
Verk eftir Bjarka Bragason lista-
mann prýðir stofuna á heimilinu.
Ljósmyndir/Hildur Gunnlaugsdóttir