Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 22
að sækja og ganga frá hlutunum hjá okkur. Frá
því að við byrjuðum að búa höfum við lagt mik-
ið upp úr því að eldhúsið sé skipulagt en það
hefur komið í veg fyrir óþarfaeyðslu í mat-
vörubúð og einnig spornað gegn matarsóun.
Við hendum mjög litlum mat og það má þakka
góðu skipulagi fyrir það. Synir okkar sem eru
tveggja og þriggja ára að aldri eru líka
skemmtilega skipulagðir.
Þeir flokka leikföngin sín í rétta kassa,
ganga frá útifötum eftir sig og geta nálgast allt
sitt dót auðveldlega. Fataskáparnir okkar eru
alltaf léttir og erum við mjög dugleg að gefa
fötunum okkar nýtt líf. Inni á baðherbergi eru
bara snyrtivörur sem við notum, við vitum hvað
er til og hvað þarf og hvað þarf ekki að kaupa.“
Á meðan fjölskyldan byggir sér hús leigja
þau íbúð sem er 70 fermetrar að stærð.
„Íbúðin rúmar okkur vel og myndi án efa
enginn trúa að við erum fjögur sem búum í
henni því við erum frekar mínimalísk og eigum
lítið óþarfa dót.
Við eigum sem dæmi einn jólakassa og í hon-
um er meira að segja jólatré.
Allir hlutir eiga sinn stað og enginn staður á
heimilinu okkar sem er í óreglu eða skápur sem
búið er að troða dóti í.“
Því minna dót því betra
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn heima?
„Sennilega bara allir staðir. Ef þeir eru
skipulagðir og lítið á þeim þá líður mér vel. Því
minna dót því betra. Þegar kemur að því að
raða í fataskápa þá höfum við bara fatnað í
skápunum sem við notum og ekkert umfram
það.
Í efri hillunni er eitthvað sem ég þarf ekki í
daglegu lífi en nota samt en bara sjaldnar. Ég
er með það skipulagt í boxum. Sem dæmi er
eitt box fyrir belti og annað fyrir veski.
Svo finnst mér gott að hengja fötin á
herðatré þannig að ég sé þau strax þegar ég
opna skápinn. Ég er ekki með spariföt eða föt
sem ég nota mjög sjaldan hangandi, þau fá að
vera í boxi í efri hillunni svo að þau séu ekki
„fyrir“. Nærföt og sokkar eru flokkuð í körfur
og allt brotið saman og snyrtilegt. Ef hluturinn
er ekki fatnaður eða fylgihlutur á hann ekki
heima í skápnum.“
Eldhúsið einstaklega skipulagt
Hvað með eldhúsið og baðherbergið?
„Við erum með tvær skúffur inni á baði undir
vaskinum þar sem við geymum allt það sem við
S
óley Ósk hefur mikinn áhuga á
naumhyggjulegum lífsstíl, fjár-
málum og fjölskyldunni. Hún er í
fullri vinnu í sínu eigin fyrirtæki,
með tvo unga drengi, unnusta og að
byggja sér hús.
Fyrr á þessu ári opnaði hún vefsíðuna
Heimaskipulag sem býður upp á úrval af skipu-
lagsvörum ásamt þjónustu til að koma heim-
ilinu í lag.
„Hugmyndin á bak við Heimaskipulag er
ekki bara sala á vörum, heldur alls konar þjón-
usta sem hægt er að kaupa fyrir fólk sem ekki
hefur tíma til að koma á skipulagi hjá sér.
Það hefur færst í aukana að fólk vill nýta frí-
tímann í fjölskylduna eða áhugamál.
Á heimasíðunni er boðið upp á þessa þjón-
ustu á vegum Hvers hlutar.
Hver hlutur var stofnað fyrr á þessu ári af
henni Sigurlaugu Elínu Þórhallsdóttur en hún
vinnur við það að skipuleggja heimili og fyrir-
tæki. Ég hlakka mikið til komandi tíma og að
geta hjálpað öðrum að líða sem best á sínu
heimili.“
Hefur alltaf viljað hafa fínt í kringum sig
Sóley Ósk segir skipulagt heimili með ótak-
markað óþarfa dót geti sparað fólki tíma í til-
tekt og þrif.
„Ég hef alltaf verið mjög skipulögð og hef
viljað hafa hreint og fínt í kringum mig. Eftir
að ég eignaðist mitt fyrsta barn tók ég virki-
lega eftir því hvað þetta er mikilvægt. Það eru
ekki bara við foreldrarnir sem erum svona
heppin að fá að eyða meiri tíma með börnunum
okkar og minni tíma í að viðhalda heimilinu
heldur eru það börnin okkar sem eru að stór-
græða á þessu líka. Það þarf ekki að kaupa
neitt til þess að vera skipulagður eða vera með
skipulagt heimili þrátt fyrir það að það hjálpi
oft til að vera með box og annars konar skilrúm
til að auðvelda leit að hlutum á heimilinu. Það
þarf ekki að kosta mikla peninga að skipu-
leggja heima hjá sér en það getur kostað þig
mikinn tíma að gera það ekki.
Hins vegar fór ég út í þetta verkefni með
þann draum að geta unnið fyrir mig sjálfa og
hef ég nú sagt upp vinnunni og sé ég fram á að
láta þann draum eftir mér.“
Lifir það sem hún kennir og gerir
Skipulagið heima hjá Sóleyju Ósk er mjög
gott.
„Við vitum hvar allt er heima og er auðvelt
Ljósmynd/Colourbox
Morgunblaðið/Eggert
Hirslurnar mynda gott skipulag í kringum
vörurnar inni á baði.
Það er auðvelt að taka sig til á morgnana
þegar maður sér allt sem maður þarf að nota.
Hver hlutur á sinn stað á heimilinu.
„Það er engin
óregla ámínu
heimili“
þurfum til daglegra nota. Allt sem við notum
ekki eins oft fer í annan skáp. Við viljum ekki
opna skúffu og þurfa að gramsa eftir því sem
að við erum að leita að. Ef það er bara það sem
við notum í daglegu lífi sem er ekki mikið, þá er
auðvelt aðgengi.
Eldhúsið er líka skipulagt og með auðvelt að-
gengi á öllu. Raftæki og annað sem er ekki í
mikilli notkun er í efri skápum og það sem er
notað meira í betra færi. Við eigum heldur ekki
of mikið að neinu sem hjálpar auðvitað til með
að halda skipulagi. Ég fer í búð einu sinni í viku
og gef mér góðan tíma í að ganga frá öllum
matvælum á réttan stað. Ég losa eins mikið af
umbúðum og ég get af vörunum og flokka það
strax og farga. Það sparar bæði pláss og við
þurfum ekki að vera alla vikuna að henda um-
búðum. Ég skola ávexti og ber og set í box inn í
ísskáp svo að það sé hægt að sækja sér og
borða strax. Ísskápurinn er ekki troðfullur af
krukkum og sósum sem eru að renna út eða
týnast á bak við önnur matvæli. Ég passa að ég
sjái allt sem að við eigum og ekkert gleymist.
Ég set líka mikið af þurrvörum í loftþétt þurr-
vörubox sem heldur matnum ferskum lengur
og hef þá losað líka um umbúðir í leiðinni. Svo
auðvitað hefur myndast góð rútína um hvernig
og hvenær sé best að ganga frá inni í eldhúsi.“
Viðeigandi að fara í Sorpu við tiltekt
Hvað er besta heimaskipulagsráð sem þú
hefur heyrt?
„Að vera ekki að skipuleggja dót sem þú hef-
ur ekki not fyrir. Margir fara í tiltektar- og
skipulagsgírinn og ætla svo aldeilis að gera fínt
hjá sér sem er frábært en fólk er að skipu-
leggja dót sem það hefur ekki not fyrir og hefur
ekki notað í fjölda ára. Ég hef mikið talað um
að losa sig við óþarfa dót og kaupa þar af leið-
andi minna af því. Það þarf ekki að henda því
sem er í lagi. Það getur verið að það sé einhver
sem vill gefa því nýtt líf og hefur meiri not fyrir
það. Að taka til í geymslu eða bílskúr er ekki
bara að raða jóladóti í einhverja kassa og úti-
legudóti í aðra, heldur að fara í gegnum dótið
og raða eingöngu í kassana því sem þið viljið
eiga og nota. Þetta ætti að kalla á nokkrar
Sorpuferðir.“
Dótið á sinn stað
í geymslunni.
Morgunkornið er vel geymt í loft-
tæmdum umbúðum.
Ef einungis
fatnaðurinn
sem er í notkun
er í skápunum
þá er auðvelt að
finna réttu fötin.
Ávextirnir eru þvegnir áður en þeir fara inn í
ísskápinn svo dæmi séu tekin.
Það er auðveldara
að þrífa þegar allt á
sinn stað á heimilinu.
Sóley Ósk Hafsteinsdóttir er á því að það þurfi ekki að kosta mikla pen-
inga að skipuleggja heima hjá sér. Það geti hins vegar kostað fólk mikinn
tíma að gera það ekki. Það er enginn skápur á heimilinu hennar í óreglu.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021