Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 MORGUNBLAÐIÐ 45 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 139.000 kr. Loksins fáanlegir aftur, í mörgum litum mér í þessu kjallaraævintýri mínu sem er reyndar hvergi nærri lokið en það er svo æðislegt að fá „pepp“ frá ókunnugum þegar mér dettur sem dæmi í hug að handmála allt gólfið í „terrazzo“-munstri eða byggja hús fyrir litlurnar mínar í skoti undir stiganum.“ Vil gera hlutina vel heima Það eru alls konar skemmtilegar útfærslur víða á heimilinu, meðal annars lampi undir pottaplöntu. Hvað getur þú sagt okkur um það? „Ég sá að hún Skreytum hús-Soffía, sem er örugg- lega jákvæðasta manneskjan á Instagram, var að gera allt bilað með lugtum sem hún setti litla lampa inn í. Ég var búin að hafa plöntuna ofan á körfu, sem ég setti bakka ofan á, í þó nokkurn tíma en fékk þarna innblástur og stakk litlum lampa inn í körfuna, flókn- ara var það ekki, en það gefur af sér svo huggulega birtu og stemningu. Við höfum reynt að vanda til við það sem við höfum gert hér heima og frekar geymt ákveðna pósta en að gera þá af hálfum hug eða efnum. Undantekningin frá þessu eru hins vegar baðherbergin en þau voru með þessum ofurvenjulegu hvítu flísum sem alls staðar fást og trufluðu mig lítið, klósettin og vaskarnir voru hins vegar orðin svo lúin að ég gat með engu móti sætt mig við þau, sér í lagi þegar ég var ólétt og lyktin af kló- settunum sótti á mig. Þar ákvað ég að skipta bara út klósettum og flísaleggja í kring með eins flísum og skipta út vöskum, svo sáu málning og einhverjir skrautmunir um rest. Við notuðum stóra flís sem borð- plötu en það var mun ódýrara en að kaupa steinplötu og við létum hana fara aðeins upp fyrir aftan vaskinn til að fela ljót göt í flísunum eftir gamla innréttingu. Stóri spegillinn felur síðan ansi mörg og stór göt sem voru eftir veggskáp. Við gerðum áður ráð fyrir alls- herjaryfirhalningu á baðherbergjunum innan nokk- urra ára en með þessum ódýru og einföldu breytingum liggur okkur ekkert á því neitt í bráð.“ Hvaða hlutverk leikur lýsing á heimilinu? „Lýsingin leikur stórt hlutverk. Ljósgjafar þurfa að vera fallegir, eins og fallegir skúlptúrar, þótt það sé ekki einu sinni kveikt á þeim. Á Íslandi skiptir birtan svo miklu máli því við þurfum að hanna hana til þess að takast á við andstæðurnar, hina miklu sumarbirtu og myrkrið. Ég vel að vera með marga ljósgjafa, í lofti, á veggjum og á borðum og gólfi. Ég vil geta slökkt á öllum loftljósum og haft kveikt á völdum lömpum eftir birtu og tilefni. Ég er líka með dimmera á einhverjum loftljósum en nota þá ekki mikið því mér finnst skemmtilegra að birtan komi úr mörgum áttum í stað þess að koma aðeins að ofan. Kerti og seríur á vissum tíma árs gera líka mikið.“ Grái liturinn í svefnherberginu algjör töfralitur Hvað með hjónaherbergið þar sem er dásamlegur litur og ýmislegt áhugavert að sjá? „Liturinn er algjör töfralitur en hann er stundum grár, stundum blár og jafnvel fjólublár. Lofthæðin í svefnherberginu okkar er mest um 320 sentimetrar þannig að ég málaði allt rýmið í þessum lit og hef hörgardínur frá lofti niður í gólf til þess að lofthæðin sé samt sem áður áberandi. Mér finnst lifandi plöntur og náttúruleg efni í svefnherberginu hafa róandi áhrif. Nú erum við hins vegar flutt út úr stóra svefnherberg- inu okkar og það verður nú herbergi fyrir þær tvær yngstu. Það stendur til að smíða utan um kojur og út- búa leskrók með rennibraut niður úr gömlum fataskáp og smíða einhverjar sniðugar geymslulausnir fyrir leikföngin þeirra. Það verður því nóg að gera hjá mér á næstunni í einhvers konar smíðaævintýri. Við erum hins vegar komin inn í frekar nett herbergi og bíðum þess að geta farið að byggja yfir þaksvalirnar okkar gott hjónaherbergi. Mig dreymir um að vera með gott skápapláss þar og jafnvel kamínu en rýmið verður með miklum gluggafletum, og verður einhvern tíma í framtíðinni heimaskrifstofa fyrir mig, þannig að það þarf einhverjar sniðugar lausnir til að geta nýst sem svefnherbergi fyrstu árin.“ Litirnir í eldhúsinu koma einnig vel út og má segja að eldhúsið sé ekki hefðbundin íslenskt eldhús eins og við þekkjum það. „Innréttingin er úr IKEA. Sem akritekt finnst mér auðvelt að sjá fyrir mér hvernig rými mun koma út. Ég teiknaði þetta upp og velti ýmsum möguleikum fyrir mér. Eldhúsið varð að vera bæði praktískt og fal- legt. Ég var búin að sjá að þessir frontar voru að fara að koma hjá IKEA og ákvað því að bíða aðeins eftir þeim. Þeir eru úr endurunnum plastflöskum en það talaði mjög til umhverfisfræðingsins í mér. Liturinn passaði líka svo vel við mína persónulegu litapallettu. Ég er mjög hrifin af því að stilla saman svipuðum litum í mismunandi tónum og blanda saman lifandi efni eins og við og fallegum litum.“ Velur heldur vandaða muni en tískuhúsgögn Hildur segir flest húsgögnin heima hjá sér gömul. „Eins og mér finnst gaman að fylgjast með tísku í arkitektúr og innanhúshönnun þá eru flest húsgögnin mín fjörgömul. Ég reyni að velja frekar vandaða muni sem ég get átt lengur en tískuhúsgögn sem duga í skemmri tíma. Það er gaman að reyna að spotta til- vonandi klassík og hluti sem munu vera enn þá smart eftir áratug eða jafnvel marga áratugi. Það er líka svo miklu umhverfisvænna heldur en að skipta öllu út á nokkurra ára fresti og að lokum betra fyrir budduna líka. Um leið þá er auðvitað allt einhver tíska og ég fell í gryfjur hennar eins og allir aðrir. Það sem mér finnst mikilvægast er að heimili fólks endurspegli heim- ilisfólkið og að fólki líði vel heima hjá sér. Það er svo ótrúlega gaman að koma heim til einhvers og sjá líf þeirra og karakter endurspeglast í heimilinu. Fyrsta skrefið í því er kannski bara að vera þakklát fyrir það að eiga heimili og þá höfum við kannski ekki eins mikl- ar áhyggjur af því hvort við séum með nýjasta og smartasta vasann eða eitthvað álíka,“ segir Hildur. Flísarnar inni í þvottahúsinu eru frá Parka. Vaskurinn fæst í Húsasmiðjunni. Á baðher- berginu eru gamlar flísar. Til þess að færa baðher- bergið í nú- tímalegri bún- ing málaði Hildur loft og efri partinn í þessum fal- lega lit. Baðinnréttingin er úr Ikea. Borðplatan er keramíkflís sem hún lét setja ofan á og virkar eins og náttúrusteinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.