Víkurfréttir - 01.09.2021, Blaðsíða 10
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindvíkinga hefur verið áber-
andi síðustu mánuði en hann stýrir „heitasta“ bæjarfélagi
landsins sem er með eldgos í bakgarðinum. Þrátt fyrir annir
gaf hann sér tíma til að taka frí í sumar og fór á Vestfirðina
og fleiri staði. Nú er hins vegar allt komið á fullt aftur hjá
bæjarstjóranum sem svaraði nokkrum spurningum Víkur-
frétta.
Hvernig varðir þú sumarfríinu?
Við hjónin fórum á Vestfirðina í
nokkurra daga ferð ásamt börnum,
tengdabörnum og barnabörnum.
Fengum fyrirtaks veður og nutum
tilverunnar á þessum stórbrotnu
slóðum. Einnig heimsóttum við
hjónakornin vinafólk á Snæfellsnesi
og dvöldum þar í 3 daga auk helgar-
ferðar í Þórsmörk og styttri skrep-
pitúra. Annars vorum við í sumar-
bústað okkar í Fljótshlíðinni og á
heimaslóðum í Grindavík.
Hvað kom skemmtilega á óvart í
sumar?
Við höfum ferðast talsvert mikið
um landið árum saman og notið
þess sem Ísland hefur upp á að
bjóða. Það er magnað að upplifa
hina fjölbreyttu og fögru náttúru
sem og að skoða áhugaverða staði
og fylgjast með mannlífinu í sveitum
og bæjum. Það er ánægjulegt að sjá
hversu mikið vegirnir hafa batnað
víða um land, einkum ef horft er
til stöðunnar eins og hún var fyrir
einum til tveimur áratugum.
Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja
heim innanlands?
Ég held því fram að Þórsmörk sé
fallegasti staður landsins og Mörkin
er því í sérstöku uppáhaldi.
Hver er tilfinningin fyrir haustinu
og komandi vetri?
Mín von er sú að kórónuveiran gefi
eftir í auknum mæli og við getum
látið af þeim höftum og takmörk-
unum sem verið hafa. Að ástandið
komist í eðlilegar skorður og fólkið í
landinu lifi sínu venjubundna lífi og
fyrirtækin geti dafnað á ný, ekki síst
ferðaþjónustan.
Hver eru stærstu málin í þínu sveit-
arfélagi um þessar mundir?
Hafinn er undirbúningur að gerð
fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og
því verkefni fylgir mikil vinna fyrir
stjórnendur og forstöðumenn í
bæjarfélaginu. Í Grindavík hafa verið
miklar framkvæmdir á þessu ári og
þeim síðustu og fyrirsjáanlegt að
svo verði áfram. Verkefni tengd eld-
gosinu hafa einnig verið fyrirferðar-
mikil hjá ýmsum starfsmönnum
bæjarins.
Ertu búinn að fara að gosinu í
Fagradalsfjalli nýlega og hvernig
meturðu stöðuna?
Ég fer öðru hvoru á gosstöðvarnar
og fylgist reglulega með gangi mála
á þeim tíðu fundum sem haldnir eru
vegna eldgossins. Meðan eldvirknin
og hraunrennslið heldur áfram í þeim
reglubundna takti sem verið hefur
er óþarfi að hafa miklar áhyggjur. Ef
þetta ástand varir svo mánuðum eða
árum skiptir mun hraunið flæða um
mun víðáttumeira svæði en nú er.
Viðvarandi rennsli niður í Nátthaga
gæti þannig valdið því að Suður-
strandarvegurinn lokast. Almanna-
varnir, viðbragðsaðilar og vísinda-
menn vinna með líkön og áætlanir
til skemmri og lengri tíma með það
að leiðarljósi að geta brugðist við að-
stæðum hverju sinni.
Hvernig myndir þú skipuleggja
góða dagsferð með gesti á Suður-
nesjum?
Suðurnesin eru ríkulega búin nátt-
úruperlum og áhugaverðum stöðum
og því dugar dagsferð engan veginn
til að veita gestum innsýn í það allra
helsta sem svæðið býður upp á. Ég
myndi því þrengja hringinn og hafa
dagskrá gestanna eingöngu innan
lögsögu Grindavíkur auk Krísuvíkur.
Eldstöðvarnar í Geldingadölum
eru líklega fjölsóttasti ferðamanna-
staður landsins þetta árið. Fólk
kemur gagngert frá fjarlægum
löndum til þess að skoða þetta
mikla sjónarspil og því er skyldu-
verkefni þeirra sem ber að garði að
berja eldgosið augum. Akandi Krísu-
víkurleiðina að Suðurstrandarvegi
og þaðan í vesturátt mætti nefna
marga áhugaverða staði; Kleifar-
vatn, Seltún, Krísuvík og Krísu-
víkurbjarg, Húshólma, Selatanga,
Vigdísarvelli, Þórkötlustaðahverfið,
Hópsnes, Grindavíkurhöfn, Kvikuna
í Grindavík, Eldvörp, Brimketil og
Gunnuhver.
Í Grindavík er úrval veitingastaða
við allra hæfi og Bláa Lónið er rómað
og þekkt langt út fyrir landsteinana.
Vonandi gæfist gestunum tími til
að heimsækja handverksfólk, njóta
afþreyingar sem einkaaðilar hafa á
boðstólum eða taka hring á hinum
rómaða golfvelli Grindvíkinga.
Mögulega mætti enda daginn með
gönguferð upp á bæjarfjallið Þor-
björn og fá þaðan gott útsýni yfir
stóran hluta Reykjanesskagans.
Ef þú fengir tækifæri á að koma
með góð ráð til verðandi þing-
manna kjördæmisins, hver væru
þau?
Byrja á því að hitta sveitarstjórn-
armenn og fá hjá þeim gögn sem
sýna fram á það hversu mikið hallar
á Suðurnesin þegar kemur að skipt-
ingu fjárframlaga ríkisins til opin-
berra stofnana. Vinna síðan hörðum
höndum að því að rétta þann hlut.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri
Grindvíkinga, hvíldi sig frá gosvakt
og heimsótti Vestfirðina í sumar
Mörkin er
í sérstöku
uppáhaldi
Fannar og Hrafnhildur kona hans
og fjölskylda á Bolafjalli í sumar.
Fannar og Hrafnhildur með börnum sínum á gosstöðvunum.
10 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár