Víkurfréttir - 01.09.2021, Blaðsíða 15
LAUS PLÁSS Í SÖNGDEILD,
STRENGJADEILD OG BLÁSARADEILD
Getum bætt við okkur nemendum í eftirtaldar námsgreinar:
Fiðla
Klassískur söngur
Málmblásturshljóðfæri
Selló
Vakin er athygli á því að aðeins er um örfá pláss að ræða og munu dag-
og tímasetningar umsókna ráða inntöku nemenda.
Umsóknarfrestur er til 10. september n.k.
Sótt er um á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is
undir hlekknum „Endurnýjun og nýjar umsóknir“
Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 420-1400.
Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl.9 til 17 og föstudaga frá kl.9 til 16.
Skólastjóri
Hópur frá Byggðasafni Reykjanesbæjar, Sögu- og minja-
félagi Grindavíkur, Bláa hernum og nokkrir áhugasamir ein-
staklingar gengu upp í hlíðar Langahryggs fimmtudaginn 8.
júlí síðastliðinn. Tilgangur ferðarinnar var að sækja mótor og
nokkur brot úr flugvél sem fórst þar 2. nóvember árið 1941.
Flugvélin var af gerðinni Martin PBM-3D Mariner og var hún
með skráningarnúmerið 74-P-8.
Veðrið þennan fimmtudaginn var ekki ólíkt því sem var þegar flugvélin fórst,
svartaþoka og ekkert skyggni. Við slysið fórust allir í áhöfn flugvélarinnar, alls
tólf manns. Flugvélin var að koma úr fylgdarflugi með skipalest sunnan við
Ísland þegar slysið varð. Á þessum tíma voru Bandaríkjamenn ekki orðnir
formlegir þátttakendur í seinni heimsstyrjöldinni heldur einungis að aðstoða
Breta með hervarnir á Íslandi.
Í leiðinni var hreinsað upp verulegt magn af brotamálmi og öðru rusli sem
var að finna á svæðinu.
Mótorinn verður til sýnis að Seylubraut 1 á samsýningu Byggðasafns
Reykjanesbæjar og ýmissa áhugamanna um söfnun stríðsminja, „Það sem
stríðið skildi eftir“ á safnahelgi á Suðurnesjum helgina 16. til 17. október
næstkomandi.
NÁÐU Í FLUGVÉLAMÓTOR
og brot úr flugvél á Langahrygg
Hópurinn sem sótti munina á Langahrygg.
Oleg Zubkov ætlar að bjóða kennslu
í teikningu og portrait-málun í
raunsæismyndlist hér á landi og
verða haldin tvö helgarnámskeið:
Vörðusundi 1, Grindavík vinnustofa
Art Helga 10.-12. september og
Brúnir, Eyjafirði 17.-19. september.
Oleg Zubkov fæddist árið 1962, í
Ulyanovsk, Rússlandi, en býr og
starfar nú á Spáni. Hann lærði
klassíska portrettmálun við listahá-
skólann í Pétursborg þar sem hann
sýndi verkum Repins, Bryullov,
Kramskoy og Borovikovsky sér-
stakan áhuga. Árið 2011 fékk hann
titilinn sigurvegari alþjóðlegu lista-
samkeppninnar ART - WEEK 2011
fyrir málverkið „Madonna. Upphaf
nýs lífs.“ Tók þátt, var verðlaunahafi
og sigurvegari í alþjóðlegum lista-
samkeppnum í Moskvu, Madrid,
Zaragoza, Barcelona, Feneyjum,
London og Flórída. Hann stofnaði
listaháskóla á Spáni á þessu ári
ásamt konu sinni Oksana Zubkov.
Allir sem langar að læra meira og
hafa áhuga á myndlist eru hvattir til
að skrá sig, því núna er tækifærið.
Skráning á osk.thorhallsdottir@
gmail.com eða í síma 869 2179 (Ósk).
Til hægri: Nýjasta verk Oleg
Zubkov eftirmynd af verki
William Bugreo „Pandora“.
Þekktur rússneskur málari
með námskeið í Grindavík
Að ofan: Oleg Zubkov með
eiginkonu sinni og nemanda.
vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 15