Víkurfréttir - 01.09.2021, Blaðsíða 16
Líf og fjör á Litlu bæjarhátíðinni
Bragi Einarsson og Dalla héldu samsýningu í Ráðhúsinu í Garði.
Hattavinafélag Suðurnesjabæjar hélt Litlu bæjarhátíðina
hátíðlega og allir settu upp hatta í tilefni dagsins.
Unga fólkið skemmti sér í
leiktækjum á Garðskaga.
Sjólyst, hús Unu Guðmundsdóttur, var opið
og þangað komu margir til að sjá endurbætur
á húsinu og fræðast um Unu.
Leikskólabörn í Suðurnesjabæ fengu heimsókn
frá íþróttaálfinum og Sollu stirðu.
Litla bæjarhátíðin var haldin í Suður-
nesjabæ í síðustu viku. Þrátt fyrir samkomutak-
markanir tókst að halda nokkra viðburði. Skemmtun
var á Garðskaga fyrir unga bæjarbúa, sýningar og
söfn voru opin og þá voru haldnir óskalagatónleikar
í beinu streymi frá Tónlistarskólanum í Garði þar
sem efnilegt tónlistarfólk úr bæjarfélaginu kom
fram og lék óskalög fyrir áhorfendur heima í stofu.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Litlu bæjar-
hátíðinni sem er fyrsta bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ,
sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Verma_Vikurfrettir-2.pdf 1 31.8.2021 16:45:58
Dorgveiðikeppni var haldin við Sandgerðishöfn
þar sem margir fiskar komu á land.
Sjáið fleiri
myndir á vf.is!
16 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár