Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2021, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 01.09.2021, Blaðsíða 20
Öflugri heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum Svandís Svavarsdóttir. heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja er fjórða fjölmennasta heilbrigðisum- dæmið á landinu, ef horft er til fjölda þeirra sem eru skráð á heilsugæslu- stöðvar. Mikilvægt er að öll nauðsyn- leg heilbrigðisþjónusta sé í boði í um- dæminu, hún standist gæðakröfur og njóti trausts meðal íbúa umdæmisins. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af mark- miðum heilbrigðisstefnu. Því hefur á kjörtímabilinu verið lögð áhersla á efl- ingu og styrkingu heilbrigðisþjónust- unnar í umdæminu. Sterkari heilbrigðisstofnun Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) sinnir heilbrigðisþjónustu í heilbrigð- isumdæminu. Á sjúkrasviði HSS í Reykjanesbæ er legudeild með sjúkra- rýmum, endurhæfingarrými, slysa- og bráðamóttaka sem opin er allan sólar- hringinn og ljósmæðrastýrð fæðingar- þjónusta. Stofnunin hefur verið styrkt veru- lega fjárhagslega á kjörtímabilinu, en raunhækkun fjárframlaga til Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja frá árinu 2014 til fjárlaga ársins 2021 nemur 17,3% á föstu verðlagi. Sem dæmi um eflingu verkefna innan stofnunarinnar má nefna fjármögnun heilsueflandi heim- sókna, styrkingu geðheilsuteyma og álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks vegna Covid-19. HSS fékk einnig 200 milljónir króna í fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar árið 2020 og aðrar 200 á fjárlögum árið 2021 sérstaklega til þess að vinna að breyttri aðkomu fyrir sjúkrabíla og til þess að gera endurbætur á innra skipulagi húsnæðisins, en þær breyt- ingar munu hafa mjög jákvæð áhrif á þjónustu og aðstæður stofnunarinnar. Í ágúst á þessu ári samþykkti ég tíma- bundna fjölgun sjúkrarýma á HSS um tíu rými sem er ætlað að styðja við Landspítala vegna álags á spítalanum tengt Covid-19. Sá stuðningur HSS er mikilvægur og minnir okkur á að heil- brigðiskerfið okkar er einn samfelldur vefur þjónustu um allt land. Heilsugæsla í lykilhlutverki Heilsugæslan í Reykjanesbæ gegnir lykilhlutverki í að veita fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu í umdæminu en HSS rekur heilsugæslustöðvar í Reykjanesbæ og Grindavík. Heilsugæslan í Reykjanesbæ er nú ein fjölmennasta stöð landsins en í lok júlí á þessu ári voru 23.661 einstakl- ingar skráðir á heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum, þ.a. 20.560 á heilsu- gæslu Reykjanesbæjar sem sinnir auk Reykjanesbæjar Suðurnesjabæ og sveitarfélaginu Vogum. Mikil þörf er á byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja í Reykjanesbæ. Undirbúningur að þeirri byggingu er þegar hafinn og gert er ráð fyrir fjármagni vegna bygg- ingar nýrrar heilsugæslustöðvar á fjár- lögum ársins 2021, auk þess sem bygg- ingin er fjármögnuð samkvæmt gild- andi fjármálaáætlun. Þar sem þörfin á nýrri heilsugæslu- stöð er brýn hefur verið ákveðið að taka tímabundið á leigu húsnæði undir heilsugæslu, þar til byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar er lokið. Þannig er hægt að bæta aðstöðu til þjónustu hið fyrsta. Sú vinna er í undirbúningi og vonandi opnar ný heilsugæslustöð í leiguhúsnæði á fyrri hluta næsta árs. Það verður löngu tímabært. Bætt þjónusta við aldraða Á Suðurnesjum eru nokkuð færri hjúkrunarrými á hverja þúsund íbúa 80 ára og eldri en í hinum heilbrigð- isumdæmunum. Við þeirri stöðu hefur verið brugðist með undirritun samn- ings um stækkun hjúkrunarheimilis að Nesvöllum um 60 rými, en þar af eru 30 ný rými. Rýmin verða komin í rekstur árið 2024 og munu rétta hlut Suðurnesja töluvert í þessu samhengi. Nýlega var ákveðið að fjölga al- mennum dagdvalarrýmum um átta í Suðurnesjabæ og hefur SÍ verið falið að ganga frá samningum um það við sveitarfélagið. Fyrir liggur að þörf er fyrir fjölgun dagdvalarrýma í heil- brigðisumdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sé horft til nýtingar þeirra rýma sem eru fyrir hendi og mann- fjölda í umdæminu og eins og staðan er nú eru engin dagdvalarrými í Suður- nesjabæ en 33 slík eru í Reykjanesbæ, þar af fimmtán sérhæfð dagdvalarrými fyrir fólk með heilabilun og fimm al- menn rými í Grindavík. Geðheilbrigðisþjónusta í nærum- hverfi Geðheilbrigðisþjónusta hefur verið styrkt á marga vegu á kjörtímabilinu, t.d. með fjölgun sálfræðinga í heilsu- gæslu og stofnun geðheilsuteyma um land allt. Sem viðbragð við Covid-19 heims- faraldi var fjármögnun geðheilbrigðis- þjónustu styrkt um land allt um 540 milljónir árið 2020 og aftur um 540 milljónir. árið 2021. Af þessum fjár- munum runnu þrettán milljónir til fjölgunar sálfræðinga á HSS og þret- tán milljónir til að fjölga stöðugildum í geðheilbrigðisteymum. Þetta fjár- magn var einnig nýtt til frekari aðgerða sem gagnast umdæmi HSS, til dæmis staða geðlæknis sem þjónar landinu öllu með fjarþjónustu og heimsóknum sem og aðgerðir sem Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur verið falið og snúa að gæðastarfi og þekkingar- miðlun til heilsugæsla í landinu. Efling um allt land Á kjörtímabilinu hefur verið lögð áhersla á eflingu heilbrigðisþjónust- unnar um land allt. Heilbrigðisstofn- anir og heilsugæslur um allt land hafa verið styrktar, auk þess sem unnið hefur verið að ýmsum verkefnum sem hafa jákvæð áhrif á heilbrigðis- þjónustuna um allt land, bæði í þéttbýli og dreifbýli, borgum og bæjum. Nefna má lækkun greiðsluþátttöku sjúkl- inga, stofnun landsráðs um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu, sam- þykkt heilbrigðisstefnu og breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu í kjöl- farið. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjón- ustu óháð búsetu er markmið sem við munum halda áfram að vinna að, ekki síst á Suðurnesjum. Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokkurinn fóru með valdið til Reykjavíkur Guðmundur Auðunsson. Höfundur er oddviti J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Það er orðið ljóst að baráttan á lands- byggðinni verður á milli sósíalískrar byggðastefnu Sósíalistaflokksins ann- ars vegar og gömlu landsbyggðar- flokkanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn hafa stjórnað landinu meira og minna frá stofnun. Framsóknarflokkurinn tók samvinnuhreyfingu almennings og skildi hana eftir í rjúkandi rúst, eftir að innvígðir Framsóknarmenn höfðu stolið úr henni bestu bitunum eins og Samskipum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt verið flokkur stórfyrir- tækjanna og erfitt að sjá hvaða hag al- menningur á landsbyggðinni hefur af því að styðja þann flokk. Á vakt þess- ara tveggja flokka hafa völd og auður streymt frá landsbyggðinni. Ákvarð- anir um uppbyggingu samfélagsins eru ekki lengur teknar heima heldur langt í burtu. Þar sem áður voru sjálf- stæðir bæir er núna stærsti hluti fyr- irtækjanna útibú stórfyrirtækja með höfuðstöðvar annars staðar. Bæjarút- gerðir voru færðar vildarvinum og seldar úr heimabyggð og með þeim fór kvótinn. Það er í raun ótrúlegt að fólk í landsbyggðarkjördæmum kjósi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn enn. Gegn þessari eyðileggingarstefnu teflir Sósíalistaflokkurinn fram sósíal- ískri byggðastefnu. Heilbrigðisþjónustuna heim Nýfrjálshyggjuvæðing almannaþjón- ustunnar hefur leitt til þess að heil- brigðiskerfið er út frá reiknilíkönum úr Excel-skjölum í stað þess að miða þjónustuna við þörf íbúanna. Meira og meira af þjónustunni er flutt til Reykjavíkur og er staðan jafnvel sú að engan geðlækni er að finna á mest- öllu Suðurlandi. Fátækt fólk ræður illa við að sækja slíka þjónustu til Reykja- víkur. Fólk með börn sem þurfa sér- staka þjónustu þurfa að vera sífellt á ferðinni með börnin sín. Heilbrigðis- starfsfólki er þrælað út, sérstaklega yfir aðalferðamannatímann. Fólk gefst upp í starfi þar sem það brennur einfaldlega út sem síðan leiðir til enn meira álags á þá sem eftir eru. Úr þessum vítahring verðum við að losna. Það þarf að stór- auka fjármagn til heilbrigðiskerfisins til viðbótar við að byggja hátæknisjúkra- hús í Reykjavík. Það þarfaverk má ekki bitna á þjónustunni úti á land. Stórfelld uppbygging óhagnaðardrif- ins húsnæðis Þegar herinn fór af landi brott þá eign- aðist almenningur hundruðir íbúða á Suðurnesjum. Það var tilvalið tækifæri til að nota það húsnæði sem byrjun- ina á að byggja upp félagsleg húsnæði. Það var ekki gert heldur voru íbúð- irnar seldar Heimavöllum fyrir slikk. Á lánum sem ætluð voru fyrir óhagn- aðardrifið húsnæði! Það var auðvitað augljóst frá upphafi að leigan myndi hækka upp úr öllu valdi, sem hún gerði. Til viðbótar komust húsnæðisbraskar- arnir yfir blokkir á Selfossi og í Hvera- gerði. Þetta var gert í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, enda eru þessir flokkar gegn félagslegum lausnum. Gegn þessari einkavæðing- arstefnu nýfrjálshyggjunnar teflum við Sósíalistar fram öflugri húsnæðis- stefnu þar sem við viljum byggja 30 þúsund óhagnaðardrifnar íbúðir út um allt land. Það er ekki bara fólk á höfuð- borgarsvæðinu sem býr í leiguhúsnæði, á Suðurlandi eru fjölmargar fjölskyldur að greiða bröskurum okurleigu. Þessu munum við Sósíalistar breyta. Sósíalísk landbúnaðarstefna og gjaldfrjálst vegakerfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ávallt lagt áherslu á stórbýli og milliliði. Gegn þessu tefla Sósíalistar alvöru landbúnaðarstefnu sem leggur áherslu á smærri og millistór býli og uppbyggingu fjölskyldurekinnar ferða- þjónustu. Við viljum veita afslátt á raf- orkuverði til gróðurhúsaræktar og setja búsetuskyldu eða aðrar takmarkanir á jarðir sem seldar eru. Sósíalistar hafna algjörlega stefnu Samgönguráðherra, Sigurðs Inga Jóhannssonar, um vega- gjöld. Vegagjöld eru skattur á lágtekju- fólk og fólk sem þarf að ferðast daglega vegna vinnu. Vegir og samgöngur eru almannagæði. Valdið heim Grundvallarstefna Sósíalistaflokksins er að fá valdið og þjónustuna heim í byggðirnar. Sósíalistaflokkurinn er landsbyggðarflokkur og sósía lísk byggðastefna er eitt af lykilstefnu- málum flokksins. Ákvörðun okkar sem kjósenda í haust er því gífurlega mikilvæg. Kjósum því J-lista Sósíalista- flokks Íslands í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Fiskur og fjallagrös Guðbrandur Einarsson, skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Lausnir og loforð frambjóðenda um at- vinnumál, í aðdraganda kosninga, hafa stundum verið skrautleg. Það skiptir máli hvernig byggja á upp atvinnu og fjölga eggjunum í körfunni. En ábyrgir stjórnmálamenn lofa ekki stóriðju í hvern bæ, fiskeldi í hvern fjörð og refa- og minkarækt í hvern dal. Við þurfum að fjölga eggjunum í körfunni, án þess að gera lítið úr nýjum hugmyndum með því að tala um lopapeysulið sem ætlar þjóðinni að lifa á fjallagrösum. Á hverju viljum við lifa? Ný atvinnutækifæri byggjast á þeirri sýn sem við höfum um menntamál og hvernig henni er framfylgt. Í kjölfar efnahagshrunsins, óx ferðaþjónustan verulega. Við græddum á því að ís- lenska krónan var lágt skráð og því var ódýrt að koma til Íslands og njóta hér þjónustu. Allt þar til íslenska krónan styrktist, vegna þess hve margir ferða- menn keyptu hér krónur sem hafði nei- kvæð áhrif á allar okkar útflutnings- greinar – og að lokum á íslenskan al- menning. Ferðaþjónustan er orðin ein af okkar helstu útflutningsgreinum en til að hafa hér fjölbreytt atvinnulíf þurfum við meira til. Við þurfum að skapa hér grunn fyrir mörg vel launuð störf fyrir vel menntaða þjóð. Til að börnunum okkar þyki Ísland spennandi kostur til að búa á og það sé samkeppnishæft þurfum við að byggja upp atvinnulíf sem byggir á hugviti og sköpun. Menntum börnin okkar Menntakerfið okkar þarf að miðast að fjórðu iðnbyltingunni og þeim breyt- ingum sem þar verða á samfélaginu. Við þurfum að nýta alla þá krafta sem við höfum til að vinna að nýsköpun og þróunarstarfi. Þar þurfum við ekki að finna upp hjólið. Þegar Íslands var um- sóknarríki að ESB, opnuðust t.d. alls konar möguleikar á að sækja um í sjóði ESB til þess að efla nýsköpun og þró- unarstarf á Íslandi. Möguleikar sem því miður lokuðust aftur þegar umsóknar- ferlið var sett á ís. Nýtum því möguleika okkur í sam- starfi við vinaþjóðir okkar í Evrópu, menntum börnin og sköpum þeim vettvang til þess að vinna við það sem þau hafa áhuga á. Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is Fjölgun kjörstaða vegna atkvæða- greiðslu utan kjörfundar Þann 1. september nk. lengist opnunartími á sýsluskrifstofunni í Reykjanesbæ og kjörstaðir verða opnaðir í Sveitarfélaginu Vogum og Suðurnesjabæ, í samstarfi við sveitarstjórnir. Því verður unnt að kjósa utan kjörfundar á eftirfarandi tímum og stöðum: Í Reykjanesbæ, að Vatnsnesvegi 33: • virka daga til 31. ágúst frá kl. 08:30 til 15:00 • virka daga frá 1. september til 24. september frá kl. 08:30 til 19:00 • alla laugardaga í september frá kl. 10:00 til 14:00. Í Suðurnesjabæ, að Sunnubraut 4, Garði (bæjarskrifstofunni) • virka daga frá 1. september til 24. september frá kl. 09:30 til 15:00, nema á föstudögum til kl. 12:30. Í Grindavík, að Víkurbraut 25: • virka daga til 17. september frá kl. 08:30 til 13:00 • dagana 20. september til 24. septem- ber frá kl. 08:30 til 18:00. Í Sveitarfélaginu Vogum, að Iðndal 2 (bæjarskrifstofunni) • virka daga frá 1. september til 24. september frá kl. 08:30 til 15:30, nema á föstudögum til kl. 12:30. Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna. Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram dag- ana 20. til 24. september nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnun. Þeir kjósendur sem uppfylla skilyrði til að greiða atkvæði í heimahúsi og óska eftir að nýta sér þann rétt skulu sækja um það skriflega til sýslumanns, eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 23. september nk. 30. ágúst 2021 Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður. 20 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.