Víkurfréttir - 01.09.2021, Blaðsíða 18
Nýjar sýningar Listasafns Reykjanesbæjar
Listasafn Reykjanesbæjar opnar tvær nýjar sýningar á fimmtudaginn
2. september klukkan 18:00 í Duus Safnahúsum.
Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur
Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur
sem samanstendur af akrýlmálverkum, olíukrítarteikningum og grafíkverkum víðs-
vegar af fimm áratuga löngum myndlistarferli Bjargar Þorsteinsdóttur (1940–2019).
Aðdragandi sýningarinnar er gjöf frá erfingjum Bjargar, 105 myndverk, sem safnið
fékk afhent í maí árið 2020 og er því ekki um eiginlega yfirlitssýningu að ræða
heldur sýningu á þeim hluta höfundarverksins sem er í safneign.
Listasafn Reykjanesbæjar þakkar aðstandendum Bjargar Þorsteinsdóttur, dóttur
hennar, Guðnýju Ragnarsdóttur, og dóttursyni, Ragnari Árna Ólafssyni, fyrir rausn-
arlega gjöf til safnsins og ánægjulegt samstarf.
Sýningarstjóri er Helga Arnbjörg Pálsdóttir.
Sýningin stendur til og með 14. nóvember 2021.
FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI
Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýningu í samvinnu
við MULTIS.
Aðstandendur verkefnisins eru: Helga Óskarsdóttir,
Ásdís Spanó og Kristín Jóna Þorsteinsdóttir.
MULTIS sérhæfir sig í kynningu, útgáfu og sölu á fjöl-
feldum íslenskra samtímalistamanna og er markmið
MULTIS að gera list aðgengilega almenningi og bjóða
upp á myndlist eftir listafólk í fremstu röð íslenskrar
samtímalistar.
Að geta búið til fleiri en eitt eintak af sama verki
hefur lengi fylgt starfi listamannsins. Margir mynd-
listarmenn hafa reynt sig við formið sem býður upp
á annars konar möguleika en hið einstaka verk og
er einhvers staðar á rófi á milli myndlistar og fram-
leiðsluafurðar. Verk sem unnin eru í fjölriti eru verð-
lögð á annan hátt, eru ódýrari og þar með gerð að-
gengileg fyrir stærri hóp til eignar. Verkið fer af stalli
hins einstaka og verður hlutur (object) sem fleiri en
einn getur átt, er gjarnan smærri og staðfestir gildi
sitt ekki einungis með því að vera verk eftir ákveðinn
listamann, heldur einnig með því að vera tölusett og
áritað eintak og þá orðið hluti af stærri sögn sem er
mikilvægt fyrir þann sem eignast verkið.
Á sýningunni FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARG-
FELDI er sjónum beint að verkum tuttugu og níu sam-
tímalistamanna sem hafa til lengri eða skemmri tíma
unnið að gerð fjölfelda (Multiple). Til þess að listaverk
geti fallið undir þá skilgreiningu þurfa verkin að vera
gerð í þremur eða fleiri eintökum.
Listamenn sem eiga verk á FJÖLFELDI - HLUT-
FELDI – MARGFELDI eru: Einar Örn Benediktsson,
Gjörningaklúbburinn, Guðjón Ketilsson, Hulda Vil-
hjálmsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Ívar Val-
garðsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Karlotta Blöndal,
Magnús Helgason, Magnús Pálsson, Pétur Magnússon,
Ragnheiður Gestsdóttir, Steingrímur Eyfjörð, Tumi
Magnússon, Þór Sigurþórsson, Þórdís Jóhannes-
dóttir, Baldur Geir Bragason, Davíð Örn Halldórsson,
Gabríela Friðriksdóttir, Guðmundur Thoroddsen,
Kristín Eiríksdóttir, Logi Leo Gunnarsson, Helgi
Þórsson, Lilja Birgisdóttir, Sara Riel, Sirra Sigrún Sig-
urðardóttir, Snorri Ásmundsson, Hulda Rós Guðna-
dóttir, Þórdís Erla Zoega.
Sýningin stendur til og með 14. nóvember 2021.
Á Vesturlöndum hefur fólk kosninga-
rétt og getur valið skýrar línur til hægri
eða vinstri. Í sósíalistaríkjum eru líka
hreinar línur. Þar er ekki kosið, þess
þarf ekki. Þar ráða sérhagsmunir og
forréttindastéttir ríkjum. Í þessu ljósi
er óskiljanlegt að á Íslandi árið 2021
bjóði fram Sósíalistaflokkur sem á hug-
myndafræðilegar rætur sínar að rekja
til systurflokka sinna í Hvíta-Rúss-
landi, Venesúela, Kúbu og Norður-
Kóreu. Ríki þar sem stórfelld brot á
mannréttindum, matarskortur, efna-
hagslegur óstöðugleiki og síendurtekin
ofbeldisverk, kúgun og fátækt eru dag-
legt brauð.
Slefa styrjuhrognum
Gullspæni í kokteilglösum og einka-
þotur er lífstílsháttur sem leiðtogi
sósíalista á Íslandi kemur með sér inn
í Sósíalistaflokkinn. Það er sami lífs-
tíll og lifnaðarháttur forréttindastétta
sósíalistaríkjanna í heiminum og leið-
togar sósíalísku ríkjanna búa við. Leið-
togi Sósíalistaflokksins á Íslandi hittir
því skoðanabræður sína fyrir þegar
þeir setjast á pólitíska rökstóla. Þar
slefa þeir styrjuhrognum yfir sérsaum-
uðu fötin og sötra kampavínið úr gull-
slegnum kristalglösum. Markmiðið er
sameiginleg eymd þegna þeirra.
Kamrar við hvert hús
Leiðtogi sósíalista hefur enga trú á Ís-
landi sem hann vill gera að fylki í Nor-
egi eða þá Kúbu norðursins. Leiðtog-
inn kemur ekki að tómum kofanum hjá
Raúl Castro eða Nicolas Maduro sem
eru sérfræðingar í kúgun samfélaga. Í
Venesúela var velmegun en með valda-
töku sósíalistanna eru allir innviðir
morknir og ónýtir. Þar er allt hrunið
með þeim árangri að meira en hálf
þjóðin býr við lífskjör undir fátækra-
mörkum og skortir mat og lyf. Þar er
eymdin ein eftir. Á Kúbu er þetta enn
svakalegra. Þar á varla nokkur maður
í sig eða á og nýjustu bílarnir sem selj-
ast almenningi eru frá árinu 1957. Hús-
næðis- og heilbrigðismál eru á svip-
uðum stað og á Íslandi 1940 þegar
kamrar voru við öll hús.
Ekki matur eða lyf
Kim Jong Un í Norður-Kóreu gerir
út farandverkamenn til að afla þjóð-
inni gjaldeyris. Sjálfir bera þeir ekk-
ert úr býtum frekar en fjölskyldurnar
heima. Þar horfir fólkið á tómar matar-
geymslur en allar vopnageymslur fullar
út úr dyrum. Það þarf vopn til að verja
eymdina fyrir hinum frjálsa heimi.
Leiðtogi sósíalista á Íslandi getur lært
ýmislegt af Kim skoðanabróður sínum
um matvælaöryggj sósíalismans. Í
Norður-Kóreu er það litla sem til er af
mat, lyfjum og víni frátekið fyrir for-
réttindastéttina. Samskonar forrétt-
indastétt og leiðtogi sósíalista á Íslandi
tilheyrði á útrásarárunum.
Hrottaskapur
Alexander Lukashenko í Hvíta-Rúss-
landi getur svo farið yfir mannlega
þáttinn með leiðtoga sósíalista á Ís-
landi. Þar er nú ekki komið að tómum
kofanum í mannlegum hrottaskap en
hrottaskapur er kjarninn í mannlegri
niðurlægingu sósíalista. Jafnvel þegar
menn fara upp í dans með kónum eins
og Lukashenko verða menn að láta sig
hafa það að beita þeim meðulum sem
duga til að kúga alþýðuna.
Það sem sameinar sósíalistana
Minnihlutahópar eiga sér ekki við-
reisnar von í löndum sósíalismans.
Nöfn yfir hópa hinsegin fólks er ekki
til nema í refsikafla laga um dauða-
refsingu. Fötluðum er komið fyrir í
geymslum eða gripahúsum og sam-
félagið viðurkennir ekki tilvist þeirra.
Ríkisfjölmiðlar landanna eru líklega
það eina sem við Íslendingar eigum
sameiginlegt með sósíalistaríkjunum.
Þar eru eingöngu fluttar einlitar fréttir
og bara talað við þá sem eru bestu
vinir aðal.
Það er mikilvægt nú fyrir kosn-
ingar að fólk geri sér grein fyrir því um
hvað sósíalisminn snýst. Einræði, fá-
tækt, frelsisskerðingar, hrottaskapur,
hungur og eymd. Árið 2021 stendur
kjósendum á Íslandi til boða að kjósa
systurflokk sósíalískra flokka sem
bjóða upp á allt það sem hér hefur
verið sagt frá.
Það er mikil hætta á ferðum ef tals-
menn slíkrar mannvonsku komast á Al-
þingi Íslendinga og kjósendur ættu að
hugsa sinn gang því ekkert er til sem
heitir diet-sósíalismi.
Heimsmet í eymd
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.
uMrÆðaN á suðurNesJuM
Síðasta sumarmessa kirknanna
var í Kirkjuvogskirkju síðast-
liðið sunnudagskvöld en alls voru
haldnar sextán sumarmessur að
þessu sinni. Það var við hæfi að
ljúka messuröðinni í elstu kirkjunni
á Suðurnesjum í Höfnum en Kirkju-
vogskirkja fagnar 160 ára afmæli á
þessu ári.
Tímamótum Kirkjuvogskirkju
hefur verið fagnað með miklum
endurbótum og lagfæringum á kirkj-
unni á síðustu tveimur árum. Á af-
mælisárinu var hún m.a. öll máluð að
innan, predikunarstóll endurbættur
og margt fleira gert. Meðal lagfæringa
má nefna endurbætur á gluggum en
kirkjan hélt ekki orðið vindi sem átti
greiða leið inn um óþétta gluggana.
Heyrðist þá oft lítið í kappklæddum
prestinum í kaldri kirkjunni þegar
vindur hvein en þannig lýsti Brynja
Vigdís Þorsteinsdóttir, prestur í
Njarðvíkurprestakalli, því í sumar-
messunni. Hún sagði að þessar
lagfæringar hafi tekist vel og ættu
margir þakkir skildar fyrir að koma
að framkvæmdunum en kirkjan ætti
margt velgjörðarfólk.
Hún sagði frá sögu Kirkjuvogs-
kirkju í stuttu máli og þar kom fram
að þegar hún var smíðuð árin 1860–
1861 hafi framkvæmdirnar kostað
300 kýrverð, eins og sagt var frá á
sínum tíma. Dannebrogsmaðurinn
Vilhjálmur Kr. Hákonarson lét byggja
kirkjuna á sinn kostnað en hún er úr
timbri en hefur verið endurbyggð og
lagfærð mörgum sinnum í gegnum
tíðina, fyrst 1970 til 1972. Í kirkjunni
eru margir munir sem fólk og aðilar
hafa gefið henni, m.a. glæsilega skírn-
arskál sem Sr. Jón Thorarensen gaf
árið 1929. Jón skrifaði margar bækur
um Hafnirnar, fólkið, útgerðarsöguna
og margt fleira en hann var alinn upp
í Kotvogi sem var eitt stærsta býli
landsins á 19. öld. Predikunarstóllinn
var upphaflega smíðaður árið 1876
og altaristaflan er frá 1865 en þessi
160 ára gamla kirkja er glæsileg eftir
lagfæringarnar.
Kirkjuvogskirkja er 160 ára á þessu ári og er elsta kirkja á Suðurnesjum.
– Síðasta sumarmessa kirknanna á Suðurnesjum var í Höfnum
Brynja Vigdís heldur hér á forláta skírnarskál sem kirkjan fékk árið 1929.
Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir,
prestur stýrði síðustu
sumarmessunni og sagði
frá sögu kirkjunnar.
KIRKJUVOGSKIRKJA MÁLUÐ OG
LAGFÆRÐ Á 160 ÁRA AFMÆLINU
á timarit.is
ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
18 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár