Víkurfréttir - 01.09.2021, Blaðsíða 14
Útgáfuteiti Apótekarans
Smári Guðmundsson, stofnandi
útgáfufyrirtækisins Smástirnis,
bauð vel völdum gestum í teiti til
að fagna útgáfu söguplötunnar
The Apotheker sem Smári er höf-
undur og útgefandi að.
Plötunnar hefur verið beðið með
nokkurri eftirvæntingu en áður
hefur Smári m.a. samið söngleikinn
Mystery Boy sem var fluttur við
góðan orðstír í Frumleikhúsinu
fyrir þremur árum, söngleikurinn
rataði alla leið á fjalir Þjóðleik-
hússins þegar hann var valinn
áhugasýning ársins 2018.
HAUSTDAGSKRÁ
SAR AÐ HEFJAST
Samtök atvinnurekenda Reykjanesi
eru að hefja vetrarstarfið og boða
til atvinnumálafunda fyrir sína fé-
lagsmenn. SAR varð tíu ára á síðasta
ári en þá var ekkert gert sérstak-
lega vegna Covid-19. Ákveðið var á
stjórnarfundi að gera smá áherslu-
breytingar seinnipart ársins 2021 í
tilefni afmælisársins. Frá 2014 hafa
verið atvinnumálfundir á tveggja
mánaða fresti sem tókust mjög vel
og voru vel sóttir.
Nú verða þær breytingar að
haldnir verða atvinnumálafundir
(hádegissúpufundir) mánaðarlega
næstu mánuði til prufu og það svo
endurskoðað um áramót. Til að
virkja stjórnina betur var ákveðið
að vera með fjóra, fimm fundi á ári
sem eru hádegisfundir (súpufundir)
þar sem koma aðilar úr atvinnulífinu
til skrafs og ráðagerða með stjórnar-
mönnum.
Til liðs við samtökin hafa bæst við
nokkur ný fyrirtæki frá aðalfundi
sem var í apríl 2021 en árgjald er kr.
45.000.
Næsti stjórnarfundur verður þann
23. september og síðan 15. nóvember
næstkomandi.
Atvinnumálafundir fyrir félagsmenn
verða með þessum hætti framundan
og eru tilraun til að sjá hvernig til
tekst.
9. september 2021. Hótel Marriott.
Kynnt verður fyrirtækið IðunnH2
sem hyggst hefja vetnisframleiðslu
í Helguvík.
14. október 2021. Hótel Keflavík.
HS Orka mun kynna starfsemi sína.
11. nóvember 2021. Hótel Marriott.
Kynning á verkefnum á öryggissvæð-
unum.
Fundir þessir eru fyrir félagsmenn
og gesti SAR. Ef einhver fyrirtæki
hafa áhuga á að bætast í hópinn
eða fá upplýsingar um sögu SAR
þá senda tölvupóst á sar@sar.is
Frá stjórnarfundi í SAR í vor.
Magnaðir útgáfutónleikar
Stórsveitin Midnight Librarian
hélt tvenna útgáfutónleika
til að fagna útgáfu fyrstu
breiðskífu sveitarinnar, From
Birth til Breakfast, sem nú er
aðgengileg á tónlistarveitunni
Spotify – Tónleikarnir fóru
fram í Frumleikhúsinu
á dögunum fyrir fullum
sal áhorfenda sem kunnu
augljóslega vel að meta
tónlist strákanna
Midnight Librarian
Það er óhætt að segja að
Midnight Librarian hafi
tekist vel til og þeir náð
vel til áhorfenda enda
var frábær stemmning í
salnum. Rætt verður við
hljómsveitarmeðlimi og
sýnt brot úr tónleikunum
í Suðurnesja magasíni
næstkomandi fimmtu-
dagskvöld klukkan 19:30.
Það var einstakt þegar
sellóleikarinn Arnar Geir
Halldórsson lék undir
með Midnight Librarian.
Hljómborðsleikarinn Haukur
Arnórsson og bakraddirnar
Salka og Hekla.
Tónlist Midnight Librarian er ekki hefðbundin popptónlist
heldur má greina áhrif djass og fönks í bland við annað. Smelltu hér til að hlusta á plötuna
From Birth til Breakfast
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ
TIL AÐ HORFA OG HLUSTA
MYNDSKEIÐIÐ VERÐUR AÐGENGILEGT
Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 2. SEPTEMBER
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ
TIL AÐ HORFA OG HLUSTA
MYNDSKEIÐIÐ VERÐUR AÐGENGILEGT
Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 2. SEPTEMBER
14 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár