Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 20

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 20
Er þess að vænta að bráðlega verði sett ný byggingarreglu- gerð með nánari skilgreiningu á þessum ákvæðum. Jafnréttis- ganj*an Um vorið urðu umskipti í borg- arstjórn Reykjavíkur og í kjöl- far þeirra ákvað stjórn Sjálfs- bjargar í Reykjavík að ræða málefni fatlaðra við nýkjörna borgarstjórn. Var í því skyni skipuð fimm manna nefnd og settist hún niður til að semja ályktun sem lögð skyldi fyrir borgarstjórn. í ályktuninni var tekið á atvinnumálum fatlaðra, húsnæðis-, samgöngu- og heil- brigðismálum. Var hún lögð fyrir borgarstjóra og ákveðið að borgarstjórn tæki á móti Sjálfsbjargarfélögum að Kjar- valsstöðum þriðjudaginn 19. september. Sú hugmynd kom upp að nota þennan fund til að vekja rækilega athygli á málefnum fatlaðra. Haft var samband við önnur félög öryrkja og starfs- fólk endurhæfingarstöðva og ákveðið að efna til fjöldagöngu frá Sjómannaskólanum að Kjarvalsstöðum fyrir fundinn. Var Magnús Kjartansson feng- inn til að annast stjórn göng- unnar. Þegar leið að því að gangan skyldi hefj ast fór fólk að hópast að Sjómannaskólanum og um tvöleytið síðdegis lagði gangan af stað undir forystu skóla- lúðrasveita Árbæjar og Breið- holts. Strax á eftir þeim kom fjölmennur hópur fólks í hjóla- stólum. Göngumenn báru borða en aðalkjörorð göng- unnar var JAFNRÉTTI og hef- ur gangan síðan verið nefnd Jafnréttisgangan. Að Kjarvalsstöðum fluttu borgarfulltrúar og fulltrúar fatlaðra ávörp og lesnar voru upp kveðjur sem göngumönn- um höfðu borist víðsvegar að. Það sem kom kannski mest á óvart í Jafnréttisgöngunni var sá gífurlegi fjöldi sem tók þátt í henni. Talið er að um tíu þús- und manns hafi gengið spölinn frá Sjómannaskólanum að Kjarvalsstöðum og þegar þeir fyrstu voru að komast á leiðar- enda voru þeir síðustu að leggja af stað. Eftir þetta varð mörgum ljósara en áður hversu fjölmennur hópur fatlaðir eru í samfélaginu. Um áhrif göng- unnar kemst einn þeirra sem sátu í undirbúningsnefndinni, Rafn Benediktsson, þáverandi formaður Sjálfsbjargar í Reykjavík, svo að orði í ársrit- inu: „Enginn vafi er á að Jafn- réttisgangan og fundurinn að Kjarvalsstöðum hefur leitt til aukins skilnings á málefnum fatlaðra, en jafn- framt hefur öll framkvæmd orðið til þess að auka fé- lagslegan áhuga og sam- stöðu fatlaðs fólks og er sá árangur ekki síður mikil- vægur.“ 1979 Dagvist hefst í Sjálfs- bjargarhúsi í marsmánuði hófst nýr þáttur í starfsemi Sjálfsbjargarhússins: dagvist fatlaðra. Er þar um að 20 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.