Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 29

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 29
Vítt til veggja. Björgúlfur Andrésson framkvæmdastjóri í nýjum húsa- kynnum Hjálpartækjabankans í Hátúni 12. inn í því skyni drög að laga- frumvarpi um félagslegar íbúðabyggingar og er þau að finna í áðurnefndum bæklingi. Starfsemi hópsins vakti verulega athygli enda málefnið brýnt og brennur á mörgum. Fór svo að ráðherra skipaði nefnd til að semja lög um fé- lagslegar íbúðabyggingar og bað hópinn að tilnefna einn mann í hana. I-ormanna- skipti eftir 28 ára forystu Theodórs Á þingi landssambandsins í vor urðu þau þáttaskil í sögu Sjálfs- bjargar að Theodór A. Jónsson lét af störfum formanns eftir 28 ára farsælt starf. Við tók Jó- hann Pétur Sveinsson. Hjálpar- tækja- bankinn í nýtt húsnæði Hjálpartækjabanki Sjálfs- bjargar og Rauða krossins hef- ur nú starfað í tólf ár en í sumar flutti hann í nýtt húsnæði í við- byggingu austan við Sjálfs- bjargarhúsið í Hátúni 12. Par fær bankinn tvöfalt meira at- hafnapláss og hefur nú um 500 fermetra til afnota. Forstöðumaður Hjálpar- tækjabankans hefur frá upp- hafi verið Björgúlfur Andrés- son og sagði hann í viðtali við ársritið að stærsti kosturinn við nýja húsnæðið væri sá að það er aðlagað starfseminni og inn- réttað í samræmi við hana. Auk þess breytist aðkoman þannig að fatlað fólk kemst þar einnig inn. Hjálpartækjabankinn hefur fyrir löngu sannað að mikil nauðsyn er fyrir hann. Björg- úlfur segir að árið 1987 hafi ná- lægt 1.200 manns á mánuði að meðaltali leitað til bankans. Nú starfa þar auk Björgúlfs hjúkrunarfræðingur og iðju- þjálfi. Samslart •* _ / OBI og Þroska- hjálpar Eftir hið gifturíka samstarf Ör- yrkjabandalagsins og Þroska- hjálpar fyrir kosningarnar 1987 var sett saman framkvæmda- áætlun um áframhaldandi sam- starf samtakanna. Hún gerði ráð fyrir því að ráðinn yrði „stýrimaður“ til að halda utan um þetta samstarf og var Helgi Hróðmarsson ráðinn til starfa. í ársritinu sagði Helgi frá því að samstarfið gengi með mikl- um ágætum. Samtökin héldu sameiginleg vorblót á fjórum stöðum á landinu um miðjan maí, gerðar voru kannanir á aðgengi fatlaðra að útivistar- svæðum, skemmtistöðum, þjónustustofnunum og opin- berum byggingum og þeim fylgt eftir með bréfaskriftum til forráðamanna þeirra. Þá hafa verið haldin útilífsnámskeið fyrir fötluð börn og ungmenni í samráði við skáta og borgar- yfirvöld í Reykjavík og staðið í töluverðu kynningarstarfi fyrir samtökin, bæði í fjölmiðlum og með bréfaskriftum til hinna ýmsu aðila. Fyrstu fé- lögin 30 ára í sumar minntust fimm Sjálfs- bjargarfélög þess með ýmsum hætti að 30 ár voru liðin frá því þau voru stofnuð. Fyrsta félag- ið var stofnað á Siglufirði þann 9. júní 1958 en í lok mánaðar- SJÁLFSBJÖRG 29

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.