Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 25

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 25
Sterkasti maður í heimi mátti sannreyna að það eru ekki alltaf kraft- arnir sem skila fólki áleiðis. Eins og fleiri þátttakendur í hjólastólarallinu átti hann í mestu brösum með aðyfirstíga hindranirnarog varð aðjátasig sigraðan af fötluðum keppendum sem urðu í efstu sætum. gaman að tilburðum keppenda og öðrum skemmtiatriðum. Til keppni voru boðaðir þrír hópar. I einum voru stjórn- málamenn, borgarfulltrúar, þingmenn og ráðherrar, í öðr- um íþróttamenn og íþrótta- fréttamenn, og í þeim þriðja fólk sem notar hjólastól dag- lega. Keppendur voru merktir ákveðnum fyrirtækjum sem styrktu rallið. Auk þess að fara ákveðna vegalengd á stólunum þurftu þeir að leysa ýmsar þrautir, svo sem að aka yfir þröskulda, upp skábrautir og í svig milli keilna. Einnig voru þeir bornir upp og niður tröpp- ur í stólunum og svo þurftu þeir að glíma við að koma sér út úr þröngum, lokuðum básum og loka á eftir sér. Auk þess að skemmta áhor- fendum og vekja athygli á stöðu fatlaðra hafði rallið þann tilgang að veita stjórnmála- mönnum innsýn í heim þeirra sem þurfa daglega að komast leiðar sinnar á hjólastólum. Að sjálfsögðu í þeirri von að þeir minnist þess þegar þeir taka ákvarðanir um fjárframlög til málefna fatlaðra og önnur at- riði sem þá snerta í framtíð- inni. Námskeiða- haldfyrir aðstand- endur fatlaðra Sjálfsbjörg, Þroskahjálp, Styrktarfélag vangefinna og Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra hafa tekið höndum saman um að halda námskeið fyrir að- standendur fatlaðra barna. Sjálfsbjörg átti frumkvæðið og fékk ofannefnd samtök til liðs við sig. Var efnt til helgar- námskeiða þar sem foreldrum gafst færi á að hlýða á mál sér- fræðinga um ýmsa þætti sem snerta líf fatlaðra, svo sem um starf svæðisstjórna, lagalegan rétt fatlaðra og aðstandenda þeirra, hvað fötlun er og hvern- ig hún er greind, þroska barna, viðbrögð foreldra sem eignast fatlað barn, hjálpartæki ofl. Hafa námskeið þessi mælst vel fyrir meðal þátttakenda og er við því að búast að þau verði fastur liður í starfi samtakanna héreftir. Æskulýðs- samtök fatlaðra Laugardaginn 14. apríl var haldinn stofnfundur æskulýðs- sambands þeirra sem eru innan vébanda Oryrkjabandalags ís- lands. Átta aðildarfélög ÖBÍ sendu fulltrúa á fundinn, alls 17 manns. Samþykktu þeir sam- hljóða að stofna samtökin Fötl- uð ungmenni á íslandi. Fyrsti formaður þeirra var kjörinn Rögnvaldur Óðinsson. Tilgangur samtakanna er að berjast fyrir hagsmunamálum ungs, fatlaðs fólks, efla inn- byrðis kynni þeirra, auka fé- lagslegan þroska þeirra og koma á samstarfi við félaga- samtök fatlaðra og ófatlaðra sem vinna að svipuðum mál- um, bæði hérléndis sem erlend- is. Hugsa hin nýstofnuðu sam- tök sér gott til glóðarinnar á ár- inu 1985 sem Sameinuðu þjóð- irnar hafa helgað æsku heims- ins. Húseign keyptí Neskaup- stað Félagið í Neskaupstað keypti í ár húseignina Egilsbraut 5 og fékk hana afhenta 1. maí. I húsinu fer fram margþætt fé- lagsstarf fatlaðra í Neskaup- stað en auk þess er þar rekin hannyrðaverslun. Veitir for- maður félagsins, Unnur Jó- hannsdóttir, versluninni for- stöðu en auk hennar vinna þar fleiri félagsmenn. Er allt þeirra starf unnið í sjálfboðavinnu. SJÁLFSBJÖRG 25

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.