Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 10

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 10
Sumarferð í Borgarvirki. Frá upphafi hafa sumarferöir veriö fastur liður í starfi Sjálfsbjargarfélaganna. I ár varfariö um Húnavatnssýslurog Borgarfjörö og var þessi mynd tekin af nokkrum félögum að kasta mæð- inni og njóta útsýnisins úr Borgarvirki en þaðan er víösýni mikiö. Fjórir fulltrúar frá íslandi sóttu þingið, þau Ingibjörg Magnúsdóttir formaður Sjálfs- bjargar á ísafirði, Ólöf Rík- arðsdóttir, Theodór A. Jónsson formaður landssambandsins og Trausti Sigurlaugsson fram- kvæmdastjóri. Að þinginu loknu kynntu þau sér nánar starfsemi bræðraþjóðanna á sviði þjónustu við fatlaða. Sjálfs- bjctrgctr- húsið birtist á prenti í ársritið 1964 ritaði Konráð Þorsteinsson, formaður Sjálfs- bjargar á Sauðárkróki, grein um húsnæðismál fatlaðra. Ræddi hann þar bæði um al- mennan húsnæðisvanda fatl- aðra sem vilji búa „sér og sín- um heimili, sem eru við þeirra hæfi og getu“. Ennfremur nefndi Konráð þörfina á vist- heimili í Reykjavík og var það í fyrsta sinn sem hugmyndin að Sjálfsbjargarhúsinu var reifuð á prenti. Um það efni sagði Konráð ma.: „Það sem sérstaklega virð- ist aðkallandi ... er að byggja vistheimili í Reykja- vík, sem yrði í senn miðstöð samtakanna og þar með vettvangur þjálfunar og annarra framkvæmda, sem fara fram á þeirra vegum og einnig skapaðist þar að- staða til dvaiar fyrir þá ör- yrkja, sem um lengri eða skemmri tíma eru undir læknishendi, án þess þó að þurfa að dvelja á sjúkra- húsi...“ 1965 Stórgjöf frá Dönum Undirbúningur að byggingu Sjálfsbjargarhússins var nú haf- inn. Af því tilefni var samþykkt á ársþingi Landssambands fatlaðra í Danmörku að gefa 625 þúsund krónur til byggingar Sjálfsbjarg- arhússins. Vinnustofa í Reykjavik. í ársbyrjun hóf Sjálfsbjörg í Reykjavík rekst- ur á vinnustofu í húsnæði félagsins að Marargötu 2. Vinna þar tíu manns við aö sauma herranærföt. Alþjóðadagur fatlaðra. Frá 1960 helgaði Alþjóðasamband fatlaöra einn dag á ári baráttunni fyrir hagsmunamálum fatlaöra. Sjálfsbjörg gekk i sambandið og þann 28. mars var alþjóðadagur fatlaðra haldinn hátíð- legur í fyrsta sinn hér á landi. Voru hátíðarhöld á þremur stöðum á land- inu, á Akureyri, Isafirði og í Reykjavík en þar var þessi mynd tekin á hátíð- arfundi í Sigtúni við Austurvöll. 10 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.