Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 27
1987
Sameiginleg
hagsmuna-
barátta ÖBÍ
og Þroska-
hjálpar
Á þessu ári hafa orðið tímamót
í hagsmunabaráttu fatlaðra. I
stað þess að berjast hver fyrir
sig hafa samtök þeirra tekið
höndum saman og sótt fram
gegn hinu pólitíska valdi. Um
tíma var jafnvel rætt um að
fatlaðir byðu fram sérstakan
lista við kosningar til Alþingis
sem fram fóru í vor en af því
varð ekki.
Segja má að aðgerðir fatl-
aðra hafi byrjað skömmu fyrir
jólin í fyrra þegar verið var að
afgreiða fjárlög. Þá skoruðu
Öryrkjabandalagið og Þroska-
hjálp á fatlaða og aðstandend-
ur þeirra að fjölmenna niður á
Austurvöll þar sem Steingrími
Hermannssyni forsætisráð-
herra var afhent mótmælaskjal
vegna fyrirhugaðs niðurskurð-
ar á fjárveitingum til Fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra. Á eftir
var skammdegisvaka á Hótel
Borg. Þetta hafði þau áhrif að
fjárveitingar til sjóðsins hækk-
uðu um 42 milljónir króna við
síðustu umræðu um fjárlög.
Eftir þessar velheppnuðu
aðgerðir var ákveðið að halda
áfram að minna stjórnmála-
menn á tilvist fatlaðra og í
febrúar og mars hélt Sjálfs-
björg fundi með frambjóðend-
um allra flokka. Þroskahjálp
hélt svipaða fundi og þann 22.
mars var svo smiðshöggið rekið
á þessa herferð með stórfundi á
Talkór fatlaðra lýsir fjárveitingum til málefna fatlaðra á kosningavök-
unni á Hótel Sögu.
Hótel Sögu þar sem húsfyllir
varð. Þar gerðu formenn flokk-
anna grein fyrir stefnu þeirra í
málefnum fatlaðra og svöruðu
fyrirspurnum. Samhliða þess-
um fundarhöldum var settur
saman bæklingur sem bar heit-
ið: Hver kýs hvað? Áherslur í
málefnum fatlaðra. Var honum
dreift til allra frambjóðenda.
Aðgerðirnar þóttu takast
það vel að í framhaldi af þeim
var ákveðið að treysta samstarf
félagasamtaka fatlaðra og
koma því á formlegan grund-
völl.
Lottó hefur
göngu sína
Vorið 1986 voru samþykkt lög
um talnagetraunir sem gerðu
ráð fyrir stofnun fyrirtækis sem
væri sameign íþróttasambands
íslands, Ungmennafélags ís-
lands og Öryrkjabandalagsins.
í árslok hófst svo rekstur ís-
lenskrar getspár og Lottós sem
sló í gegn hjá þjóðinni.
Fyrstu níu mánuðina sem
Lottóið var starfrækt hafði Ör-
yrkjabandalagið eitt í tekjur af
því um 60 milljónir króna. Var
ákveðið að hússjóður banda-
lagsins fengi 80% teknanna
fyrstu þrjú árin. Getur nærri
hversu mikið sjóðinn munar
um þessa búbót. Sem dæmi má
nefna að á fyrsta árinu voru
skuldir sjóðsins greiddar upp,
keyptar fjórtán íbúðir fyrir
fatlaða í Reykjavík, Garðabæ
og Hafnarfirði, keypt hús fyrir
5-7 fatlaða fyrir svæðisstjórn
Reykjavíkur, ákveðin bygging
5 íbúða húss fyrir fatlaða á Sel-
fossi, ráðgerð kaup á húsi fyrir
5-7 fatlaða einstaklinga á
Norðurlandi eystra og sótt um
lóðir fyrir 30 íbúðir í Reykja-
vík.
Hjálpar-
tækja-
sýning
í maímánuði var efnt til hjálp-
artækjasýningar í anddyri
Borgarleikhússins nýja. Þar
var til sýnis allt það nýjasta á
sviði hjálpartækja fyrir fatlaða
og auk þess var fjölbreytt dag-
skrá með fyrirlestrum, leiksýn-
ingum, kvikmyndasýningum,
umræðum og skemmtiatriðum.
SJÁLFSBJÖRG 27