Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 4

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 4
Sjálfsbjörg — landssamband fatlaðra 30 ára 1959-1989 í tilefni afþrjátíu ára afmæli Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra þótti við hæfi að taka saman annál úr sögu samtakanna. Við lestur hans ber að hafa í huga að í hon- um erstiklað á stóru og langt frá því að sögu samtakanna séu gerð tæmandi skil. Reynt var að gefa nokkra mynd af fjölbreyttri starfsemi sam- takafatlaðra á þessu tímabili en eflaust hefur margt orðið útundan sem á fullt erindi í sögulega úttekt. Forsagan Fyrsta Sjálfs- bjargar- félagið Þann 9. júní 1958 var fyrsta Sjálfsbjargarfélagið stofnað á Siglufirði „að undangengnum viðræðum nokkurra áhuga- manna og fyrir forgöngu Sigur- sveins D. Kristinssonar, tón- skálds“ eins og segir í fyrsta ársriti Sjálfsbjargar. í fyrstu fundargerð félagsins á Siglufirði segir að 14 manns hafi komið til fundar þennan mánudag í Gránugötu 14. Fram kemur að mikill áhugi hafi ríkt meðal fundarmanna á stofnun félags fatlaðra sem hafi ,,svo margra sameiginlegra hagsmuna að gæta“. Sigur- sveinn hafði framsögu sem þótti „athyglisverð og lær- dómsrík“ og eftir nokkrar um- ræður um fjáröflunarleiðir og tryggingamál var félaginu kos- in bráðabirgðastjórn undir for- ystu Valeyjar Jónasdóttur en frekari starfsemi frestað til haustsins. Félaginu bárust að gjöf 200 krónur frá Nönnu Franklínsdóttur. „Fundi var síðan slitið kl. 10.30 um kvöldið, og fór hver til síns heima með þá öruggu vissu og óbilandi trú, að hér hefði verið stigið það spor, sem opna myndi dyrnar að mannlífinu fyrir fatlað fólk, ekki eingöngu hér í okkar heimabyggð, heldur víðs vegar annars staðar um landið, þegar tímar líða,“ eru lokaorð fundargerðar Huldu Steins- dóttur. Hulda reyndist sannspá því þetta sama sumar voru félög stofnuð í Reykjavík 27. júní, á Isafirði 29. september, Akur- eyri 8. október og í Árnessýslu 15. nóvember. Frumkvæði sigl- firsku félaganna varð fötluðum um allt land mikil vakning og réttu ári síðar var Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra orðið að veruleika. Hér hófst það. í þessu húsi, Gránugötu 14, Siglufirði, var fyrsta Sjálfs- bjargarfélagið stofnað hinn 9. júní 1958. 4 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.