Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 30

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 30
ins var stofnað félag í Reykja- vík. í september var stofnað fé- lag á ísafirði í október á Akur- eyri og í nóvember í Arnes- sýslu. Félögin héldu upp á afmælið með ýmsum hætti. Trjám var plantað á Siglufirði og á nokkr- um stöðum í Árnessýslu, á Ak- ureyri gefið út blað og gangsett ný plastverksmiðja, í Reykja- vík var haldin vegleg árshátíð og opnuð ný vinnustofa og á ísafirði var haldið vorblót. 1989 Sjálfsbjörg 30 ára — Lands- átakið Á þessu ári eru liðin 30 ár frá stofnun landssambands Sjálfs- bjargarfélaganna. Því var að sjálfsögðu fagnað með ýmsum hætti. A sjálfan afmælisdaginn, 4. júní, var opið hús í Sjálfs- bjargarhúsinu í Reykjavík auk þess sem mörg aðildarfélög minntust dagsins í heima- byggð. Efnt var til listsýningar í Sjálfsbjargarhúsinu þar sem þrír fatlaðir listamenn sýndu verk sín, þau Sigmar Maríus- son, Sigurður Þórólfsson og Sigþrúður Pálsdóttir. Þá var haldið 400 manna afmælishóf í Sjálfsbjargarhúsinu þar sem 30 manns fengu viðurkenningar- merki fyrir margvíslegan stuðning við samtökin. Vigdísi Finnbogadóttur var boðið í hófið en þar sem hún var upp- tekin varð ekki af heimsókn hennar fyrr en nokkrum dög- um eftir afmælið. Var hún að sjálfsögðu hinn mesti aufúsu- gestur. Mestur kraftur var þó lagður í Landsátakið sem svo var nefnt og hafði þann tilgang að safna fé til að ljúka við bygg- ingu Sjálfsbjargarhússins í Há- túni 12. Það kann að virðast undar- legt en er samt satt að þótt 23 ár séu liðin frá því bygging húss- ins hófst og 16 ár frá því fyrsti áfangi þess var tekinn í notkun þá er ýmislegt enn ógert. Nefna má sem dæmi að það vantar viðvörunarkerfi vegna eld- hættu í húsið og einnig vantar viðunandi félagsaðstöðu fyrir fatlaða í húsinu. Þá hefur aldr- ei verið gengið endanlega frá inngangi í sundlaug hússins og raunar varð að loka henni vegna mikilla skemmda á flísa- lagningu á árinu. í ljósi þessa ákvað landssam- bandið að efna til stórátaks til fjáröflunar meðal landsmanna svo auðnast mætti að koma þessum hlutum og öðrum í lag. Koma húsinu í endanlegt horf. Fjársöfnunin fór fram í byrjun september og var ýmsum ráð- um beitt til að vekja athygli á henni. Nokkrir Sjálfsbjargar- félagar með formann lands- sambandsins í broddi fylkingar óku á hjólastólum frá Ákureyri til Reykjavíkur á sex dögum og söfnuðu áheitum á leiðinni. Þá féllst Davíð Oddsson borgar- stjóri Reykjavíkur á að vera í hjólastól í heilan dag, bæði til að vekja athygli á söfnuninni og til að kynna sér aðstöðu fatl- aðra. Aðalsöfnunardagurinn var 8. september en þá var sam- felld dagskrá á Rás 2 allan dag- inn og sjónvarpsdagskrá í Rík- issjónvarpinu um kvöldið. Gafst fólki kostur á að hringja inn í þessar stöðvar og tilkynna um framlög sín til söfnunarinn- ar. Einnig var tekið á móti framlögum á bensínstöðvum og víða annars staðar um allt land. Landsátakið vakti gífurlega athygli og árangurinn af söfn- uninni reyndist framar björt- ustu vonum. Alls söfnuðust rúmar 13 milljónir króna auk þess sem málefni fatlaðra kom- ust á dagskrá meðal almenn- ings. Verður hvort tveggja til Islandsrallið ræst. Þátttakendur í islandsrallinu leggja upp frá Hafn- arstrætinu á Akureyri. Til vinstri er liðsmaður Sniglanna en þeir tóku að sér að fylgja hjólastólaköppunum alla leið til Reykjavíkur. 30 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.