Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 13

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 13
yfir starfsemi sína. Nokkur fé- lög hafi komið upp litlum vinnustofum til að skapa fé- lagsmönnum vinnu en að vísu eigi þær í erfiðleikum. Síðast en ekki síst er hafin bygging vinnu- og dvalarheimilis fyrir fatlaða í Reykjavík. Theodór nefndi frumkvæði Sjálfsbjargar að samningu lög- gjafar um endurhæfingu en ár- ið 1964 lét landssambandið gera drög að slíkri löggjöf og voru þau að verulegu leyti byggð á samskonar lögum sem þá voru komin í gildi í Dan- mörku. A tíu ára afmæli fyrstu félaganna er búið að fela Ör- yrkjabandalaginu að semja frumvarp til laga um endurhæf- ingu sem verður væntanlega lagt fyrir næsta þing. Auk þessa nefndi Theodór ýmsar endur- bætur og lagfæringar á trygg- inga- og farartækjamálum fatl- aðra. Uppsteypu Sjálfs- bjargar- hússíns lokið í júlímánuði var lokið við að steypa 5. og efstu hæðina í fyrsta áfanga Sjálfsbjargar- hússins að Hátúni 12 í Reykja- vík. Fjáröflunarleiðir til bygg- ingarinnar voru margvíslegar. Byggingarhappdrættið skilaði drjúgum tekjum, svo og styrkir úr Styrktarsjóði fatlaðra, Erfðafjársjóði og frá ríki og Reykjavíkurborg. Auk þess hafa Sjálfsbjörg borist fjölmargar gjafir til byggingarinnar. Áður er getið um stórgjöf samtaka fatlaðra í Danmörku og nú hafa systur- samtökin í Svíþjóð einnig Stjórnarfundur VNI á íslandi. 10 manna stjórn Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum (VNI) héltfund á Akureyri í júlímánuði. Áðuren hann hófst var efnt til blaðamannafundar í Reykjavík þar sem sænsku samtökin til- kynntu að þau hefðu ákveðið að veita 50 þúsund sænskra króna styrk til byggingar Sjálfsbjargarhússins. Stjórnarmenn ferðuðust víða um land og er myndin tekin af þeim við Gullfoss. Síðar um sumarið var þing VNI hald- ið í Osló og sóttu 14 fulltrúar það héðan. Að þinginu loknu ferðuðust þeir um Danmörku og kynntu sér aðbúnað að fötluðum þar í landi. ákveðið að reiða fram fjár- styrk. Pá leitaði Sjálfsbjörg til allra sveitarstjórna á landinu með beiðni um stuðning við framkvæmdirnar og hafa und- irtektir verið góðar. Alls hafa nú verið lagðar 17,5 milljónir króna í bygginguna en kostn- aðaráætlun við fyrsta áfanga hljóðaði upp á 50 milljónir fyrir gengisfellinguna sem nýlega var gerð. 969 SJÁLFSBJÖRG 13

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.