Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 14

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 14
1970 Lögum endur- hæflngu taka gildi Þann 1. j úlí gengu í gildi lög um endurhæfingu. Endurhæfing hefur þó lengi verið í gangi á vegum ýmissa öryrkjafélaga en lagagrunninn hefur skort. Nú er hann kominn og í ársritinu segir Theodór A. Jónsson for- maður landssambandsins svo um lögin: „Tilgangur laganna er að stuðla að þjálfun og endur- hæfingu fólks með varan- lega skerta starfshæfni, svo að það geti sem bezt séð sér farborða með eigin vinnu. Með þessu er ekki einungis átt við læknisfræðilega end- urhæfingu, heldur einnig atvinnulega endurhæfingu ásamt starfsmenntun.“ Ýmis nýmæli eru í lögum þessum enda má segja að þau séu fyrsti stóri lagabálkurinn sem saminn er sérstaklega um málefni fatlaðra. Ástæða er til að benda á 16. grein laganna en í þeim segir ma. að þeir „sem notið hafa endurhæfingar, skulu að öðru jöfnu, eiga for- gangsrétt til atvinnu hjá ríki og bæjarfélögum.“ Tvö ný félög stofnuð í maímánuði voru tvö ný Sjálfsbjargarfélög stofnuð á Vesturlandi. Það fyrra er í Stykkishólmi og var stofnað 9. maí. Stofnfélagar voru 13 og formaður félagsins var kjörinn Lárus Kr. Jónsson. Hittfélagið var stofnað daginn eftir á Akranesi. Stofnfélagar þess voru 49 og formaður kjörin Karen Guðlaugsdóttir. Landssam- bandið flytur Á þessu starfsári flutti lands- sambandið skrifstofur sínar úr húsi SÍBS við Bræðraborgar- stíg í nýtt og rúmgott húsnæði að Laugavegi 120. Skrifstofan gegnir veigamiklu hlutverki í þjónustu við fatlaða. Þangað leituðu á þriðja þúsund ein- staklinga á starfsárinu eftir margháttaðri fyrirgreiðslu og auk þess annaðist skrifstofan innflutning á hjálpartækjum fyrir fatlaða að verðmæti kr. 875.000. Alþjóða- merki fatlaðra Að tilhlutan Bandalags fatl- aðra á Norðurlöndum var efnt til samkeppni um táknrænt merki sem ætlunin er að koma fyrir í byggingum sem aðgengi- legar eru fyrir þá sem nota hjólastól og raunar fatlað fólk yfirleitt. Er tilgangurinn með þessu bæði að leiðbeina fötluð- um og hvetja til þess að bygg- ingar séu skipulagðar með þarfir fatlaðra í huga. Merkið sem varð fyrir valinu gerði ung dönsk stúlka, Sus- anne Kofoed, en hún stundar nám í arkitektúr. Voru verð- launin afhent á alþjóðlegri endurhæfingarráðstefnu sem haldin var í Dublin. 1971 Frambjóð- endur upplýstir Fyrir Alþingiskosningar sem haldnar voru í júnímánuði var öllum frambjóðendum til þings send greinargerð um málefni Sjálfsbjargar. Þar var getið þeirra breytinga sem orðið hafa á högum fatlaðra undan- farin ár og bent á þær breyting- ar sem brýnast væri að gera. í lokin var farið fram á stuðning viðkomandi frambjóðanda við lausn á vanda fatlaðra. Ef til vill átti þessi sending sinn þátt í því að í málefnasátt- mála þeirrar ríkisstjórnar sem settist að völdum eftir kosning- ar var sérstaklega tekið fram hver væru markmið hennar í málefnum fatlaðra. í þeirri rík- isstjórn tók Magnús Kjartans- son sæti heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra en hann átti eftir að reynast fötluðum og sam- tökum þeirra drjúgur stuðn- ingsmaður meðan hans naut við. 14 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.