Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 19
Á Tæknivinnustofunni skap-
ast 10-12 ársverk fyrir öryrkja
auk fjögurra tæknimenntaðra
starfsmanna.
1978
Ný
byggingar-
og skipu-
lagslög með
ákvæði um
aðgengi
fatlaðra
Hinn 3. maí samþykkti Alþingi
ný byggingarlög. Þar er í fyrsta
sinn að finna sérstök ákvæði
varðandi fatlaða. Daginn áður
hafði Alþingi samþykkt ný
skipulagslög með samsvarandi
ákvæðum. Þessi ákvæði eru af-
rakstur baráttu fatlaðra sem
staðið hefur í þrjú ár.
Ákvæðin sem hér um ræðir
eru þessi í byggingarlögunum:
„í byggingarreglugerð skal
setja ákvæði varðandi um-
búnað bygginga til þess að
auðvelda ellihrumu og fötl-
uðu fólki að komast leiðar
sinnar.“
Og í skipulagslögunum:
„Til viðbótar 13. gr. lag-
anna komi: Þá skal kveða á
um, að hið skipulagða
svæði geri fötluðu og öldr-
uðu fólki auðvelt að komast
leiðar sinnar og að tekið
skuli að öðru leyti tillit til
sérþarfa þess, svo sem varð-
andi götur, gangstéttir, bif-
reiðastæði og staðsetningu
íbúðarhúsa, sem sérstak-
lega eru ætluð þessu fólki.“
12 sem fólki sem býr annars
staðar í borginni.
Á meðfylgjandi mynd sést
Torfi Loftsson aðstoða Ragnar
Hallsson við að komast á hjóla-
stólnum upp í bílinn.
Tækni-
vinnustofa
ÖBÍ stofnuð
í maí hóf Öryrkjabandalag ís-
lands rekstur Tæknivinnustofu
í Hátúni 10A. Var þetta talinn
vænlegur kostur fyrir fatlaða
starfsmenn þar sem vinnustof-
an fæst einkum við samsetn-
ingu háþróaðra rafeindatækja
sem krefst frekar samvisku-
semi en hraða.
Samningar tókust strax milli
Tæknivinnustofunnar og Pósts
og síma um að vinnustofan
tæki að sér allt viðhald sím-
tækja fyrir stofnunina. Einnig
hófst þar snemma framleiðsla
gjaldmæla fyrir leigubíla, svo
og umferðarteljara og skrán-
ingartækis sem tengist þeim.
Hús keypt í Vestmannaeyjum. Sjálfsbjargarfélagið í Vestmanna-
eyjum hefur fest kaup á 50 fermetra húsi undir starfsemi sína en húsnæð-
isleysi hefur háð félaginu. Húsið er þeim eiginleikum búið að hægt er að
„brjóta það sarnan" og flytja það með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Nú stendur
það við Faxastíg en verið er að leita að stað fyrir það til frambúðar. Á
myndinni standa þau úti fyrir húsinu Arnmundur Þorbjörnsson, Richard
Þorgeirsson og Hildur Jónsdóttirtormaöur Sjálfsbjargar í Vestmannaeyj-
um.
SJÁLFSBJÖRG 19