Lindin

Árgangur

Lindin - 09.01.1943, Blaðsíða 14

Lindin - 09.01.1943, Blaðsíða 14
-10- skal ég heldur ekki hallmæla jpótt eigi viti ég hverju þar frá greinir. Ég las nú og las, þar til bókin var nær á enda skráS og var }?á mjög orSi?' áliSið kvölds og tími til kominn að leggjast til hvildar og gera Vatnaskóg heldur a5 landi draum- anna. En hvort sem nú var um að kenna meinlausum dagbokar- þáttum Skógarmanna eða þá áíurnefndum skrautlitu5um marbletti á hnútunni, þá gat ég me5 engu móti sofnað og bylti mér óró- lega af leiíindum. AÖ síðustu hafSi ég ekki anna? ráð en að kveikja aftur og lesa meira í bókinni, því ekki dugði að eyða ævinni í eintóman velting. Ég las og las og loksins kom ég að einum merkilegum kafla i bókinni, sem vakti óskifta athygli mína. Ákvað ég loks a5 taka afrit af honum til fróðleiks og gaman fyrir J)á, sem hér kunna að eiga hlut að máli, eða ekki eiga hlut að máli eins og Vilhjálmur Gíslason myndi orða það. Dagsetningin var olæsileg en orðaforðanum, sem þar kom á eftir, var niðurraðað eitthvað á þessa leið: Pimmtudagsmorguninn rann upjfheiður og fagur og logn var á sjó og landi, drengirnir fengu sætt kex með morgunkókóinu en nokkrir skýhnoðrar voru á sveimi yfir Skarðsheiðinni, hitinn var um 18 stig. Allir voru komnir á fætur og sumir búnir að þvo ser. hrír foringóanna, þeir Magnús Runólfsson, Ámi Sigur- jónsson og ÞÓrður Möller tóku sér morgunlabb út í skóginn og reikuðu þar um í háheimspekilegum samræðum. Allt i einu v-oru þeir truflaðir af mannamáli, sem barst til þeirra úr skógar- runna nokkrum að því er þeim virtist. Þeir felldu niður samtalið og þrátt fyrir það, þótt menn þessir séu lítið gefnir fyrir að hlusta á mál manna og forvitnir í minna lagi, þá gengu þeir samt nær runnanum til þess að geta heyrt betur. Sjá þeir nú, hvar í runnanum sitja piltungar nokkrir af minni gerðinni, og voru þeir i djúpum samræðum. Snáða þessa verður ekki komist hjá að nafngreina og voru þeir þessir: Olafur Frímannsson, Halldór Eggertsson, Elvar Skarphéðinsson, Guðmundur Guðmundsson á Unnarstíg, Þorir Magnusson, Hafnfirðingur að ætt og uppruna og loks Sverrir Bjarnason. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum og eftir atliti drengjanna að dæma voru þeir flestir um eða yfir

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.