Lindin

Árgangur

Lindin - 09.01.1943, Blaðsíða 15

Lindin - 09.01.1943, Blaðsíða 15
-11 10 ára a5 aldri, Foringjarnir stóSu nu um stund og hlustuðu á samtal þeirra og komust aS raun um a£ snáðarnir létu mjög ófriðlega og kvörtu^u sáran undan ríkisstjórn flokksins. Fannst þeim yfir- stjórn Lindarrjóðurs öll hin herfilegasta, maturinn ekki sem hestur, of lítil sætsúpa og rúsínur. Svefntíminn var of stuttur á morgnanna og of langur á kvöldin, og .yfirleitt þótti þeim allt vera öSruvísi en réttlátt eBa sanngjarnt var. Þegar foringjarnir heyrSu þessa hörSu dóma, tóku þeir ógleði mikla. Þór^ur Möller hreytti því út á milli tannanna a?5 best myndi a5 láta þessa peyja stjórna, og mætti þá sjá árangur- inn. irni taldi þá vera uppreisnarmenn og vildi helst senda þá í bögglapósti heim. Loks kom a5 því, að Magnús, sem var þeirra mestur, mátti ekki lengur vií5 una. Tók hann undir sig stökk miki6 inn í runnann til drengjanna og mælti: "HarSir þykja oss áfellis- dómar ykkar, en vera má, að þig hafið rétt fyrir ykkur. Við for- ingjamir höfum nú ákveðið, að þið sex, sem hér eru5,skuli taka að ykkur alla stjórn flokksins í 12 klukkustundir eða þar til klukkan 9 í kvöld. Vona ég að það muni betur fara heldur en hjá okkur, og við hinir eldri getum þar eitthvað lært.Ég fer nú strax niður í Lindarrjóður og tilkynni flokknum hverjum hann skal hlýða í dag, og skulum við sýna ykkur hvernig á að hlýða, því það er hlutur sem enginn getur kunnað of vel." Þegar Magnús hafði þetta mælt, gekk hann hröðum skrefum niður í rjóðrið, en Árni og Þórður svo fast á hæla honum, að Magnús missti tvisvar af sér annan skóinn á leiðinni. Þegar Magnús hafði látið kalla saman allan hópinn, tilkynnti hann hátíðlega ákvörðun sína flestum til hinnar mestu skelfingar og armæðu. Jóhann Hlíðar reis á fætur reiður mjög og andmælti kröftuglega. Kvaðst hann hér eftir engum lögum hlýða og gerast stjórnleysingi. En Magnús barKi hnefanum í borðið og kvaðst ekki hér vera kominn til að leita ráða hjá mönnum, heldur til að tilk.ynna þeim ákvörðun sína, öllum til ófrávíkjanlegrar eftirbreytni og hlýðni. Þá leit á Magnús Ari Gislason og heldur óblíðlega. Skelfdist Magnús svo við augnaráð hans að hann fölnaði upp, en eigi að heldur lét hann sig og sagði fundi slitið. Stóð á endemum að þegar fundarmenn komu út þá komu og hinir nýju stjórnarmeðlimir niður í rjóðrið. Voru þeir heldur

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.