Æskulýðsblaðið 1. maí 1938 - 01.05.1938, Blaðsíða 4
4
ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ
[Rgsmimamál
Eitt stærsta vandamál síðari ára hér
á landi hefir verið hin öra fólksfækkun
í sveitum landsins. Um þetta hefir ver-
Guðmundur Vigfússon..
ið margt og mikið rætt og ritað, svo
sumum kann nú að virðast óþarfi að
bæta þar enn við, og að það sé aðeins
að bera í bakkafullan lækinn.
Allir munu sammála um, að það sé
mikið alvörumál á þessum tímum vax-
andi atvinnuleysis, að stór hluti yngri
kynslóðarinnar í sveitunum skuli ekki
sjá sér annað fært, en yfirgefa þær og
leita til bæjanna, þar sem vinnuskort-
Ifrinn og allsleysið þrengir æ meir að
allri alþýðu með ári hverju.
Um þetta er það að segja, að hér er
aðeins eitt ráð til sem dugir, og það er
að finna réttu orsakirnar til þess að
fólkið flýr sveitirnar og leitast við að
bæta úr þeim ágöllum.
Fyrir þjóðfélagiði í heild er það mjög
skaðlegt að æskan flýi sveitirnar; sér-
staklega frá uppeldislegu sjónarmiði,
vegna þess að það er almennt álit,
að sveitalífið veiti unglingunum að
ýmsu leyti heppilegri uppvaxtar og
þroskaskilyrði en bæjarlífið, án þess
að nokkuð sé á það hallað. Hinsvegar
er það staðreynd, að félagslíf sveita-
æskunnar er ekki enn jafn fjölbreytt
og bæjanna, enda ekki enn fullmótað.
Þó má ekki gleyma því mikla gildi,
sem ungmennafélagsskapurinn hefir
haft fyrir þennan hluta íslenzks æsku-
lýðs. Ungmennafélögin hafa fært æsku-
lýð sveitanna heim sanninn um gildi
félagslegra samtaka og hverju þau geta
orkað með samheldni meðlima sinna
og bjargfastri trú á landið.
Um allt landið blasa við framkvæmd-
ir, sem félög æskunnar annaðhvort hafa
átt frumkvæði að eða hrundiðí í fram-
kvæmd og stundum hvorttveggja. En
æska landsins á enn nóg verkefni.
Víða vantar einföldustu uppeldis og
menningarskilyrði, s. s. skóla, sund-
laugar og fundarhús. Með stuðningi
frá rfki og sýslufélögum ætti að vera
kleift að bæta úr þessari brýnu þörf
sveitaœsknnnar
Eftir Guðmund Vigfússon-
á næstu árum. Hið opinbera má undir
engum kringumstæðum vanrækja að
rétta þar hjálparhönd, sem viljann til
framtaks vantar ekki, og allra sízt, þeg-
ar velferð æskulýðsins erj í veði.
Það mun nú flestum ljóst, að þótt
æskunni sé séð fyrir sæmilegum upp-
eldisskilyrðum og félagslífi, að mein-
ið er ekki að fullu bætt. Hitt verkefn-
ið er samt sem áður óleyst, hvernig
unnt sé að gera unga fólkinu mögulegt
að reisa bú og rækta landið; án þess
um leið að þrælbindast á klafa skulda
og fátæktar, eins og hefir ordið hlut-
skipti meginþorra núlifandi bænda-
stéttar. Og það hlýtur að verða almenn
krafa á hendur þeim, er völdin hafa
í þjóðfélaginu, að þessum málum séu
sýnd full skil. Efnalítið ungt fólk, sem
vill byrja búskap og helga moldinni
krafta sína, á heimtingu á því, að því
sé rétt sú hjálparhönd, sem dugir..
Kemur þar fyrst og fremst til greina
rýmilegar lánveitingar og styrkir til að
byggja upp bæi og önnur húsakynni
sveitanna, og sömuleiðis til nýbygg-
Vinnnkonnrnar
1. maí hópast verkafólkið út á göt-
göturnar til að taka þá.tt í kröfugöng-
um og öðrum hátíðahöldum dagsins.
Við vinnukonurnar erum líka verka-
fólk, en verðum þó að fara á mis við
flest sem gerist 1. maí, eins og reynd-
ar marga þðra daga, því að við fáum
ekki „frí“. Mér er víst óhætt að segja,
að við erum einhver kúgaðasti hluti
alþýðunnar, svo að það væri ekki van-
þörf á, að við fylktum okkur undir
merki stéttasystkina okkar 1. maí og
kæmum fram með okkar kröfur um
betri og frjálsari kjör.
Það er inú svo, að vinnudagur okkar
er óhæfilega langur. Við byrjum kl. 7
á morgnana og má kalla gott, ef við er-
um lausar kl. 9—10 á kvöldin, ef við
verðum þá ekki að sitja yfir börnum
fram á nótt, ef frúin okkar skyldi fara
í boð eða kaffidrykkju til stallsystra
sinna. Og kaupið er ekki hátt, ef mið-
að er við vinnustundafjöldann, 20—40,
hæzt 60 kr. ámán.auk fæðis og húsn.
Þegar frúrnar okkar auglýsa eftirvinnu
konum, stendur oft „sérherbergi“
prentað með feitu lefri í ;auglýsingunni,
ep í freyndinni verður þetta sérherbergi
oftast smáhola fuppi á efsta lofti eða af-
þiljuð kompa af einhverri geymslunni.
En við tökum þetta með fögnuði,
því að allt er betra en að þurfa aðsofa
í borðstofunni með öllu því ónæði og
inga, ræktunar og vélakaupa. í flest-
um tilfellum er ungu fólki ókleyft að
byrja búskap eins og nú standa sakir,
nema með utanaðkomandi aðstoð. Og
sá stuðningur kemur vart annarsstaðar
frá en þvíopinbera. Enda er þjóðfélag-
inu sjálfu að því beinn stuðningur, þar
sem slíkur stuðningur á erfiðleikum
byrjunaráranna myndi að verulegu lelytí
draga úr fólksflutningum til bæjanna,
sem eru yfirfullir af atvinnulausu
fólki, sem hvergi hefir tækifæri til að
beita kröftum sínum, og þreki til nýti-
legra framkvæmda og starfa.
En til þess að æska'nf í ;sveitum lands-
ins geti vænst einhverra úrbóta á hag
sínum, þarf hún sjálf að vera á verði
°g fylgía málum sínum eftir. Þess er
vart að vænta, að kröfur hennar og-
nauðsynjamál gangi í gegn baráttulaust.
Vér þekkjum þess fá dæmi nú á tím-
um. En haldi unga kynslóðin í sveit-
unum á málum sínum með harðfylgí
drengskap og festu, getur hún vissu-
lega vænst þess, að betri tímar séu
framundan.
Og það væri sannarleg fagnaðarefni
ekki einungis fyrir hana sjálfa, held-
ur alla þjóðina, ef úr þessum vanda-
málum gæti rætzt fljótt og vel.
og 1. mai.
óþægindum, sem því fylgir, eins og t.
d. þegar gestagangur er og við kom-
umst ekki til værðar fyr en gestum
þóknast að faFa.
Fríið okkar er hálfur rúmhelgur dag-
úr í viku, og auk þess höfum við leyfi
á sunnudags-eftirmiðdögum. Það kem-
ur líka oft fyrir, að húsmæður okkar
þykjast eiga að ráða yfir einkalífi okk-
ar og eru með yfirheyrzlur, ef það
kemur fyrir, að við komum seint heim
einstaka kvöld, svo ég tali nú ekki um
hvað sumar ieru úfnar yfir því, ef þær
komast að því, að við erum í okkar
stéttarfélögum.
Af öllu þessu ætti að vera ljóst, að
það er full þörf á, að við stöndum á
verði um kjör okkar. Ég vil þessvegna
taka undir kröfur þær, sem stéttarfélag
okkar ,,Sókn“, hefir stillt, en þær eru
eftirfarandi:
40 kr. í kaup á mánuði.
10 st. vinna frá kl. 8 f. h.til kl. 8 e.h.
Eftirvinna skal greidd sérstaklega.
Heill frídagur í viku og sérstakt her-
bergi.
Svo vil ég bara segja það, að mér
finnst að gera ætti 1. maí að lögboðn-
um frídegi okkar, eins og annars vinn-
andi fólk.k í landinu, svo að við þá get-
um fylkt okkur með stéttarsystkinum
okkar fyrir sameiginlegum kröfum allr-
ar alþýðu.