Æskulýðsblaðið 1. maí 1938

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Æskulýðsblaðið 1. maí 1938 - 01.05.1938, Qupperneq 11

Æskulýðsblaðið 1. maí 1938 - 01.05.1938, Qupperneq 11
w Eg vil ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ elska mitt land. Mjmdin til hægri erfráfjalla- baksvegi. en sú til hægri frá Hvannadalshnjúk. — Þær hafa áður birst í Úti. Myndin í miðjunni er frá vetrarrerðalagi í nágrenni Reykjavíkur, en að neðan eru tvær mvndir frá Vestmannaeyjum. Ein af þeim skyldum, sem hvermað- ur hefir við sjálfan sig, er að nota frí- stundir sínar vel og heilsusamlega. Lít'sgleði manna og líkamlegt heilsu- far er að miklu leyti undir því kom- ið, að daglegt strit og erfiðleikar nái ekki fullkomnu drottinvaldi yfir mönn- um þegar í æsku. Það er því alveg sérstaklega nauðsynlegt æskunni að láta frístundirnar verða sér nytsama upp- bót á því, sem daglegar athafnir kunna að láta á vanta í mótun hins frjálshuga, trausta manns. Æska nútímans fær oft að heyra það, að hún sé vísir til spilltrar kyn- slóðar, hinar einu skemmtanir, sem hún láti sér lynda, séu næturdansar í rykugum danssölum, setur á kvik- myndahúsum og veitingakrám og fl. af svipuðu tægi. Ekki verður það heldur hrakið, að nokkuð er til í slíkum orð- rómi, en sem betur fer á æskan skilið vægari dóm, því hún á, sér til allrar hamingju, margar betri og heilnæmari skemmtanir. Undir berum himni er nú æskan tek- in að eyða meira frístundum sínum, og er það vel farið. Nú, þegar sumarið er gengið í garð, er því ekki úr vegi að benda til fjall- anna og segja: — Æska, þarna hefir þú tækifæri til að þreyta limi þína og iungu. — Fátt er það, sem er eins heillandi og móðir náttúra, þegar hún hefir sett upp sumarskrúð sitt. Hvað hrópar jafn greinilega á æskumanninn eins og fjallstindurinn? Og það fer ekki hjá því, að þegar æskumaðurinn hefir tekið sinn bakpoka og staf og er lagður af stað til fjallanna í glöðum vinahóp, að hann finni til stolts hið innra með sér, er hann býður brekk- unni eða hamraklungrunum byrginn og yfirvinnur þau skref fyrir skref. Þegar l upp er komið og markinu hefir verið náð, er það líka ljóst hverjum manni, sem unnið hefir slíkan sigur, að tindur- inn hefir ekki að óverðugu lokkaðhann upp til sín. Hver æskumaður minnist ekki þeirrar stundar, er hann qpnaði poka sinn uppi á fjallstindinum, móður eftir gönguna, tók upp nesti sitt og snæddi í hressandi fjallsgolunni, lít- andi niður á allan umheiminrí, í vókstaf- legri merkingu ? En það, sem ef til vill, er enn meira og betra við fjallgönguvnar en það stolt og gleði sem þær skapa, er það, að með allri ánægjunni er jafnframt drukkið af hinni heilsusamlegu lind fjallaloftsins, þeirri lind, sem bezt hef- ir reynst til að yfirvinna krankleik og sjúkdóma. íslenzk æska syngur: — Eg vil elska mitt land — og það sýnir hún| í verki meðal annars með því að nota það, sem landið hefir upp á að bjóða, til að skapa hrausta og glaðværa íslenzka þjóð. -

x

Æskulýðsblaðið 1. maí 1938

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskulýðsblaðið 1. maí 1938
https://timarit.is/publication/1663

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.