Æskulýðsblaðið 1. maí 1938

Árgangur
Tölublað

Æskulýðsblaðið 1. maí 1938 - 01.05.1938, Blaðsíða 7

Æskulýðsblaðið 1. maí 1938 - 01.05.1938, Blaðsíða 7
ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ Sósíalistisk æsknlýðssamtðk. Sameining F. U. K. og F. U. J. Baráttan milli afturhaldsins og hinna framsæknu afla fer síharðnandi, hér á Islandi, sem annarsstaðar. Afturhalds- klíkan með Kveldúlf og heildsalana og landsbankann í fylkingarbrjósti b'ýst nú Ásgeir Blöndal. iil að færa^ í viðjar frelsi íslenzkrar al- þjýðu, sem unnizt heíir í þrautseigri og fórnfúsri baráttu feðra vorra og mæðra. Og því miður, er hér ekki að- eins við þessa afturhaldsklíku að etja, henni hefir tekizt að eignast leppa og umboðsmenn í þeim fylkingum, sem kenna sig við vinnandi fólk. En hin stritandi alþýða þessa lands er þegar vöknuð til vitundar um þá hættu, sem steðjar að frelsi hennar og sjálfstæði landsins. Og þessi vitund og óskir hafa þegar klæðst holdi veruleikans — sam- fylking og sameining eru lausnar-orð- in, sem eru á hvers manns vörum — samfylkingj í 18 bæjum og kaupstöðum var svar fólksins við árás afturhalds- ins við síðustu bæjarstjórnarkosningar — Sameining verkalýðsflokkanna. í jeinn sósíalistiskan flokk er kjörorð þess í dag kjörorð sem skal verða fram- kvæmt í nánustu framtíð, hvað sem Eggert Claessen, Jónas frá Hriflu eða einhverjir leppar afturhaldsins segja. Eri hvar eru svo fylkingar hinnar só- sialistisku æsku þessa lands ? Hvar stendur hún í þeirri samfylkingarbar- áttu, sem nú er háð af alþýðu lands- ins? — Hvar er hennar hluti í því ábyrgðarmikla knjijandi starfi, sem nú er innt af hendi til einingar alþýðunni í markvísum sósíalistiskum samtökum? Við verðum að viðurkenna, að sá hluti er allt of lítill, samanborið við þýðingu æskunnar, heilbrigðan metnað hennar og vilja; í þessum málum. Hinn sósíakistiski félagsskapur æsk- unnar í landinu er tiltölulega mjög fá- mennur, og samsvarar á engan hátt þeirri róttækni og frjálslyndi, sem er fyrir hendi. Félög ungra kommúnista og jafnaðarmanna eru liðfá og ein- angruð. Fjöldi róttækra æskumanna, ungra sósíalista, stendur utan þeirra — sumpart af vonsvikum yfir sundr- unni — yfir því, að þessi félög, sem stefna að sama marki, hafa ekki sam- einast. Sameining F. U. K. og F. U. J. ætti að vera fyrsta og eðlilegasta sporið til að skapa þróttmikla sósíalistiska æsku- lýðshreyfingu hér á Islandi. Þetta er mál, sem hefir verið á döfinni nú síðustu árin, og sem íslenzk alþýðuæska verður æ meira einhuga um. Félag ungra kommúnista hefir sent F. U. J. hvert samfylkingartilboðið af öðru, félagar beggja hafa oft orðið að snúa bökum saman í baráttunni gegn afturhald- inu, á fundum og; í kosningum. Peir hafa lært að vinna saman og treysta hverjir öðrum, en sameiningu félag- anna hefir hingað til verið hafnað. Og þó hefir aldrei slíkt legið við. Hagur æskunnar hrörnar með hverju ári, — atvinnuleysi, fátækt og aftur- haldssöm Iöggjöf svifta hana mögu- leikum til íarsæls lífs og menntunar og draumar um framtíð og ham- ingjusælt heimili, hvað verður um þá? Pað sem 'mest stenduh í vegi flestra æskulýðsfélaga hér á landi, en þó eink- unl í þæjum og kauptúnum víðast hvar er peningaskortur og húsnæðisvand- ræði. Til þess að hægt sé að halda uppi góðu og þroskandi félagslífi æskunnar í bæjunum, þurfa félög hennar að hafa hentugt húsnæði til stöðugra afnota. Húsnæði, þar sem hægt sé að hafa ýmsa fræðslustarfsemi, æfa söng og músíkhópa, leikhópa, hafa skákklúbba, málfundaklúbba og ýmislegt þesshátt- ar, sem ungt fólk hefir áhuga fyrir og eykur félagshæfni þess og áhuga. All- ir þurfa þar að finna viðfangsefni við sitt hæfi. Bezta ráðið til þess að bæta úr þess- ari þörf æskunnar, til þess að vekja Og við slíkar aðstæður á alþýðuæsk- an að fara tvístruðu liði. í staðinn fyr- ir að Vertei í 'fylkingarbrjósti hinna sam- einuðu, róttæku afla, eins og stalh systkin hennar um allan heim, á hún að hökta á eftir, tvístruð og deig. — Slíka æskukynslóð hefði ísland ennþá aldrei eignast. Og slíkt getur ekki kom- ið fyrir, af því að íslenzk alþýðuæska mun aldrei þola það. Hún þekkir enga ,,hlutle)-sisnefndarpólitík“ þegar teflt er um velferð og framtíð stéttarinnar og hennar sjálfrar — sundrungu eða einingu. — Pað hefir þótt íslenzkt drenglyndi frá upphafi Islandsbyggð- ar að tíuga vel góðum málstað og hafa þor og einurð til að varpa lóðinu á þá vogarskálina, sem er sannleikans megin. íslenzk æska mun aldrei svíkja þá hugsjón. Henni hefir aldrei verið meiri þörf sósíalistiskra samtaka, sem boðuðu sósíalismann ekki aðeins sem fjarlægt mark, heldur sem félagslega og menningarlega baráttu, lýðfrelsi, menning og þjóðernislegt sjálfstæði. Og hún mun skapa sér þessi samtök með sameiningu F.U.K og F.U.J. sem fyrsta og sjálísagðasta sporið á þeirri braut. En hún mun ekki láta neitt hindra sig, ekki jafnvel þó þetta fyrsta og sjálfsagðasta spor mistakist — og biðtími hennar er senn orðinn nógu langur. Víðtæk einiug alþýðuæskunnar og róttæk og djarfhuga meining samtak- anna, það er það mark, sem að er keppt og því marki verður náð. Ásgeir BlöndaL hana af deyfð og vonleysi atvinnu- leysisins og kenna henni að meta hlut- verk sitt og félagslegan mátt, til að vekja hana til nýrra dáða, er að koma upp æskulýðsheimilum í bæjunum. Til þess að hægt sé að reka slík heimili kostnaðarins vegna, þarf vitanlega styrki frá því opinbera, en það er nauð- synlegt, að þau félög æskunnar, sem starfa í bæjunum, hefjist handa um að hrinda þessu nráli í framkvæmd. Pegar á stað hefir verið farið og nokk- ur reynsla fengist, er líklegt að hægt væri að fá forráðamenn ríkis og bæja til þess að veita slíkum nauðsynjafyr- irtækjum, sem slík æskulýðsheimili myndu verða, nokkurn fjárhagslegan stuðning. J. Æsknlf ðsheimlil

x

Æskulýðsblaðið 1. maí 1938

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskulýðsblaðið 1. maí 1938
https://timarit.is/publication/1663

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.1938)
https://timarit.is/issue/421919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.1938)

Aðgerðir: