Æskulýðsblaðið 1. maí 1938 - 01.05.1938, Blaðsíða 15
ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ
BBmMW TysaHTOgaggszffim
■5
15
Fornleifa-
rannnséknlr.
Séra Eiríkur Helgason hélt fyrir
skömmu einkar froðlegt utvarpserindi
um þetta efni, þar sem hann taldi mjög
aðkallandi, að fornleifarannsóknum á
Islandi væri gefinn meiri gaumur en
nú er. Þetta erindi voru áreiðanlega
iorð í itíma töluð. Um allt landið finn-
ast leiíar af menningu forfeðra okkar,
is. s. bæjartóftir, haugar, kirkjugarðar,
dómhringar o. fl., sem ekkert hefir ver-
'ið rannsakað, en sem geta falið muni
eða annað, sem ómetanlega þýðingu
fyrir okkur menningaflega og sögulega
séð.
En fornleifarannsóknir eru ákaflega
kostnaðarsamar. Ef grafa á upp stóra
spildu með þeirri varkárni, sem þörf er
á, þarf til þess geysilegt vinnuafl, en
sú vinna gefur ekki peningalegan arð
af sér. Það er varla sanngjarnt að rík-
isváldið geti svarað út því fé, sem
þyrfti, ef 'gera ætti íslenzkum fornleifa-
rannsóknum þolanleg s'kil. Til þess eru
tímarnir of erfiðir núna,- enda liggja
fyrir ríkisvaldinu ýms vefkefni, á sviði
verklegra framkvæmda, sem bíða góðr-
ar úrlausnar og ekki verður frestað.
Mér hefir dottið! í hug, og það raun-
ar löngu áður en ég hlustaði á hið
þarfa erindi séra Eiríks Helgasonar,
hvort ýms æskulýðsfélög væru ekki
tilbúin til þess, að leggja fram vinnu-
afl til fornleifarannsókna. Ég er sann-
færður um, að mörg þeirra myndu
mjög gjarna vilja taka þetta mál upp
á arma sína. Gaman væri að heyra
álit fornminjavarðar um þetta mál, því
að hann er sá maður, sem mesta þekk-
ingu og reynslu hefir í þessu efni, og
ekki nær nokkurri átt, að félög eða ein-
staklingar fari að ráðast í svona rann-
sóknir upp á eigin sp)Tur.
Er það ekki skrýtið?
Bóndl nokkur fór með lifandi hænur, er
hann vildi selja, í kaupstaðinn. Ekki leið á
löngn þar til kom til hans stúlka og keypti
af honum helminginn. í gleði sinni yfir þess-
ari sölu gaf bóndinai stúlkunni hálfa hænu í
viðböt, án þess þó að drepa nokkra hænuna.
Brátt kom önnur stúlka og keypti helming
þeirra, sem nú voru eftir, og fékk sömu-
leiðis hálfa hænu í ofanálag, án þess að
nokkur hæna væri drepin, Að lokum kom
þriðja stúlkan og keypti helming þess, sem
bóndinn nú átti eftir og fékk líka hálfa
lifandi hænu að auki; og voru þá allar hæn-
ur, er böndinn hafði komið með, seldar.
Hve margar hænur kom hann með í kaup-
staðinn og hve margar keypti hver stúlka?
• •
Tveir feður og synir þeirra komu á gisti-
hús og beidduzt gistingar. Aðeins þrjú rúm
voru eftir auð, en þeir fengu gistingu og
sváfu allir, sinn, í hvoru rúmi. Hvernig?
Viljið þið reyna
að skrifa stafrofið í breyttri röð eins oft
og hægt er?
Pað er hægt 620,448,401,733,239,439, 330
sinnum.
Allir íbúar jarðar yrðu lauslega
reiknað meir en þúsund milljónir ára að
skrifa 24 bókstafi mismunandi niðurraðað,
enda þótt hver maður skrifaði daglega 40
síður, hverja með 40 mismunandi niður-
röðunum þessara stafa.
Skáfaffiiót 1 s*smar.
Bandalag íslenzkra skáta gengst fyr-
ir skátamóti , Þingvöllum í Bumar dag-
ana 5.—13. júli. Gert er ráð fyrir ,að
um 300 íslenskir skátar sæki mótið, auk
erlendra skáta, sem munu verða all-
margir frá ýmsum löndum, þar á með
al Danmörku, Noregi, Fmnlandi, Eng-
landi, Frakklandi, og Tékkóslovakíu.
Á Þingvöllum ætla skátarniý að búa
Eiii líiið vorljóð.
Nú er að koma vorid nieS blóm og bjarka-
ilm, (
og, bœrinn fi/llist dásamlegu ryki,
sem smýgur nidffr í huírgun og lœdist inn
i hús.
Nú langast Esjan maí-kvöldsins bliki
Nu tœnmst allar „villur" pvi betm fólkið fer
að flytja upp i epprarbústaðina,
og kannar eitt pá scelu, er svei.talifið á,
pví sumarið er ekki fyrir hina,
sem engan hafa bílinn og ekkert sumarfrí,
og eru pó að leita sér að striti.
-- Nú hefir verið perrir og pýðviðni í dag.
— Á ÞingvöUum var 18 stiga hitil
Og nýjar ástir hefjast og nóttin verður björf,
og nú mun sveitin klœðast möttli grœnuni.
Þó er svo margt af fólki, sem ekkert tekur
fri,
og aldrei getur komizt út úr bœnum
R. J.
í 6 daga í tjöldum, og fara þaðan í
ferðalög, ganga á Skjaldbreið og Súl-
ur. Síðan verður farið að Hvítárvatni,
og komið við hjá Gullfossi, Geysi og
Ljósafossi, og tekur það ferðalag þrjá
daga. Síðan verða skátarnir 2 daga
í Rvík, og verður mótinu sennilega
slitið hér á Iþróttavellinum. Einn dag-
inn á Þihgvöllum er ætlazt til, að al-
menningur geti skoðað tjaldbúðirnar,
og fer þá einnjjg fram keppni í
ýmsum skátaíþróttum. Er þess að
vænta, að mótið verði hið glæsileg-
asta og til sóma fyrir íslenzku skát-
ana.
Gefið barni yðar
þríbjól
fyrir sumarið
FÁFNIR
Hverfisgöiu 16. Sími 2631
Úrsmíðasiofa
Sig. Tömassonar
er í
Pingholissirϒi 4.
sierku, ís~
ienzku
gummískóna fyrir
sumarið.
fiúmmiskógerðiD
Laugaveg 68.
Æskulýðsblaðið 1. maí 1938.
Otgefandi: Dagblaðið Þjóðviljinn.
Ábyrgðarm.: Jóhannes Jósepsson.
Pósthólf 761, Reykjavík.
Verð kr. 0.50.
Víkingsprent
Skóviðgerðir.
Sækjum. Sendum.
Fljót afgreiðsla.
Gerum við
allskonar gúmmískó
Skóvinnuslofa
jens Sveinssonar.
Njálsgötu 23. Sími 3814.