Æskulýðsblaðið 1. maí 1938 - 01.05.1938, Blaðsíða 5
ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ
5
Halldór Kiljan segir frá
Tíðindamaður blaðsins hefir haft ta!
af Halldóri Kiljan Laxness, sem fyrir
skömmu er kominn ur för sinni til
Sovétríkjanna, en þar heíir hann dvalið
nokkra mánuði.
Fréttamaður vor bar fram eftirfar-
andi spurninga, sem vér teljum, að
æska þessa lands þyki miklu skipta og
veitti Halldór greiðleg svör.
1. spurning.
Hvernig leizt þér á æskulýðinn í
Sovétríkjunum?
Svar.
Æskulýðurinn í fSovétríkjunum er ný
þjóð með nýju lundarfari, sem ekki
hefir þekkst í Rússlandi áður. Sovét-
æskan vex upp í þjóðfélagi þar sem
Halldór Kiljan Laxness.
hugtökin fátækur og ríkur eru óþekkt,
en sérhver unglingur hefir tækifæri til
menntunar og þroska eftir því senr
gáfur hans leyfa, — ekki eins og hjá
okkur: eftir því sem ytri aðstæður
leyfa. Sá mismunur á þroska einstakl-
inga, sem byggist á mismunandi efna-
hag þeirra, er útmáður, gáfur ungra
manna geta ekki lengur farið forgörð-
um, þjóðfélagið er þannig byggt, að
það getur ekki farið hjá því, að sérhver
uppvaxandi einstaklingur hljóti uppeldi
í samræmi við gáfur sínar. í Sovétríkj-
unum er til mismunandi gáfnafar, mis-
munandi hæfileikar eins og annarsstað-
ar, en ekki mismunandi aðstæður til
að afla sér nrenntunar. Pað ástand: að
hafa ekki efni á að menntast, er ekki
til í Sovét, vegalaus fátækrabörn eru
ekki til í bor^unum, kotabörn ekki til
í sveitunum.
2. spurning.
Hvað segir þú um skrif blaðanna
hér um réttarhöldin í Moskva?
Svar.
Ég hefi ekki lesið livað staðið hef-
'ir í dagblöðunum hér um réttarhöldin í
Moskva, en ég las að jafnaði Norður-
landablöð um réttarhöldin, meðan ég
var eystra. Pað var undantekning, ef
rétt var skýrt frá nokkru atriði, er rétt-
arhöldin snerti. Eitt stærsta og þekkt-
asta blað Norðurlanda hafði á hverj-
um degi 5—10 dálka ,,símskeyti“ um
réttarhöldin, en það kom hér um bil
aldrei fyrir, að í öllum þessum „sím-
skeytum“ fyndist satt orð. ,,Skeytin“
báru það eitt með sér, að maðurinn,
sem skrifaði þau (en þau voru dag-
sett í Varsjá í Póllandi), hefði aldr-
Friðarfélagið var stofnað í vetur fyr-
ir forgöngu nokkurra áhugamanna, en
það er deild fyrir ísland úr félagsskapn-
um Föreningen Mellanfolkligt samar-
bete för íred.
Hér á íslandi var sízt vanþörf á
stofnun slíks félags, því að þótt friðar-
málin séu nú orðin eitthvert mest
brennandi mál í heiminum, sem stend-
ur frammi fyrir nýju blóðbaði og milj-
ónamorðum, þá hafa þó íslendingar al-
mennt talið þessi mál sér fjarlæg og
óviðkomandi fram á síðustu tíma. Að
vísu má segja, að hér hafi af áhuga
verið fylgzt með viðburðum síðustu
ára í Abessiniu, Spáni og Kína, og að
þjóðin hafi djúpa samúð með vörn
þeirra þjóða, sem fasisminn reynir að
troða undir járnhæl sínum. En þjóð-
inni hefir samt fram að þessu ekki ver-
ið ljóst, að röðin gæti eins vel komið
að henni næst, og að það sé skylda
hennar og knýjandi nauðsyn að taka
sjálf virkan þátt í baráttu smærri þjóð-
anna fyrir friði og jafnrétti þjóðanna í
heiminum, og gegn ofbeldi og yfir-
gangi hinna fasistisku stórvelda.
Friðarfélagið vill fræða þjóðina um
þessi mál, og hefir þegar haft eitt
útvarpskvöld í jþeim tilgangi. Auk þess
gengst það um þessar mundir fyrir
ei til Rússlands komið, og allra sízt
meðan á réttarhöldunum stóð. í jafn
hlutlægu atriði eins og lýsingunni á
salnum, þar sem réttarhöldin fóru fram,
stóð ekkert orð rétt hermt, sá sal-
ur, sem blaðið lýsti, var skrifaður út
úr frjálsu ímyndunarafli símskeyta-
mannsins. Menn geti farið nærri um
þau atriði, sem skiptu meira máli! Yf-
irleitt hefir aldrei síðan um byltingu
verið háð jafn hatramt og heiftúðugt
l)?gastríð gegn Sovétríkjunum í auð-
valdsblöðum Vesturlanda, eins og urn
þessar mundir. Lygastríðið er einn
þátturinn í fasistaæðinu, sem gengur
yfir í nsvipinn. Ég hefi fyrir fasta reglu
að trúa aldrei einu orði, sem stendur í
auðvaldsblöðunum um Sovétríkin,
vegna þess, að þar sem ég hef getað
gert samanburð af eigin sjón, hefir
jafnan verið skýrt rangt frá. Ég veit
um marga góða borgara, sem hafa
þessa sömu reglu, og ég held hún
sé sæmilega örugg fyrir þá, sem ekki
vilja láta hafa sig að fífli.
peningasöfnun til lýsiskaupa handa
spönskum börnum.
I félagið hafa þegar gengið nokkur
Aðalbjörg Sigurðardóttir,
gjaldkeri Friðarfél.
félagasambönd, þar á meðal Presta-
félagið og U. M. F I.
Stjórn Friðaríélagsins skipa Guð-
Iaugur Rósinkranz, Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir og Aðalsteinn Sigmundsson.
Er þess að vænta, að félagið nái mik-
illi útbreiðslu og tniklum áhrifum á
hugi þjóðarinnar. J.
F RIÐABFÉLA8IÐ