Æskulýðsblaðið 1. maí 1938 - 01.05.1938, Blaðsíða 12
12
ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ
Atvinnuleysi
æskuiýðsins
Eitt alvarlegasta vandamál í auð-
valdsþjóðfélögum vorra tíma, er at-
vinnuleysið, og þá sérstaklega meðal
æskulýðsins. Hundruðum og þúsund-
um saman gengur hann atvinnulaus
mestan hluta jársins, og maður verður
að segja, að það er eitt glæpsamleg-
asta bölið, sem er samfara auðvald-
inn, hvernig búið er að æskulýðnum.
Honum er neitað um allt, um atvinnu,
um menntun — um íþróttavelli. Hon-
um er yfirleitt neitað um allt nema að
flækjast á götunni, sem er uppeldis-
stofnun 'Og gróðrarstía glæpa og alls-
konar óknytta. Enda kemur árangur-
Jnn í |jós, með vaxandi afbrotum ungl-
inga. Þetta er ,,hamingjan“, sem auð-
valdsskipulagið færir æjskunni, framtíð
þjóðarinnar, sem borgararnir dásama
svo mjög. Eg skal taka eitt lítið dæmi
um, hvernig fátækt verkalýðsins rek-
ur börn þeirra út á ógæfubrautina. —
Þegar maður gengur niður að höfn-
inni í’Reykjavík, þegar kolaskip er inni,
þá sér maður fjölda af kýökkum með
poka eða önnur ílát, til að tínaj í kola-
molana, sem detta af bílunum, og jafn-
vel hlaupa þau aftan á bílana, ef þau
sjá sér færi á, og grípa kolamolana, og
börnin hafa það á samvizkunni, að þau
eiga þetta ekki, og oft kemur lög-
reglan og rekur þau í burtu. Þetta
skeður jafnvel í stórhríðum og
grimmdarfrosti á veturna, þarna standa
þau illa klædd, blá í kulda og krók-
loppin á höndum að eltast við kolamol-
ana. Þetta er ábyggilega ekki vegna
þess, að börnin hafi svo mikla löngun
til að stela, að þau leggi þetta á sig fyr-
ir það, heldur mun það oftast vera
vegna þeðs að kuldinn er heima, skort-
urinn og eymdin, pabbi þeirra atvinnu-
laus og engir aurar til að kaupa kol.
Svo þegar þessi börn eldast og geta
farið að vinna fyrir sér, fá þau ekkert
að gera. „Æska okkar tíma er sú ham-
ingjusamasta, sem lifað hefir í okkar
landi“, segir Jónas frá Hriflu. Ja, sér er
nú hver hamingjan. En ég skal reynd-
ar taka það fram, að þetta er alþýðu-
æskan. Yfirstéttin hefir efni á að láta
sína krakka njóta allra lífsins þæg-
inda, þau hafa efni á að falla á nokkr-
um prófum í æðri skólum, þó skól-
inn sé lokaður fyrir æsku alþýðunn-
ar.
Það hljóta allir að sjá að hér þarf
eitthvað að gera, þetta ástand er orð-
ið hreinasti voði.
Á þinginu síðastliðið haust báru þeir
Héðinn Valdimarsson og Vilmundur
Jónsson fram frumvarp til laga um
Sumarvinnuskóla fyrir alþýðu. Þetta
frumvarp gerir ráð fyrir, að ungir menn
á aldrinum 16—18 ára taki þát't í þess-
um vinnuskóla, allt að 500 á sumri, ef
svo margir sækja um og reynast hæfir.
Þetta verður jafnframt verkleg og bók-
leg kennsla og kaupið er kr. 1.50 á
tíag, sem reyndar er nokkuð lágt, auk
ókeypis íæðis og vinnufata, skófatnaðar
o. s. frv.
Eg álít að þetta sé mjög þýðingar-
mikið spop í áttina að afstýra því böli,
sem stafar af atvinnuleysi æskunnar.
Þetta frumvarp mun verða borið fram
aftur á þinginú, í vetur af Héðni Valdi-
marssyni og Einari Olgeirssyni.
Æskan verður að fylgjast vel með
þessum málum, og reyna að hafa áhrif
á, að þetta merkilega mál nái fram að
ganga. Með þessum vinnuskóla er þó
hægt að útrýma atvinnuleysi eins ár-
gangs unglinga að minnsta kosti, og
jafnframt fengi hann nauðsynlegt fé-
lagslegt uppeldi íog holla vinnu við ýms
þjóðnytjastörf. Þess vegna vonum við,
að Alþingi sjái sóma sinn í að þetta
merkilega mál nái fram að ganga.
Að endingu vil ég segja: Fram til
baráttu sameinuð íslenzk alþýðuæska
fyrir bættum \kjörum og aukinni mennt-
un. í
Allir eitt fyrsta maí.
ó. p.
Jón á Bergstaðaslígnnm.
’ Jón spýtti út úr sé á götuna.
Pað er hart fyrir 18 ára pilt að fá ekkert
að gera, vera alltaf blankur og verða að
vera upp á fátæka foreldra kominn. —
Verða að búa hjá þeim í þröngu kjallara-
íbúðinni, sofa þar innan um' alla krakkana
og borða af þeirra þrönga kosti. Það er
helvíti hart.
Jón hélt áfram suður Bergstaðastrætið.
Hann var niðurlútur og sljólegur, þessi þrek-
vaxni 18 ára maður.. Hann var að koma
neðan frá höfn. Hann rölti niður að höfn
á hverjum morgni upp á síðkastið, en það
var bara svo sjaldan, sem hann fékk nokk-
urt handtak.
Hann var þunglamalegur í göngulagi á
morgnana þegar hann var að koma heim
í gúmmístígvélunum og stuttri og þröngri
kápudruslunni, sem hann var vaxinn upp
ur. Og svo var honum líka hálfkalt eftir að
hafa hímt þarna svona lengi til þess að
reyna að fá eitthvað að gera, hvað han«
þó ekki hafði fengið.
1« mal saga.
Já, það var satt, hann var eitthvað þung-
lamalegur og sljór upp á síðkastið.. Allt
öðru-vísi en hann átti að sér að vera. Fyr-
ir tveimur til þremur árum var hann léttari
í spori og glaðari í bragði. Meðan hann var
í skólanum sóttust jafnaldrarnir eftir félags-
skap hans þótt hann væri fátæklega bú-
inn. Pað var af því að hann var sterkur og
vægði ekki fyrir neinum, en það var þó
vafalaust einnig af hinu, að hann var greind-
ur og glaðvær, kom vel fyrir sig orði og
var áræðinn og traustur til allra stórræða.
Þá hafði Jón líka gert sér allt aðrar hug-
myndir um lífið.. Hann hafði búizt við að
verða hamingjusamur maður. Annað hvort
tækist sér að læra eitthvað með því að fá
atvinnu á sumrin og geta svo búið heima
á veturna og verið í skóla, —■ eða þá að
hann fengi atvinnu við eitthvert fyrirtæki,
gæti leigt sér herbergi út af fyrir sig,
skemmt sér með jafnöldrum sínum og geng-
ið vel til fara og með tímanum stofnað
heimili eins og aðrir menn og haft það nota-
legt þegar hann kæmi heim á kvöldin.
En þetta höfðu aðeins verið heimskulegar
skýjaborgir. — Það hafði hann stöðugt sann-
færst betur og betur um. Og nú voru þessar
skýjaborgir hrundar til grunna. Hann hafði
smám saman verið að tapa þessum framtíð-
arvonum sínum, sem raunar voru aldrei
annað en draumórar,. Og svo til þess að
hrinda einstaka sinnum af sér þessum von-
alusa sljóleika, til þess að gleyma einstaka
sinnum þessu framtíðarleysi sínu, þá hafði
hann stundum þegar hann hafði eignast aura
í vetur, notað þá til þess að skennnta sér
fyrir, fara á dansleiki og drekka dálítið
með jafnöldrum sínum og stundum kanske
fullmikið. — En hvað á framtíðarlaus, at-
vinnulaus 18 ára piltur svo sem að gera?
Hcnum eru öll sund lokuð hvort sem er.
Hann er gersamlega þýðingarlaus einstak-
lir.gur. Og hvað gagnar honum, þótt hann
hafi hæfileika, fyrst hann getur ekki notað
þá? Fyrir hann er ekkert raunverulegt at-
hafnafrelsi til. Hann getur hvergi komið
við neinu einstaklingsframtaki, hverjum svo
sem það er að kenna. Morgunblaðið ogfínni
jafnaldrarnir kenna rauðliðum um það, en
karlarnir við höfnina kenna íhaldinu um allt
sem að er. Það er vískt sama hvorir eru.