Æskulýðsblaðið 1. maí 1938

Árgangur
Tölublað

Æskulýðsblaðið 1. maí 1938 - 01.05.1938, Blaðsíða 14

Æskulýðsblaðið 1. maí 1938 - 01.05.1938, Blaðsíða 14
14 /ESKULÝÐSBLAÐIÐ Tflr liðl og legi. Áhugi manna fyrir flugi heíir vaxið gevsimikið hér á stuttum tíma og nú er svo komið, að flug með póst og far- þega er aftur að hefjast hér innanlands. t*að erflugfélag Akureyrar, með hina nvju, vönduðu og fallegu flugvél sína, .Verið að flytja fluguna frá lendingar- stað til ,,start“-staðarins. sem nú tekur upp merkið. Allir fram- faramenn í þessu landi, munu gleðjast yfir þessu nýja framtaki og óska frum- kvöðlum þess aílra heilla. en bó fvrst og fremst hinum unga og áhugasama flugmálafrömuði Agnar Kofoed-Han- sen flugmanni, sem tekist hefir að end- urvekja áhuga manna fyrir þessum mál- um, og nú hefir tekið að sér stjórn þessarar nj'ju flugvélar. Það er engum efa bundið, að flus- áhuginn er orðinn mjög almennur með- al æskulýðsins, að minnsta kosti hér í Rvík, og er það fyrst og fremst starf- semi Svifflugfél. íslands að þakka. Það er nú komið töluvert á annað ár, sem þessi félagsskapur er búinn að starfa oer meðlimir hansbvkLast hafa náðgóð- um árangri á þessum tíma. Það var í fyrra vetur, sem mönnum fyrst gafst kostur á að sjá svifflugu íiéa- í Vatnsmýrinni, sem þeir bræðurn- ir Indriði og Qeir Baldurssynir höfðu smíðað. — Það voru margir, sem ekki fannst mikið til koma um þessa sjón — nemendurnir lyftust aðeins örlítið frá jörðu og fóru nokkra metra eða í hæðsta lagi nokkra tugi metra áfram. Menn ussuðu og sveiuðu og fannst það hreinasta hneyksli að nefna þetta í sambandi við flug. En þessir verðandi svifflugmenn vissu betur, þeir létu þetta sem vind um eyrun þjóta og héldu ótrauðir áfram starfi sínu. Og nú hafa menn getað séð þessa sömu menn í vetur, bæði hér í Vatnsmýrinni og á Sandskeiðinu, fara upp í 200 m. hæð og svífa í röska mínútu. Mörgum virð- ist þetta máske ekki mikill flugtími — aðeins ein mínúta eða jafnvel minna — en svifflugmennirnir eru ánægðir með árangurinn sem fyr, þeir vita, að allt eru þetta nauðsynlegir áfangar. Það eru fæstir, semí í raun og veru vita hvað liggur að baki þeim áröngr- um, sem þegar hafa náðst. En það er einmitt þetta starf, sem sýnir áhuga og þrautseigju meðlimanna. Sjálfir hafa þeir byggt sviffluguna og eru nú byrj- aðir á annari. Við þetta starf hafa þeir eytt tómstundum sínum mörg kvöld og helgidaga. Sjálfar æfingarnar eru ekki eintómur leikur, heldur miklu fremur erfið vinna, því flutningurinn á flugunni frá lendingarstað á „start“-stöðina er oft æði erfiður, sem og ýmislegt annað Oft er ílutningurinn erfiður. Fluguna verðu að draga eða bera yfir mýrar og nróa. f>á er hvíldin góð á milli. Prófmerki Svifflugfélags íslands. Grunnurinn er blár, fuglarnir hvít- ir, stafirnir og röndin utan með silf- urlit. Prófin eru þrjú, A., B. og C. Fyr- ir A-próf útheimtist 4 flug í 20 sek. hvert, og eitt í 30 sek. B-próf: 5 flug í eina mín .hvert. Þrjú flugin skulu vera með hægri- beygju og tvö með vinstri. Lending við „startV- staðinn. C-prófið útheimtir flug í 5 mínútur án þess að flugan tapi hæð. í því sambandi. Það er þessvegna ekki nema örlítið brot af starfstímanum hjá hverjum einstökum, sem hægt er að kalla flugtíma, en engu að síður er það ánægður hópur, sem kemuír í ibæinn að kvöldi kjvers lokins flugdags. Ennþá eru það of fáir, sem taka virkan þátt í starfi Svifflugfélagsins. Heilbrigð vinna göfgar manninn og íþrótt lofts- ins á að verða íþrótt allrar heilbrigðr- ar æsku. E. S. Samtok seodisveina Framhald af bls. 14. pólitiskur rígur innan félagsins, sem tvístraði mjög kröftum þess og hélt miklum þorra sendisveina utan við sam- tökin. Nú eru sendisveinasamtökin að yfirstíga þessa erfiðleika, nú starfa sendisveinar sameinaðir að sínum hags- munamálum, hverrar pólitískrar skoð- unar sem þeir annars eru. S. F. R. hefir lært af reynslunni, að sundrung þýðir ósigur en sameiningin sigur. í Sameinaðir munu þeir því standa um kröfur sínar og því mun þeim vera sigurinn vís. Stefán O. Magnússon.

x

Æskulýðsblaðið 1. maí 1938

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskulýðsblaðið 1. maí 1938
https://timarit.is/publication/1663

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.1938)
https://timarit.is/issue/421919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.1938)

Aðgerðir: