Æskulýðsblaðið 1. maí 1938

Árgangur
Tölublað

Æskulýðsblaðið 1. maí 1938 - 01.05.1938, Blaðsíða 10

Æskulýðsblaðið 1. maí 1938 - 01.05.1938, Blaðsíða 10
10 ÆSKULÝÐSBLAÐjiÐ lþróttasv»ðið við SkerjaijSrð Á mynd þeirri, sem prentuð er hér að ofan, má sjá fyrirkomulag á hinu fyrirhugaða íþróttasvæði við Skerja- fjörð í líeikningu, þeirri, sem nú liggur fyrir frá bæjarverkfræðingi. Nr. 1 á myndinni er aðal-leikvanp.- urinn, þar sem öll íþróttamót og íþrótta keppni á að fara fram. Reitirnir, sem merktir eru nr. 2, eru bílastæði. Reitirnir, sem merktir eru nr. 3—8 eru fyrirhugaðir knattspyrnuvellir, sem gert er ráð fyrir að knattspyrnufélögin fái fyrir æfingar sínar, hvert þeirra einn reit. Reitirnir, sem merktir eru nr. 9, og eru 12 að tölu, eru fyrirhugaðir tenn- isvellir. Reitirnir, sem. merktir eru nr. 10—14 eru æfingavellir fyrir frjálsar íþróttir, en skeiðvöllur það sem merkt er með nr. 15. Við þennan uppdrátt hafa íþrótta- menn gert nokkrar athugasemdir. Eink- um vilja þeir koma upp róðrarskýli við Skerjafjörðinn og hefir þegar feng- ist nokkur fjárupphæð til þess og verð- ur bygging þess hafin í sumar. Pá vilja þeir hafa sundstaðinnj í Nauthóls- vík, í sambandi við íþróttahverfið og tilhögun hans íisamræmi við það- Einn- ig vilja þeir að komið verði upp á svæðinu stóru skýli fyrir æfingar í sum- aríþróttum þegar eitthvað er að veðri, og að þegar hitaveitan er komin — að komið verði þar upp sundlaug með upphituðum sjó, auk fleiri breytinga, sem þeir telja nauðsynlegar. Loks telja þeir nauðsynlegt, að út- lendur sérfræðingur verði fenginn til að athuga og ganga endanlega frá upp- drættinum, svo að íþróttasvæðið geti í alla staði orðið við hæfi og þarfir í- þróttamanna og stuðlað að aukinni þátt- töku æskunnar í íþróttum almennt. Það sem mest ríður á að gera fyrir íþróttasvæðið er, að leggja veg þangað, svo að aðrar framkvæmdir verði þar auðveldari. Þetta er mikið verk og þarf að hefjast strax og veita til þess allmiklu fé. Rennan veg gæti fólk einn- ig notað þegar það fer í sjóböð í Skerjafirði. Svo þarf strax í vor að mæla út það land, sem knattspyrnu_ félögin eiga að fá fyrir æfingavelli' svo að þau geti sjálf hafið undirbúning á þeim. íþróttamenn verða að krefjast þess af bæjarstjórn, að íramkvæmdir á á- þróttalandinu hefjist strax og að til þeirra verði veitt það mikið fé, að hægt verði að nota það sem fyrst er hægt að ljúka við, sem allra fyrst í þágu íþróttanna. J. Iþrótiirnar í sumar Það er gleðiefni öllum íþróttamönn- um og íþróttavinum, hvað íþróttaáhugi unga fólksins hár1 í bænum virðist fara vaxandi nú á síðustu árum, og er hin stöðugt vaxandi þátttakíi í skíðaíþrótt- inni gleggstur vottur þess. Þá hafa íþróttamenn okkar, einkum í frjálsum íþróttum, bætt allmikið afrek sín upp á síðkastið. Á bæjakeppninni í fyrra, sem fram fór seinni hluta júlímánaðar með þátttöku s ænskra íþróttamanna, voru sett ýms ný íslandsmet, t. d. í 100 m. hlaupi, spjótkasti, kúluvarpi, há- stökki, 100 m. boðhlaupi, 4. í 100 m. boðhlaupi, langstökki o. fl. Aftur á Myndin sýnir eina hina fegurstu íþróttastöðu, þar sem íimleikamaður inn stendur á hönd- unum á hestinum. móti var ekki eins mikið fjör í knatt- spyrnu eins og oft áður, þótt allmikið kapp væri í henni, bæði milli knatt- spyrnufélaganna hérna og við Skotana. Það virðist nú ætla að verða allmikið líf í íþróttunum hér í sumar. Hefir t. d. þegar verað ákveðið að hingað komi flokkur 26 sænskra íimleika- manna, og er það mikil nauðsyn fyrir fimleikamenn hér, að fá slíkar heim- sóknir, og geta þeir eflaust mikiðlært af Svíunum, sem koma hingað 4. júlí. Þá mun einnig koma hingað úrvals- flokkur þýzkra knattspyrnumanna 27. júní, svo að það rekur hver heim- sóknin aðra. Auk þess mun flokkur frá K.R. fara til Færeyja og keppa við eyjaskeggja. Knattspyrnumótunum verður hagað þannig, að 3. fl. vormót hefst 18. maí, 2. fl. vormót 24 .maí og íslandsmótið (1. fl.) 7. júní. B liðsmótið 2. ágúst, haustmót 1. og 3. fl. 15. ág. og 2. fl. 21. ágúst. Þá hefst leikmótið 17. júní, allsherj- armótiðí í júlí, drengjamótið og meist- aramótið í ágúst. Þá á bæjarkeppnin í sumar að fara fram bæðt í Reykjavík og Vestmannaeyjum, og auk þessverða ýms minni mót eins og venja er tþ svo sem Álafosshlaupið, Hafnarfjarðar- hlaupið, kappróðrarmót, sundmót o. fl. Það lítur þannig út fyrir, að líflegt æth að verða yfir íþróttunum hérna í sumar, og mun óhætt að vænta góðs árangurs í ýmsum greinum. J. Frá fimleikum K. R. 1932.

x

Æskulýðsblaðið 1. maí 1938

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskulýðsblaðið 1. maí 1938
https://timarit.is/publication/1663

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.1938)
https://timarit.is/issue/421919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.1938)

Aðgerðir: